Fréttablaðið - 22.03.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 22.03.2006, Síða 58
34 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 19 20 21 22 23 24 25 Miðvikudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og Keflavík mæt- ast í undanúrslitum Iceland-Express deildar kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  19.50 Enska bikarkeppnin á Sýn. Bein útsending frá leik Chelsea og Newcastle.  22.20 Handboltakvöld á Rúv. > ÍBV fær væna upphæð Það er ekki aðeins Halmstad í Svíþjóð sem græðir verulega á því að selja stjörnuframherjann sinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson til Hannover í Þýskalandi. ÍBV, félagið sem Gunnar Heiðar lék með áður en hann fór til Svíþjóðar, fær dágóðan skilding í sinn vasa með kaupum Hannover á leikmanninum, eða um 10% kaupverðsins. Talið er víst að Hannover sé ekki að borga minna en 100 milljónir fyrir Gunnar Heiðar og er jafnvel talið að kaupverðið sé allt að 118 milljónir króna. Það þýðir að ÍBV er að fá a.m.k. 10 milljónir í sinn hlut nú, en þess má geta að Gunnar Heiðar var seldur til Halmstad á sínum tíma fyrir sex milljónir króna. HANDBOLTI Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur lokið rannsókn sinni á meintu svindli í leik Serba og Króata á EM. Nokkrir leikmenn serbneska landsliðsins stigu fram fyrir skjöldu skömmu eftir mótið og sögðu að þjálfari liðsins, Veselin Vujovic, og tveir stjórnarmenn serbneska handknattleikssam- bandsins hefðu skipað þeim að tapa leiknum en viðureign liðanna var í lokaumferð milliriðilsins og Króat- ar gátu tryggt sér undanúrslitasæti með sigri. Króatía vann leikinn með fjórum mörkum, 34-30, en jafnt var í leikhléi, 16-16. Góður leikkafli í síðari hálfleik þar sem Króatar skoruðu fjölda marka í röð gerði út um leikinn. EHF segir í yfirlýsingu á heima- síðu sinni að ekki sé ástæða til refsi- aðgerða þar sem ekkert bendi til þess að Serbar hafi tapað viljandi. - hbg Handknattleikssamband Evrópu búið að rannsaka leik Serba og Króata á EM: Serbar sleppa með skrekkinn ÖRUGGT MARK Króatinn Mirze Dzomba skorar hér úr víti fram hjá Arpad Sterbik í leiknum umtalaða. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BORÐTENNIS Guðmundur E. Step- hensen og félagar í Malmö FF sigruðu Halmstad í fyrsta leik lið- anna í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í borðtennis í fyrradag. Malmö hafði nokkra yfirburði í viðureignum leiksins og sigraði samtals 5-1. Guðmundur atti kappi við Kín- verjann Huang Dawei í liði Halm- stad og sigraði örugglega, 3-0. Liðin eigast við að nýju í kvöld á heimavelli Halmstad og fari svo að Malmö sigri hefur liðið tryggt sér sæti í úrslitum deildarinnar. - vig Guðmundur E. Stephensen: Malmö byrjaði á góðum sigri GUÐMUNDUR STEPHENSEN Sigraði sann- færandi í sínum leik. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Alda Leif Jónsdóttir, besta körfuknatt- leikskona landsins, er hætt í körfubolta í bili þar sem hún er ólétt. „Ég tek mér pásu frá boltanum núna en legg skóna ekkert á hilluna strax,“ sagði Alda Leif í gær en hún spilaði sinn síðasta leik fyrir lið sitt Den Helder þann 11. mars. „Mér finnst ólíklegt að ég fari aftur út. Mínir gömlu félagar í ÍS eru efst á baugi þegar kemur að því að spila hér á landi, það er líklegt að ég fari til þeirra en ég hef reyndar ekkert farið að leiða hugann að því,“ sagði Alda Leif sem er mjög ánægð með dvölina í Hollandi en þangað fór hún með unnusta sínum og einum fremsta körfuknattleikmanni landsins, Sigurði Þorvaldssyni, sem verður væntanlega eftirsóttur þegar hann kemur heim líkt og Alda Leif. „Ég er mjög sátt við tímann minn í Hollandi, það var gaman að prófa þetta. Það voru öðruvísi áherslur hér og ég held að ég hafi bætt mig sem leikmaður,“ sagði Alda Leif sem vakti mikla athygli með góðri frammistöðu í Hollandi en hún var meðal annars valin í stjörnuleik deildarinnar. Sigurður sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði ekkert leitt hugann að því hvar hann myndi spila þegar hann kæmi heim og enn sem komið er væri allt óráðið í þessum efnum. Þó er ljóst að mörg lið eru á höttunum á eftir landsliðsmanninum Sigurði, en hann var valinn besti leikmaður Íslands- mótsins í fyrra. ALDA LEIF JÓNSDÓTTIR KÖRFUBOLTAKONA Í HOLLANDI: BER BARN UNDIR BELTI Tekur sér barneignarfrí frá boltanum Valur fer til Rúmeníu Valsstúlkur fara til Rúmeníu í undan- úrslitum Áskorendakeppni Evrópu og mæta þar CS Tomis Constanta. Fyrri leikurinn fer fram um páskahelgina, 15. eða 16. apríl í Rúmeníu, en síðari leikurinn hér heima helgina 22. eða 23. apríl. Iceland-Express deild karla: KR-SNÆFELL 67-64 Stig KR: Skarphéðinn Ingason 16, Fannar Ólafs- son 15, Melvin Scott 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Níels Dungal 6, Steinar Kaldal 5, Ljubodrag Bog- ovac 4, Darri Hilmarsson 2, Brynjar Björnsson 3. Stig Snæfells: Igor Beljanski 17, Jón Ólafur Jóns- son 12, Lýður Vignisson 11, Nate Brown 9, Helgi Reynir Guðmundsson 5, Slobodan Subocic 5, Magni Hafsteinsson 4, Atli Rafn Hreinsson 1. KR er komið áfram samanlagt 2-1. Enska bikarkeppnin: BIRMINGHAM-LIVERPOOL 0-7 0-1 Sami Hyypia (1.), 0-2 Peter Crouch (4.), 0-2 Peter Crouch (37.), 0-4 Fernando Morientes (58.), 0-5 John Arne Riise (70.), 0-6 Olivier Tebily (sjálfs- mark 78.), 0-7 Djibril Cisse (89.). Þýski handboltinn: DELITZSCH-GUMMERSBACH 23-24 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 2. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Liverpool eru komið í und- anúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 7-0 sigur á Birmingham í gærkvöldi. Innan við mínútu eftir að leikurinn hófst hafði Sami Hyypia gefið tóninn með góðu marki áður en Peter Crouch stangaði boltann í netið eftir sendingu frá Steven Gerrard. Peter Crouch bætti þriðja markinu við í fyrri hálfleik, Fernando Morientes skoraði fjórða markið áður en John Arne Riise kom Liverpool í 5-0 með glæsilegu marki. Olivier Tebily skoraði síðan sjálfsmark áður en Djibril Cisse innsiglaði 7-0 stórsigur Liverpool á Birmingham. - hþh Enska bikarkeppnin: Stórskotahríð hjá Liverpool PETER CROUCH Var sjóðheitur með Liver- pool í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Hefur sé› DV í dag? flú HAPPADRÁTTUR Í EUROVISION Sigmar kynnir í stað Gísla Marteins Silvía Nótt síðust á svið 2x10 21.3.2006 20:18 Page 1 KÖRFUBOLTI Það voru KR-ingar sem hrepptu síðasta sætið í und- anúrslitum Iceland Express-deild- arinnar með því að sigra Snæfell í rosalegum oddaleik liðanna í gær. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síð- ustu sekúndum leiksins en Nate Brown, Bandaríkjamaðurinn í liði Snæfells, brenndi af tveimur víta- skotum þegar 13 sekúndur voru eftir í stöðunni 63-61 fyrir KR. Vítaskotin voru dýrkeypt því KR- ingar náðu fjögurra stiga forystu þegar fjórar sekúndur voru eftir og uppskáru að lokum þriggja stiga sigur, 67-64. Skarphéðinn Ingason var með stáltaugar og nýtti fjögur vítaskot á lokasek- úndunum og tryggði Vesturbæing- um dramatískan sigur. Það var augljóst að mikill taugatitringur var í leikmönnum beggja liða í upphafi – kannski skiljanlega þar sem allt tímabilið var undir í þessum eina leik. Snæ- fellingar voru tiltölulega fljótir að hrista af sér skrekkinn á meðan heimamenn voru engan veginn að höndla álagið fyrir framan fjöl- marga áhorfendur sem troðfylltu DHL-höllina í Vesturbænum. Hittnin var afleit hjá báðum liðum í 1. leikhluta en gríðarleg barátta Snæfells í fráköstunum átti stærstan þátt í að liðið náði undirtökunum snemma leiks. Gestirnir spiluðu grimma vörn og fyrir vikið var sóknarleikur KR skelfilega ráðleysislegur. Til marks um það hitti liðið aðeins úr einu skoti af 12 í 1. leikhluta en að honum loknum var staðan 12-17, gestunum í vil, og komu 10 stig KR úr vítaskotum. Í 2. leikhluta lenti Snæfell fljót- lega í villuvandræðum og neydd- ist Bárður Eyþórsson til að hvíla lykilmenn á borð við Igor Belj- anski, sem fékk sína 2. villu, og Ingvald Magna Hafsteinsson, sem fékk sína þriðju villu í upphafi 2. leikhluta. Eftir að Jón Ólafur Jónsson, sem hafði farið á kostum framan af í fjarveru Beljanski og Magna, komst einnig í villuvand- ræði jafnaðist leikurinn út og heimamenn tóku að saxa jafnt og þétt á forskot Snæfells, sem mest taldi 11 stig í upphafi 2. leikhluta. Í hálfleik var forysta Snæfells komin niður í aðeins tvö stig, 33- 35. Það voru aðeins þrjár mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Magni fékk sína 4. villu og var að sjálfsögðu tekinn af velli. Við það riðlaðist leikur Snæfells nokkuð en að sama skapi jókst sjálfs- traust leikmanna KR. En seiglan í liði Snæfells var engu lík og þrátt fyrir að á móti blési gáfust leik- menn liðsins aldrei upp. Þegar síðasti leikhluti hófst var staðan 50-49, KR í vil. Heimamenn byrjuðu síðasta leikhluta vel og náðu fimm stiga forskoti með þriggja-stiga körfu Brynjars Björnssonar. Snæfell- ingar börðust áfram en söknuðu Magna greinilega sárlega. Þegar þarna var komið var þreytan aug- ljóslega farin að segja til sín hjá gestunum, enda þeir búnir að spila á mun færri leikmönnum en KR. Samt sem áður náðu heima- menn ekki að hrista Snæfellinga af sér og náðu þeir alltaf að halda forskotinu í lágmarki. Eins og áður segir voru það taugarnar sem réðu úrslitum í blálokin og svo fór að þær voru sterkari hjá heimamönnum þegar mest lá við. - vig KR-ingar í undanúrslit KR varð fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Iceland Ex- press-deildarinnar eftir nauman sigur á Snæfelli í spennuþrungnum leik í gær. FANNAR ÓLAFSSON Maðurinn á bak við sigur KR í gær en hann spilaði frábæra vörn í leikn- um og skoraði flest sín stig á afar mikilvægum augnablikum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.