Fréttablaðið - 10.04.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 10.04.2006, Síða 16
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Hjónavígslur á Íslandi Heimild: Hagstofa Íslands Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi gegn nýju vinnulöggjöfinni, sem Francois de Villepin forsætisráðherra reynir að halda dauðahaldi í. Ráða- menn í landinu virðast fjarlægjast æ meir raun- veruleika almennings. Fáir efast um að markmið frönsku hægri stjórnarinnar með laga- setningunni sé göfugt. Hugmyndin er sú að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks í Frakklandi og er ekki vanþörf á, því hátt í fjórð- ungur Frakka, 25 ára eða yngri, telst vera atvinnulaus. Deilurnar snúast að stórum hluta um leiðina sem Dominique de Villepin forsætisráðherra ákvað að fara til þess að ná þessu markmiði. Atvinnurekendum er veitt heimild til þess að bjóða ungu fólki tveggja ára reynsluráðningu, sem þýðir að þeir geti rekið fólk hvenær sem er á reynslutímanum án þess að gefa neinar skýringar. Gagnrýnendur laganna halda því reyndar fram að þau muni alls ekki skila tilætluðum árangri, heldur muni þau þvert á móti auka enn á atvinnuóöryggi ungs fólks og gera atvinnurekendum auð- veldara að misnota starfsfólk sitt. Í ofanálag eru andstæðingar forsætisráðherrans afar ósáttir við það hvernig staðið var að laga- setningunni. Ráðamenn keyrðu hana í gegnum þingið án þess að láta neinar útskýringar fylgja svo að unga fólkið, sem lögin taka til, gæti áttað sig á því fyrir fram hvaða áhrif þau myndu hafa. Þeir sem völdin hafa höfðu komist að niðurstöðu, hinir skyldu taka við því sem að þeim væri rétt. Kampavín með matnum Undir niðri virðast deilurnar því snúast um klofning frönsku þjóðar- innar, sem mörg undanfarin ár hefur farið vaxandi frekar en hitt. Ráðastéttin hefur fjarlægst æ meir raunveruleika almennings, sem á sífellt erfiðara með að sætta sig við einhliða ákvarðanir þeirra sem völdin hafa. Þetta kom berlega í ljós á síðasta ári þegar almenningur hafnaði í kosningum stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem Chirac hafði gert sér miklar vonir um að yrði samþykkt. Niðurstöður þeirra kosninga beindust að verulegu leyti gegn frönsku ráðastéttinni, jafnvel miklu fremur en gegn áformunum um sameiginlega stjórnarskrá Evrópusambandsins. Síðasta haust brutust út óeirðir þegar ungt fólk, flest fátækt, atvinnulaust og úr fjölskyldum innflytjenda, fór hamförum í þrjár vikur og leystu þær víða úr læðingi uppsafnaða reiði út í kerfi sem hefur skilið það eftir úti í kuldan- um. Það þótti nokkuð lýsandi fyrir ástandið þegar ríkisstjórnin settist saman að snæðingi í síðustu viku í skrifstofum forsætisráðherrans og sötraði dýrindis kampavín með matnum á meðan mótmælin voru í hámarki fyrir utan gluggana. Ungmennin börðu á trommur og heimtuðu að hlustað yrði á kröfur þeirra. Engin lausn í sjónmáli Þrátt fyrir öll mótmælin undan- farnar vikur virðast Jacques Chirac forseti, de Villepin og aðrir ráðamenn ætla að láta þau sem vind um eyru þjóta. Núna fyrir helgina áttu stjórnvöld í viðræðum við verkalýðsfélögin, námsmenn og atvinnurekendur til að finna leið út úr þessum ógöngum, en samkomulag virtist ekki í sjónmáli. Að þeim loknum sagðist Jacques Chirac forseti einungis vonast til þess að þessar viðræður myndu skila þeim árangri að stúdentar gætu farið að búa sig undir prófin og aðrir nemendur kæmust aftur í skólann. Þá ítrekaði de Villepin forsætisráðherra að hann ætlaði sér alls ekki að verða við háværum kröfum um að hann segði af sér. Chirac forseti hefði fengið honum verkefni í hendur og það verkefni ætla hann sér að leiða til lykta. Verkalýðsfélögin hafa hins vegar gefið stjórninni frest til 15. apríl, en þann dag fer þingið í páskafrí. Verði lögin ekki numin úr gildi fyrir þann tíma verður efnt til enn frekari mótmæla- aðgerða og „þá verða engar tegundir aðgerða útilokaðar,“ eins og segir í yfirlýsingu verkalýðs- félaganna. 1. 53 2 1. 47 2 2004 2002 1. 65 2 2003 FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is FORSÆTIS- OG FJÁRMÁLARÁÐHERRA Dominique de Villepin forsætisráðherra og Thierry Breton fjármálaráðherra sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Franska þjóðin klofin í tvennt UNGA FÓLKIÐ MÓTMÆLIR Í síðustu viku efndu stúdentar til mótmæla á lestarstöðinni Gare du Nord í París. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERKALÝÐSLEIÐTOGINN Francois Chereqe fer í frakkann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Palestína og Ísrael hafa mikið verið í fréttum undan- farið eftir kosningar í báðum löndum þar sem Hamas- samtökin unnu stórsigur í Palestínu og Kadima-flokk- urinn hlaut flest sæti í ísraelska þinginu. Mikil spenna ríkir milli landanna og hafa úrslit kosninganna ekki dregið úr henni. Ísraelar skilgreina Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök, en þau hafa löngum unnið að því að endurheimta landsvæði sem Ísraelar hafa hernumið. Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, hefur sagst ætla að setja endanleg landamæri milli landanna fyrir árið 2010, hvort sem Palestína samþykkir þau eður ei, og hafa orð hans valdið usla meðal Palestínumanna. Hvaða rétt hafa Ísraelar til hernumdu svæðanna? Í raun hafa Ísraelar engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Þó er málið alls ekki svo einfalt, líkt og útlistað er á Vísindavef Háskóla Íslands. Þar kemur fram að fyrir seinni heimsstyrjöldina var Palestína undir stjórn Breta. Eftir stríð var Ísraelsríki stofnað, þegar Sam- einuðu þjóðirnar skiptu Palestínu jafnt milli Gyðinga og Palestínumanna. Palestínumenn voru afar ósáttir við skiptin og braust út stríð milli Palestínumanna og Gyðinga, og náðu Gyðingar þá undir sig helmingi þess lands sem Palestínumönnum hafði verið úthlutað. Tuttugu árum síðar, eftir fjölmargar alvarlegar hótanir Palestínu- manna, réðust Ísraelar gegn Palestínu og lögðu undir sig Vesturbakka Jórdanárinnar og Gaza-ströndina, og réðu þá í raun allri hinni gömlu Palestínu. Herseta þeirra er talin brjóta bæði alþjóðalög og ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Palest- ínumenn eru átta milljónir talsins, en árið 2002 voru um fimm milljónir þeirra flóttamenn og samkvæmt alþjóða- lögum hafa flóttamenn fullan rétt á að snúa aftur til heimkynna sinna. Hvernig hafa þjóðir heims brugðist við? Sú staðreynd að milljónir Gyðinga urðu heimilislaus- ar í seinni heimsstyrjöldinni, auk hinna hroðalegu ofsókna sem þeir sættu í því stríði, hefur að hluta til orðið til þess að alþjóðasamfélagið, og þá sérstak- lega Bandaríkin, hafa sýnt Ísraelum meiri samúð í þessari landabaráttu en ef til vill hefði orðið ella, en á síðustu áratugum hafa Bandaríkin veitt Ísraelum meiri efnahags- og hernaðaraðstoð en þau hafa veitt Afríkuríkjum sunnan Sahara og Suður-Ameríkulönd- um samanlagt. Síðan árið 1967 hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ítrekað fyrirskipað Ísraelum að láta Palestínumönnum eftir hernumdu svæðin, en það var ekki fyrr en í fyrra sem Ísraelar hófu að verða við þeirri skipun, og ætlar Olmert að halda þeirri þróun áfram. FBL GREINING: YFIRRÁÐ ÍSRAELA Á HERNUMDUM SVÆÐUM Í PALESTÍNU Ágreiningur Palestínumanna og Ísraela Geir H. Haarde utanríkisráðherra viðraði þær hugmyndir í síðustu viku að stofnað yrði hlutafélag um rekstur Keflavíkur- flugvallar og hann síðan einkavæddur. Magnús Stefánsson, varaformaður utan- ríkismálanefndar, er hins vegar annarrar skoðunar. Af hverju viltu ekki einkarekinn Keflavíkurflugvöll? Við erum að tala um alþjóðaflugvöll sem er hlið að landinu til og frá og því þykir mér alveg einsýnt að ríkið eigi að eiga völlinn hvort sem rekið verði svo með hlutafélagi eða einhvern veginn öðruvísi. En þarf ekki að breyta rekstrarform- inu? Vissulega en þetta er enn ótímabær umræða. Ef svo fer að við tökum við þessu alfarið bíður okkar mikil vinna þar sem menn verða að greina ástandið og vinna svo úr því á þeim forsendum. Þurfa íslensk stjórnvöld að taka frum- kvæði í málinu ? Við höfum svo sem gert það því við komum okkar hugmynd- um og kröfum á framfæri við Bandaríkja- menn en þeir ákváðu að vinna þetta mál með þessum hætti svo að nú verða þeir að gera hreint fyrir sínum dyrum. SPURT & SVARAÐ? REKSTUR KEFLAVÍKURFLUGVALLAR Ríkið á að eiga hann MAGNÚS STEFÁNSSON ������������������������������ ����������������������������� ������������� ��������� ������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.