Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 8
8 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
FÉLAGSBÚSTAÐIR Forráðamenn
Félagsbústaða hf. hafa tekið
ákvörðun um að selja allar íbúðirn-
ar, tuttugu talsins, í tveimur stiga-
húsum að Fannarfelli númer 2 og 4
í Efra-Breiðholti og kaupa jafn
margar í öðrum hverfum borgar-
innar.
Salan er liður í því að jafna
fjölda félagslegs leiguhúsnæðis í
hverfum borgarinnar, að sögn Láru
Þorsteinsdóttur fjárreiðustjóra
Félagsbústaða. Félagsbústaðir hf.
eiga í dag um 1.740 íbúðir víðs
vegar um borgina en þar af eru
flestar íbúðirnar í Efra-Breiðholti,
pósthverfi 111, eða 20 prósent. Til
samanburðar er þetta hlutfall í
hverfunum 101, 104 og 105 12-13
prósent en í öðrum hverfum lægra,
eða 10-12 prósent.
Í Fellahverfi eru 196 félagslegar
leiguíbúðir á tiltölulega litlu svæði
en þær voru byggðar árið 1973 sem
hluti af átaki Framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar um fjölg-
un félagslegra íbúða. Áætl-
að er að íbúðirnar fari í
sölu í sumar eða haust, að
sögn Láru en þá hafa leigj-
endur íbúðanna flutt í aðrar
íbúðir á vegum Félagsbústaða. Ef
vel tekst til er fyrirhugað að halda
áfram á þessari braut á næstu
árum. - jss
FANNARFELL Samtals 20 íbúðir í
tveim stigahúsum verða seldar á
almennum markaði.
Félagsbústaðir hf. dreifa félagslegu húsnæði um borgina:
Selja 20 íbúðir í Fannarfelli
VEISTU SVARIÐ
1 Starfsmannastjóri Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna sagði
nýverið af sér. Hvað heitir hann?
2 Hver er forsætisráðherra Frakk-lands?
3 Hvaða íslenska fimleikakona vann til tveggja gullverðlauna á Norður-
landameistaramótinu í fimleikum?
SVÖR Á BLS. 46
fermingargjöf
Flott hugmynd að
Fermingartilboð
8.990 kr.
Verð áður 10.990 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
3
18
24
03
/2
00
5
High Peak Sherpa
55+10
Góður göngupoki, stillanlegt
bak og stækkanlegt aðalhólf.
Einnig til 65+10
Fermingartilboð 9.990 kr.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
FÆRI R ÞÉR HM Á
VARNARMÁL „Þessi tímamót færa
Ísland fjær Bandaríkjunum og
nær Evrópu,“ sagði Halldór
Ásgrímsson um þá ákvörðun
bandarískra stjórnvalda að kalla
Varnarliðið heim frá Íslandi. Hall-
dór fjallaði um öryggis- og varn-
armál í Háskóla Íslands í gær.
Halldór sagði markmið
íslenskra stjórnvalda í öryggis- og
varnarmálum vera skýr og vísaði
því á bug að stefnuleysi íslenskra
stjórnvalda hefði slæm áhrif á við-
ræðurnar við Bandaríkjamenn.
„Ég tel að okkar stefna í öryggis-
og varnarmálum eigi að vera sam-
ofin stefnu Atlantshafsbandalags-
ins, eins og hún hefur verið til
þessa. Okkar framlag í Atlants-
hafsbandalaginu hefur verið varn-
arsamningurinn við Bandaríkin
frá 1951. Við höfum skýrlega
greint frá því að okkar stefna í
öryggis- og varnarmálum sé sú
sem haldið hefur verið á lofti
innan Atlantshafsbandalagsins.
Þannig verður það áfram.“
Halldór sagði íslensk stjórn-
völd hafa gert kröfu um í viðræð-
unum við bandarísk stjórnvöld að
trúverðugar loftvarnir yrðu hér á
landi áfram. „Það er nauðsynlegt
að ratsjárstöðvarnar fjórar sem
eru á svæði Varnarliðsins við
Keflavíkurflugvöll verði þar
áfram. Þær gegna afar mikilvægu
hlutverki í því að halda hér á landi
uppi fullnægjandi loftvörnum.“
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, segir það hafa komið
nokkuð á óvart hversu stóryrtur
Halldór var í garð bandarískra
stjórnvalda en Halldór sagði
að samskiptin milli Íslands og
Bandaríkjanna hefðu skaðast var-
anlega við einhliða ákvörðun
Bandaríkjamanna um brottflutn-
ing Varnarliðsins seinna á þessu
ári. „Halldór gerði vel grein fyrir
stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var
athyglisvert að Halldór skyldi
segja að samskiptin milli íslenskra
og bandarískra stjórnvalda yrðu
aldrei söm eftir það sem á undan
er gengið. Halldór tók skýrt fram
að þrátt fyrir ámælisverða fram-
komu bandarískra stjórnvalda í
okkar garð væri vilji fyrir því að
hlusta á sjónarmið bandarískra
stjórnvalda.“
Halldór sagði einnig að hann
sæi fyrir sér aukið samstarf við
Noreg. „Ég tel það líklegt að sam-
starfið við Norðmenn, sérstaklega
á sviði björgunar- og varnarmála,
verði nánara í framtíðinni.“
magnush@frettabladid.is
Ísland færist
nær Evrópu
Forsætisráðherra segir samskiptin milli bandarískra
og íslenskra stjórnvalda hafa skaðast varanlega.
Íslensk stjórnvöld gera kröfu um að hér á landi verði
haldið uppi trúverðugum loftvörnum, segir Halldór.
GEORGE W. BUSH Halldór lét stór orð falla
um samskipti Bandaríkjanna og Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FJARSKIPTI Póst- og fjarskiptastofn-
un hefur auglýst eftir umsóknum
frá fyrirtækjum um heimild til að
nota tíðnir fyrir háhraða aðgangs-
net. Samkvæmt markmiðum fjar-
skiptaáætlunar samgönguráð-
herra, sem samþykkt var á Alþingi
í fyrra, er gert ráð fyrir að allir
landsmenn njóti háhraðatenging-
ar fyrir lok ársins 2007.
Er aðallega um að ræða byggð-
ir sem ekki hafa til þessa notið
ADSL-háhraðatengingar og gera
má ráð fyrir að fámennustu byggð-
ir falli utan áhugasviðs umræddra
fyrirtækja. Mun Fjarskiptasjóður
sinna uppbyggingu háhraðateng-
ingar á þeim svæðum. - sdg
Tíðniheimildir auglýstar:
ADSL verði á
öllu landinu
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór ræddi um
öryggis- og varnarmál Íslands á fundi í
Háskólanum í gær. Hann telur samskipti
íslenskra og bandarískra stjórnvalda hafa
skaðast varanlega.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR