Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 8
8 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR FÉLAGSBÚSTAÐIR Forráðamenn Félagsbústaða hf. hafa tekið ákvörðun um að selja allar íbúðirn- ar, tuttugu talsins, í tveimur stiga- húsum að Fannarfelli númer 2 og 4 í Efra-Breiðholti og kaupa jafn margar í öðrum hverfum borgar- innar. Salan er liður í því að jafna fjölda félagslegs leiguhúsnæðis í hverfum borgarinnar, að sögn Láru Þorsteinsdóttur fjárreiðustjóra Félagsbústaða. Félagsbústaðir hf. eiga í dag um 1.740 íbúðir víðs vegar um borgina en þar af eru flestar íbúðirnar í Efra-Breiðholti, pósthverfi 111, eða 20 prósent. Til samanburðar er þetta hlutfall í hverfunum 101, 104 og 105 12-13 prósent en í öðrum hverfum lægra, eða 10-12 prósent. Í Fellahverfi eru 196 félagslegar leiguíbúðir á tiltölulega litlu svæði en þær voru byggðar árið 1973 sem hluti af átaki Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar um fjölg- un félagslegra íbúða. Áætl- að er að íbúðirnar fari í sölu í sumar eða haust, að sögn Láru en þá hafa leigj- endur íbúðanna flutt í aðrar íbúðir á vegum Félagsbústaða. Ef vel tekst til er fyrirhugað að halda áfram á þessari braut á næstu árum. - jss FANNARFELL Samtals 20 íbúðir í tveim stigahúsum verða seldar á almennum markaði. Félagsbústaðir hf. dreifa félagslegu húsnæði um borgina: Selja 20 íbúðir í Fannarfelli VEISTU SVARIÐ 1 Starfsmannastjóri Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna sagði nýverið af sér. Hvað heitir hann? 2 Hver er forsætisráðherra Frakk-lands? 3 Hvaða íslenska fimleikakona vann til tveggja gullverðlauna á Norður- landameistaramótinu í fimleikum? SVÖR Á BLS. 46 fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 8.990 kr. Verð áður 10.990 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 18 24 03 /2 00 5 High Peak Sherpa 55+10 Góður göngupoki, stillanlegt bak og stækkanlegt aðalhólf. Einnig til 65+10 Fermingartilboð 9.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 FÆRI R ÞÉR HM Á VARNARMÁL „Þessi tímamót færa Ísland fjær Bandaríkjunum og nær Evrópu,“ sagði Halldór Ásgrímsson um þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að kalla Varnarliðið heim frá Íslandi. Hall- dór fjallaði um öryggis- og varn- armál í Háskóla Íslands í gær. Halldór sagði markmið íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum vera skýr og vísaði því á bug að stefnuleysi íslenskra stjórnvalda hefði slæm áhrif á við- ræðurnar við Bandaríkjamenn. „Ég tel að okkar stefna í öryggis- og varnarmálum eigi að vera sam- ofin stefnu Atlantshafsbandalags- ins, eins og hún hefur verið til þessa. Okkar framlag í Atlants- hafsbandalaginu hefur verið varn- arsamningurinn við Bandaríkin frá 1951. Við höfum skýrlega greint frá því að okkar stefna í öryggis- og varnarmálum sé sú sem haldið hefur verið á lofti innan Atlantshafsbandalagsins. Þannig verður það áfram.“ Halldór sagði íslensk stjórn- völd hafa gert kröfu um í viðræð- unum við bandarísk stjórnvöld að trúverðugar loftvarnir yrðu hér á landi áfram. „Það er nauðsynlegt að ratsjárstöðvarnar fjórar sem eru á svæði Varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll verði þar áfram. Þær gegna afar mikilvægu hlutverki í því að halda hér á landi uppi fullnægjandi loftvörnum.“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið nokkuð á óvart hversu stóryrtur Halldór var í garð bandarískra stjórnvalda en Halldór sagði að samskiptin milli Íslands og Bandaríkjanna hefðu skaðast var- anlega við einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brottflutn- ing Varnarliðsins seinna á þessu ári. „Halldór gerði vel grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var athyglisvert að Halldór skyldi segja að samskiptin milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda yrðu aldrei söm eftir það sem á undan er gengið. Halldór tók skýrt fram að þrátt fyrir ámælisverða fram- komu bandarískra stjórnvalda í okkar garð væri vilji fyrir því að hlusta á sjónarmið bandarískra stjórnvalda.“ Halldór sagði einnig að hann sæi fyrir sér aukið samstarf við Noreg. „Ég tel það líklegt að sam- starfið við Norðmenn, sérstaklega á sviði björgunar- og varnarmála, verði nánara í framtíðinni.“ magnush@frettabladid.is Ísland færist nær Evrópu Forsætisráðherra segir samskiptin milli bandarískra og íslenskra stjórnvalda hafa skaðast varanlega. Íslensk stjórnvöld gera kröfu um að hér á landi verði haldið uppi trúverðugum loftvörnum, segir Halldór. GEORGE W. BUSH Halldór lét stór orð falla um samskipti Bandaríkjanna og Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FJARSKIPTI Póst- og fjarskiptastofn- un hefur auglýst eftir umsóknum frá fyrirtækjum um heimild til að nota tíðnir fyrir háhraða aðgangs- net. Samkvæmt markmiðum fjar- skiptaáætlunar samgönguráð- herra, sem samþykkt var á Alþingi í fyrra, er gert ráð fyrir að allir landsmenn njóti háhraðatenging- ar fyrir lok ársins 2007. Er aðallega um að ræða byggð- ir sem ekki hafa til þessa notið ADSL-háhraðatengingar og gera má ráð fyrir að fámennustu byggð- ir falli utan áhugasviðs umræddra fyrirtækja. Mun Fjarskiptasjóður sinna uppbyggingu háhraðateng- ingar á þeim svæðum. - sdg Tíðniheimildir auglýstar: ADSL verði á öllu landinu HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór ræddi um öryggis- og varnarmál Íslands á fundi í Háskólanum í gær. Hann telur samskipti íslenskra og bandarískra stjórnvalda hafa skaðast varanlega.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.