Fréttablaðið - 10.04.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 10.04.2006, Síða 27
MÁNUDAGUR 10. apríl 2006 7 Bekkur við fótgafl er til ýmissa hluta nytsamlegur. Tilvalið er að koma bekk fyrir við fótgaflinn á rúminu, til að leggja rúmteppið á yfir nóttina. Bekkur- inn nýtist einnig sem sæti þegar maður þarf að tylla sér til að taka af sér skóna eða klæða sig í sokka. Þar að auki getur mikil prýði verið af fallegum bekk í svefnherberg- inu. Bekkir fást víða og er jafnvel hægt að notast við garðbekki með því að setja á þá bólstraða sessu. Einnig er hægt að sérsmíða bekk og láta bólstra hann í stíl. Bekkur í stíl við rúmið Gott er að tylla sér á bekkinn til að taka af sér skóna eða klæða sig í sokka. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES IKEA INNKALLAR GALLAÐA TASSA OG SNIGLAR BARNARÚMBOTNA SEM SELDIR VORU Í ÁGÚST 2005 OG SÍÐAR. IKEA innkallar rúmbotna í TASSA og SNIGLAR barnarúmum af stærðinni 55 sentimetrar sinnum 112 sentimetrar sem keypt hafa verið í ágúst 2005 eða síðar. Þeir viðskiptavinir sem keypt hafa TASSA eða SNIGLAR barnarúm sem hafa merkinguna „ID NO 15333“ og „Made in Poland“ á rúmbotninum eru beðnir um að skila rúmbotninum til IKEA og fá afhentan nýjan. Mistök voru gerð í framleiðslu rúmbotnanna hjá einum birgja IKEA og eru botnarnir því ekki límdir saman á réttan máta. Því gætu þeir ekki fullnægt þeim álags- prófunar kröfum sem gerðar eru. Vitað er að sex þessara rúma voru seld á Íslandi á umræddu tímabili en engar kvartanir hafa þó borist vegna þeirra. Frekari upplýsingar gefur þjónustudeild IKEA. Gölluð barnarúm Nokkur rúm frá TASSA og SNIGLAR hafa verið seld á Íslandi en rúmbotnar í þeim gætu verið gallaðir og ekki staðist álagspróf- unarkröfur. Amerock höldurnar fást í versluninni Brynju. Amerísku höldurnar frá Amerock voru mjög vinsælar á sínum tíma og vegna mikillar eftirspurnar eru þær nú aftur fáanlegar á Íslandi. Amerísku höldurnar eru með þriggja tommu bili milli gata eða 76 mm og því hefur verið erfitt fyrir þá sem hafa ætlað að skipta út gömlum höldum að fá nýjar sem passa, þar sem evrópskar höldur eru með öðru bili. Amerock höldurnar koma sér því vel fyrir þá sem þurfa að skipta út amerísk- um höldum og úrvalið af þeim er mikið í Brynju. Amerískar höldur Mikið úrval er af Amerock höldum í verslun- inni Brynju. Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs hækkuðu 1. apríl 2006 og nema nú 4,60 prósentum af lánum með upp- greiðsluþóknun og 4,85 prósentum af lánum án uppgreiðsluþókn- unar. Hækkunin er niðurstaða útboðs frá 30. mars. Alls bárust tilboð að nafnverði 8,4 milljarðar króna. Ákveðið var að taka tilboðum í íbúðabréf HFF150644 að nafnvirði 2,2 milljarðar króna og í HFF1560914 að nafnverði. Vextir hærri Vextir af lánum Íbúðalána- sjóðs hækkuðu 1. apríl. Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs nema nú 4,60 og 4,85 prósentum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.