Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 6
6 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 22 04 04 /2 00 6 49.240*kr. Verð frá: Netverð í tvíbýli á Hótel Burlington. 29.900 kr. Verð á flugsæti: Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax. Páskaferð 13.- 16. apríl Innifalið: Flug, flugvallarskattur, gisting með morgunverði í 3 nætur og íslensk fararstjórn. * Aðeins 2 klst. flug í beinu leiguflugi með Loftleiðum Icelandic. Ekta kráarstemmning, freyðandi Guinnes og frábærar verslanir. Spáð er mildu og björtu veðri í Dublin um páskana. Beint leiguflug Allra sí ðustu sætin í páskaf erðir! Örfá sæ ti laus! Dublin Gistiheimili / Hótel á höfuðborgarsvæðinu óskast ! - Allt að 30 herbergi - Allar hugmyndir skoðaðar Upplýsingar gefur Gunnar hjá REMAX Heimili og Skip Sími: 4-200-800 Gsm: 844-0040 Gunnar Björn Sölufulltrúi Anna Linda Bjarnadóttir hdl.lögg.fasteignasali 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið KJÖRKASSINN Þekkirðu einhvern sem þú telur að eigi við spilafíkn að stríða? Já 46,1% Nei 53,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að sækja kirkju um páskana? Segðu þína skoðun á Vísir.is. UNGVERJALAND, AP Lítill hægri- flokkur, sem rétt svo fékk nægt fylgi til að fá úthlutað þingsætum í fyrri umferð þingkosninga í Ung- verjalandi á sunnudag, kann að hafa það í hendi sér hvort miðju- vinstristjórnin sem haldið hefur um stjórntaumana undanfarið kjörtímabil geri það einnig á því sem nú er að hefjast. Ungverski lýðræðisvettvang- urinn, MDF, hefur neitað að heita miðju-hægriflokknum Fidesz, for- ystuflokki núverandi stjórnarand- stöðu, stuðningi ef flokkarnir tveir skyldu geta myndað meirihluta eftir síðari umferð kosninganna. Þetta eykur líkurnar á að sósíalist- ar haldi völdum. Kjörstjórn greindi frá því í gær að sósíalistar og samstarfsflokk- urinn Bandalag frjálsra demó- krata hefðu samtals fengið 113 þingmenn kjörna í fyrri umferð- inni en Fidesz 97 og MDF tvo. Þar sem 174 þingsæti eru enn til skiptanna í síðari umferð kosn- inganna, sem fram fer 23. apríl, virðast úrslitin hvergi nærri ráðin enn. En þar sem forystumenn MDF hafa neitað að eiga samvinnu við Fidesz í síðari umferðinni, ólíkt sósíalistum og samstarfs- flokki þeirra, eykur það líkurnar á að miðju-vinstristjórnin haldi velli. Ibolya David, leiðtogi MDF, sagði að flokkur hennar vildi ekki aðstoða Viktor Orban, leiðtoga Fidesz, að komast aftur í forsætis- ráðherrastól. Það gerði hann á tímabilinu 1998-2002. - aa GYURCZANY FAGNAR Ferenc Gyurcsany forsætisráðherra (í miðju) fagnar úrslitun- um ásamt eiginkonunni Klöru Dobrev og flokksleiðtoganum Istvan Hiller í höfuð- stöðvum sósíalistaflokksins í Búdapest. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrri umferð þingkosninga í Ungverjalandi: Stjórnin virðist halda velli FÍKNIEFNI Lögreglan í Borgarnesi lagði hald á 228 kannabisplöntur á sveitabæ á Mýrum í Borgarbyggð um helgina. Einn maður var hand- tekinn og færður til yfirheyrslu. Honum var sleppt að þeim lokn- um. Málið telst upplýst. Theodór Þórðarson, varðstjóri í lögreglunni í Borgarnesi, segir vísbendingar um kannabisrækt- unina hafa borist lögreglu frá fólki sem leið átti fram hjá bænum. „Okkur bárust ábendingar um að það væri kannabisræktun á þess- um slóðum. Sem betur fer berast okkur oft ábendingar um fíkni- efnamál og í þetta skiptið leiddu þær til þess að við létum til skarar skríða.“ Auk kannabisplantnanna var lagt hald á þurrkuð kannabislauf og stöngla og ýmsan búnað til ræktunarinnar, svo sem lampa, hitagjafa, viftur og loftræstibún- að. Var ræktunin á ýmsum stigum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi þykir ljóst að hún hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Um helgina komu upp þrjú önnur smærri fíkniefnamál hjá lögreglunni í Borgarnesi sem tengjast ekki ræktunarmálinu. Þau eru öll að fullu upplýst. - mh Lögreglan í Borgarnesi lagði hald á mikið magn fíkniefna: 228 kannabisplöntur fundust PLÖNTURNAR SEM FUNDUST Hér sjást plönturnar sem lögreglan lagði hald á við húsleit á bæ í Borgarbyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/THEODÓR KJARAMÁL Vikulangt setuverkfall verður næsta skref í kjarabaráttu sérhæfðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum og hefst eftir sumardaginn fyrsta. Að setuverk- fallinu loknu munu fylgja fjölda- uppsagnir 1. maí ef kröfum um launajöfnuð við starfsmenn sveitar- félaganna verður ekki mætt. Þetta er niðurstaða baráttufund- ar sem haldinn var í gær til að und- irbúa næstu skref í kjarabaráttu sem hófst með sólarhrings setu- verkfalli í mars. Nýlokið er tveggja sólarhringa setuverkfalli þessa hóps sem nær til á annað þúsund starfsmanna á tíu stofnunum. Verk- fallið verður með sama sniði og fyrr og aðeins brýnustu þörfum vistmanna sinnt. Samninganefndir Samtaka fyr- irtækja í heilbrigðisþjónustu og Eflingar hittust einnig í gær og var því fagnað á starfsmannafundinum að samráð væri hafið á milli þeirra sem að kjarasamningum þeirra koma. Það var þó engan veginn talin næg ástæða til að hætta aðgerðum og voru sumir fundar- menn á því að fjöldauppsagnir væru besta vopnið og þeim ætti að beita strax. Á Alþingi í gær lýsti Siv Frið- leifsdóttir heilbrigðisráðherra miklum áhyggjum af deilunni og kvaðst vonast til að fulltrúar hjúkr- unarstofnana og Eflingar gætu leyst deiluna á fundum sínum á næstunni, þrátt fyrir að deilan væri mjög snúin. Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls- lynda flokknum, benti á að stjórn- völd hefðu ekki tekið mið af vand- anum þótt þeim hefði verið bent þráfaldlega á hann við gerð fjárlag- anna. Hann vísaði til álits minni- hluta fjárlaganefndar í desember og þar hefði beinlínis verið lögð fram tillaga um viðbótarfé en henni verið hafnað af stjórnvöldum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, Samfylkingunni, sagði frammi- stöðu ríkisstjórnarinnar vanvirð- ingu við aldraða og laun eitt þúsund kvenna með 100 til 120 þúsund krónur á mánuði væri þjóðar- skömm. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra lagði áherslu á að samninga- fundir væru hafnir; það hlyti að vera fyrsta skref. Hann sagði að erfitt hefði reynst að leiðrétta lægstu launin þar sem aðrir hópar hneigðust til að koma í kjölfar þeirra og gera aðrar eins kröfur. svavar@frettabladid.is /johannh@frettabladid.is Setuverkfall í viku er næsta aðgerð Starfsfólk boðar fjöldauppsagnir 1. maí ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Guð- jón A. Kristjánsson segir að ríkisstjórninni hafi þráfaldlega verið bent á vanda hjúkrunarheimila við fjárlagagerð en fellt tillögur til lausnar á vandanum. FRÁ BARÁTTUFUNDI Á annað hundrað konur mættu á fundinn í gær og baráttuandi þeirra duldist engum. Þær ætla að halda aðgerðum sínum áfram þangað til árangur næst. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SLYS Maður slasaðist á öxl þegar hann keyrði snjósleða sínum ofan í fjögurra metra djúpa sprungu norðan við Gæsafjöll í gær. Betur fór en á horfðist að sögn lögreglunnar á Húsavík þar sem ökumaður sleðans hafnaði á sprungubarminum og féll ekki með sleðanum niður í sprung- una. Tilkynnt var um slysið rétt um klukkan þrjú í gær og voru björgunarsveitarmenn á jeppa frá Húsavík og vélsleðum frá Aðaldal komnir á staðinn um hálf fimm. Komið var með hinn slas- aða á sjúkrahúsið á Húsavík á sjötta tímanum. - shá Slys norðan við Gæsafjöll: Ók vélsleða ofan í sprungu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.