Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 29

Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 29
Sumarstörf og framtíðarstörf hjá Félagsþjónustunni í Hafnarfirði. Hér er um að ræða störf við félagslega heimaþjónustu og félagslega liðveislu. Í boði er sveigjan- legur starfstími og starfshlutföll eru samkomulagsatriði. Bæði störfin gera kröfu til jákvæðs viðmóts, mannúðlegra viðhorfa og góðra hæfileika til mannlegra samskipta. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi eru miklir kostir. Við leitum að einstaklingum með félagsliðamenntun eða aðra félagslega menntun, reynslu eða mikinn áhuga á störfunum. Félagsleg heimaþjónusta er veitt á hefðbundnum vinnutíma en félagsleg liðveisla utan venjulegs vinnutíma. Laun fara eftir kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Upplýsingar um störfin veita Sjöfn Guðmundsdóttir full- trúi heimaþjónustudeild (félagsleg heimaþjónusta og Guðrún Þ. Ingólfsdóttir félagsráðgjafi (félagsleg liðveisla) í síma 585 5700 Umsóknum skal skila til Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði Strandgötu 33 220 Hafnarfirði FÉLAGSÞJÓNUSTAN Í HAFNARFIRÐI Kennarar Skóli með áherslu á þróunarstarf og nýbreytni í starfsháttum auglýsir eftir öflugum kennurum til starfa Kennara vantar til starfa við Sunnulækjarskóla á Selfossi næsta haust. Sunnulækjarskóli var stofnaður haustið 2004. Skólinn vex ört og verður 10 árganga grunnskóli innan tíðar. Næsta skólaár verða um 250 nemendur í 1. – 6. bekk við skólann. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Umsjónarkennara vantar á yngsta- og miðstig. Einnig vantar kennara til kennslu í list- og verkgreinum, sér- staklega tónmennta- og heimilisfræðikennslu. Þá vantar íþróttakennara til starfa. Umsækjandi þarf að hafa kennarapróf, góða skipulags- hæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsókn fylgi greinargerð þar sem fram komi hver er reynsla og menntun umsækjanda og hvaða sýn hann hefur á skólastarf, nýbreytni og þróunarstarf. Frekari upplýsingar má finna á vef skólans http://www.sunnulaekjarskoli.is og hjá skólastjóra, Birgi Edwald í síma 480-5400 eða tölvupósti, birgir@sunnulaek.is. Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2006. Umsókn sendist til skólastjóra Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1, Selfossi. Skólastjóri Grunnskólinn í Grindavík lausar kennarastöður Við leitum að áhugasömum kennurum til eftirfarandi starfa næsta skólaár. • umsjónarkennurum á yngsta- og miðstig • sérkennara • myndmenntakennara í hlutastarf • danskennara í hlutastarf • heimilisfræðikennara í hlutastarf Grindavík er blómlegt sveitarfélag með um 2700 íbúa í aðeins 50 km. fjarðlægað frá höfuðborginni. Nemendur eru 500 í 1.-10. bekk. Í skólanum er unnið framsækið starf af áhugasömu starfsfólki. Unnið er að innleiðingu uppbyggingastefnunnar - uppeldi til ábyrgðar. Nánari upplýsingar er að finna um skólann á heimasíðu hans http://skolinn.grindavik.is Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 420-1150 og 660-7320 (netfang gulli@grindavik.is.) Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Skólastjóri ATVINNA SUNNUDAGUR 9. apríl 2006 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.