Fréttablaðið - 10.04.2006, Page 8

Fréttablaðið - 10.04.2006, Page 8
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR 5 100 300 www.apollo.is Langferðir ehf., Holtasmára 1, 201 Kópavogur Hjón m/2 börn, 2ja-17 ára, 1. vika, 4. júlí: 38.900 kr. á mann með sköttum Búlgaría Besta verðið okkar í sólina Hjón m/1 barn, 2ja-11 ára, 1 vika, 5. sept.: 35.440 kr. á mann með sköttum Flugfargjald, 1 vika, 13. júní: 29.900 kr. með sköttum Flugfargjald, 1 vika, 12. sept.: 28.900 kr. með sköttum Hjón í júníor-svítu, 1. vika 27. júní: 55.100 kr. á mann með sköttum 5 manna fjsk. (3 börn, 2ja-17 ára), 2 vikur, 22. ágúst: 43.100 kr. á mann með sköttum Par í 2ja manna herbergi, 1 vika, 13. júni: 45.800 kr. á mann með sköttum Hjón m/2 börn, 2ja-17 ára, 1. vika 12. sept.: 33.150 kr. á mann með sköttum Tveir í 2ja manna herb., 1 vika, 12. sept: 40.300 kr. á mann með sköttum Reykjavík: Ártúnshöfði og Fossvogur. Hafnarfjörður: Lækjargata Akureyri: Leiruvegur Það þarf ekki að vera dýrt að skreppa í sólarfrí. Ekki einu sinni alla leið til Svartahafsins þar sem sólin er í öndvegi... ...og spennandi mannlif er hvar sem litið er. Dæmið verður ennþá skemmtilegra þegar við bætist einstaklega hagstætt verðlag. Á Sunny Beach, stærsta sólarstað Búlgaríu, bíða þín islenskir fararstjórar sem bjóða upp á fjölbreyttar kynnisferðir við allra hæfi. Verðdæmin í auglýsingunni miðast við netbókun og að ferð sé til við bókun. Bæklingar á Esso-stöðvum: NISSAN MICRA Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 12 ÖLLU MICRA VERÐUR ÞAÐ EKKI! *Miðað við 20% útborgun og bílasaming Lýsingar í 84 mánuði. Nissan Micra 5 dyra NÝ MICRA OG ÞÚ BORGAR AÐEINS 18.112 KR. Á MÁNUÐI! Beinskiptur, 6 diska geislaspilari, lyklalaus,sjálfvirkar rúðuþurrkur og mjög sparneytin! Verð aðeins 1.490.000 kr. STJÓRNMÁL Samfylkingin á Akur- eyri vill koma á fót Akureyrar- stofu sem hefði það hlutverk að markaðssetja bæinn innan lands og utan. Markmiðið yrði að laða fjárfesta, fyrirtæki, stofnanir og ferðamenn til Akureyrar og fjölga þannig störfum í bænum. Hermann Jón Tómasson, efsti maður á framboðslista Samfylk- ingarinnar, segir ekki hafa verið hugað nægilega vel að markaðs- setningu bæjarins á fyrirtækja- markaði til þessa. „Þeim fyrir- tækjum sem vilja flytja starfsemi sína til Akureyrar standa nú þegar til boða ýmsar ívilnanir. Slíkan stuðning við nýsköpun atvinnulífs bæjarins þarf að kynna með mark- vissum hætti og það á að vera eitt af verkefnum Akureyrarstofu.“ Iceland Express hóf í vetur beint millilandaflug til og frá Akureyri og Hermann segir flugið opna ýmsa möguleika varðandi fjölgun ferðamanna. „Bæjarfélag- ið á að koma með beinum hætti að markaðssetningu Akureyrar á erlendri grundu og styðja þannig við ferðaþjónustuna í bænum,“ segir Hermann. - kk Markaðssetning Akureyrar innan lands og utan: Styrkir atvinnulífið í bænum HERMANN JÓN TÓMASSON Hermann segir að huga þurfi betur að markaðssetningu Akureyrar á fyrirtækjamarkaði. KAÍRÓ, AP Íraskir mannræningjar hóta að myrða tvo þýska verk- fræðinga sem þeir tóku í gíslingu fyrir rúmum tveimur mánuðum, sleppi Bandaríkjamenn ekki föng- um úr haldi. Mannræningjarnir gáfu út myndband á netinu þar sem Þjóðverjarnir eru sýndir og biðja sér griða. „Okkur hefur verið haldið hér í meira en sextíu daga og taug- arnar þola þetta ekki lengur,“ segir annar mannanna. „Hjálpið okkur, við biðjum ykkur.“ Mynd- bandinu fylgdu skilaboð sem sögðu þetta vera síðasta tækifæri Þjóðverjanna, en enginn frestur var gefinn. Fram til þessa hafði ekkert spurst til mannanna síðan í lok janúar, rétt eftir að þeim var rænt. Þá var þýskum yfirvöldum gefinn 72 stunda frestur til að loka sendiráði sínu í Bagdad, draga öll sín fyrirtæki úr landinu og hætta öllu samstarfi við ríkis- stjórn Íraks, ella yrðu mennirnir teknir af lífi. Fjórum gíslum frá Vesturlönd- um var sleppt úr haldi mannræn- ingja í Írak í mars, en einn var tek- inn af lífi. Talið er að um fjörutíu útlenskir gíslar séu í haldi mann- ræningja í Írak. - bs Tugir erlendra gísla í haldi íraskra mannræningja: Hóta þýskum gíslum lífláti ÞÝSKU GÍSLARNIR Ekkert hafði spurst til þeirra síðan í janúar, rétt eftir að þeim var rænt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.