Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 13

Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 13
MÁNUDAGUR 10. apríl 2006 13 Iðnaðarmenn á Húsavík halda til Reyðarfjarðar um næstu helgi til að kynna sér störf starfsbræðra sinna við byggingu álversins í bænum. Bandaríska stórfyrirtækið Alcoa, sem er að láta reisa álver í Reyðarfirði, hefur til skoðunar að reisa annað álver við Húsavík. Húsvískir iðnaðarmenn ætla að hafa vaðið fyrir neðan sig, ef og þegar kemur til framkvæmda hjá þeim. Fréttamiðillinn skarpur.is greinir frá þessu. Kynna sér smíði álvers ÁLVER BYGGT Iðnaðarmenn á Reyðarfirði eiga von á heimsókn frá húsvískum starfs- bræðrum um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nautalund var í aðalrétt á árshátíð Landssambands kúabænda sem haldin var á Broadway á laugar- dag. Var hún borin fram á kartöflu- mósaíki með rauðvínsgljáa. Sjávarréttasúpa með tígrisrækju og risahörpuskel á spjóti var í forrétt og á eftir var boðið upp á súkkulaðibananaís í sykurkörfu með ferskum ávöxtum og sósu- tvennu. Fordrykkur var í boði KB banka og VÍS bauð upp á kaffi og koníak. Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri og Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra voru sérstakir gestir árshátíðarinnar en veislu- stjórn var í höndum Gísla Einars- sonar frétta- og dagskrárgerðar- manns. ■ Naut á borðum kúabænda NAUTIÐ ELDUR Kúabændur gerðu sér glað- an dag á árshátíð á Broadway um helgina. „Á áramótum var ákveðið að rækju- vinnslan hætti, ég var verkstjóri þar og eitthvað varð að gera. Ég sá ekki margt sem féll að mínum áhuga. Ég var búinn að vinna í mörg ár við bílasprautun og taldi svona þjónustu vanta hérna á svæðið, þannig að ég lét mig bara hafa það og skellti mér í þetta,“ segir Jónas Skúlason, sem hefur opnað bílamálunina Minney á Langeyri í Súðavík. Opnunarveislan var á föstudags- kvöldið. Forsvarsmenn trygginga- félaga, velunnarar fyrirtækisins og væntanlegir viðskiptavinir mættu á svæðið. Þar sýndi Jónas þeim meðal annars fullkominn sprautu- klefa, sérpantaðan frá Ítalíu. „Ég hefði aldrei farið út í þetta verkefni nema af því að hreppur- inn bauð húsnæðið. Mér hefði bara ekki komið það til hugar. Þetta er frábær framkvæmd hjá hreppnum og sveitarstjórinn á hrós skilið,“ segir Jónas um þá ákvörðun Súða- víkurhrepps að stofna félag um byggingu tveggja atvinnuhúsnæða á Langeyri. Hann hafi náð góðum samningum um leigu á húsnæðinu: „Þeir gefa mér aðlögunartíma áður en ég greiði leigu.“ Ómar Már Jónsson sveitarstjóri segir hreppinn hafa farið út í byggingarframkvæmdina til að auðga atvinnulífið í Súðavík. Hugmyndin sé að reka fyrirtækið um nýju atvinnuhúsin tvö á núlli á tveimur árum. Hann segir marg- þætta starfsemi rúmast í húsunum og nefnir að núna sé verið að koma upp aðstöðu fyrir skrifstofur. Í öðru húsinu fari einnig fram smíða- kennsla og slökkviliðið hafi þar aðstöðu. Jónas segir keppinauta í bíla- sprautun fyrir vestan taka fyrir- tæki hans fagnandi, því þeir anni ekki eftirspurninni í bílamáluninni. „Það er alveg upp í þriggja mánaða bið eftir viðgerð, þannig að full þörf var á þjónustunni.“ Viðskipta- vinirnir geti einnig kæst því sam- keppnin muni væntanlega hafa einhver áhrif á verðið: „Menn þurfa samt sitt til að lifa.“ Jónas er fullur tilhlökkunar að takast á við verk- efnið. „Mig vantar bara réttinga- mann og ég hvet áhugasama að hafa samband.“ - gag Óskar eftir réttingamanni í Súðavík JÓNAS VIÐ NÝJA MÁLNINGARKLEFANN Þriggja mánaða bið hefur verið eftir bílamálun í Ísafjarðarbæ. Súðvíkingurinn Jónas Skúlason ætlar að breyta því. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.