Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 54
 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR30 HÆFILEIKARÍKUR Þórður Ingi Jónsson sýndi verk á sýningunni. Hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt því móðir hans er Steinunn Þórarinsdóttir listakona. Myndlistaskólinn í Reykjavík opnaði sýn- ingu á verkum nemenda í Gallerý Tukt í Hinu Húsinu síðastliðinn laugardag. Á sýningunni kenndi margra grasa og var sköpunarkrafturinn allsráðandi. Á sýningunni voru sýndar lág- myndir úr jarðleir þar sem nem- endur túlkuðu áhrifamikla náttúru Reykjaness þar sem áhrifa frá hrauninu, hverunum og brimi hafsins voru ríkjandi. Frosti Örn Gnarr Gunnarsson sýndi vídeó- verk sem hann gerði í samvinnu við Hilmi Berg Ragnarsson. Verk- ið ber nafnið Sleikur fyrir jafn- rétti. „Við létum hvítar og svartar búddastyttur ofan í bleika gifs- blöndu en stytturnar voru í sleik. Með þessu vildum við vekja athygli á trúarjafnrétti, kynjajafnrétti og samkynhneigð,“ segir Frosti Örn sem hefur stundað nám við Ker- amikdeild Myndlistaskóla Reykja- víkur. Hann stefnir á inntöku í Listaháskóla Íslands og ætlar að leggja myndlistina fyrir sig. Hlín Reykdal stundar nám á hönnunarbraut Iðnskólans. Hún var með sérstakt verk á sýning- unni, beinagrind klædda fata- skúlptúr. Hún var mikið að hugsa um að láta verkið heita Hið full- komna módel en hætti svo við það. „Ég hef mikið verið í því að gera fataskúlptúra, ýmist úr gifsi, papp- ír eða grysju. Núna ákvað ég að fara aðra leið og valdi að gera skúlptúrinn utan um beinagrind,“ segir Hlín. Þegar hún er spurð hvers vegna segir hún að það sé líklega til að vekja athygli á öfgun- um. „Fyrirsætur eru komnar út í svo miklar öfgar, verða alltaf mjórri og mjórri sem gengur nátt- úrlega ekki.“ ■ IÐANDI DÝRÐ SKÖPUNARINNAR Arna Óttarsdóttir og Hrafnhildur Helgadóttir á sýningunni í Hinu húsinu. GNARR Í ÖÐRU VELDI Frosti Örn Gnarr Gunnarsson er hér ásamt stjúpföður sínum Jóni Gnarr. Frosti gerði vídeóverk ásamt vini sínum sem þeir félagar sýndu á sýning- unni. Trúin er þeim Gnarr feðgum ofarlega í huga en Frosti sýndi búddastyttur í sleik. Búddastyttur í sleik og beinagrindur í fötum BEINAGRIND Í FÖTUM Hlín Reykdal sýndi þetta frumlega verk á sýningunni. Við blásum á kerti fyrir hvert ár sem við höfum verið hér í Kópavogi. Þessi tími hefur einkennst af ljúfri sambúð og ánægjulegum samskiptum við viðskiptavini okkar og Kópavogsbúa alla. Við hlökkum til næstu 50 ára! Starfsfólk SPK Dansnámskeið með tveimur bresk- um kennurum fer fram í Sporthús- inu dagana 24. mars til 26. mars. Þetta er í annað sinn sem nám- skeiðið er haldið en rúmlega 100 manns sóttu fyrra námskeiðið. „Þetta gekk rosalega vel í fyrra og fólk var að læra mjög mikið,“ segir Sigrún B. Blomsterberg, danskennari og atvinnudansari, sem stendur fyrir námskeiðinu. „Þetta er fyrir fólk á öllum aldri en ætli meðalaldurinn sé ekki sex- tán til sautján ára.“ Hún segir að kennararnir séu mjög færir og meðal annars hafi Sisco verið val- inn besti danshöfundurinn á Carn- ival Showcase-danskeppninni í Bretlandi í fyrra. „Þetta námskeið er eitthvað sem fólk sem hefur áhuga á dansi má ekki missa af,“ segir Sigrún. Kennararnir, sem heita Franc- isco Gomez og Kimberley Taylor, koma frá London og eru mjög þekktir danshöf- undar úti í heimi. Þau hafa unnið með stór- stjörnum á borð við PussycatDolls, Pink, Sugababes, Kanye West, Geri Halliwell og Shaggy. Þeir hafa einnig dansað í og samið fyrir MTV-verðlaunahátíð- ina, PopWorld, Smash hits-Wembley, Bounce HipHop shows og fyrir þekktar auglýsingar eins og Dies- el, PlayStation, McDonalds, O‘Neal og Speedo. Þau munu kenna allt það heit- asta í dansheiminum í dag, blöndu af hip hop, street, fönk, djass og „quick-melt“ sem er nýjasta nýtt. Um er að ræða sex tíma, þar sem hver er ein og hálf klukkustund. Verður nýr dans kenndur í hverjum tíma. Skráning á námskeiðið er í síma 691 1390 eða 863 3757. Allt það heitasta í dansinum SISCO Breski danskennar- inn verður hér á landi um næstu helgi. SIGRÚN BLOMSTERBERG Sigrún stendur fyrir dansnámskeiði í Sporthúsinu í annað sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.