Fréttablaðið - 11.04.2006, Síða 18
11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
FRÉTTASKÝRING
SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR
smk@frettabladid.is
Svona erum við
> Meðalfjöldi kvenna í fangelsum 1998 til 2004.
Heimild: Hagstofa Íslands
Spilafíkn hefur verið mikið í umræðunni á
Íslandi að undanförnu. Minningarorð Gunnars
Sigurjónssonar, sóknarprests í Digraneskirkju
í Kópavogi, þegar ungur maður var borinn til
grafar eftir að hafa svipt sig lífi vegna þessa
vágests vöktu mikla athygli og þar hvatti hann
til umræðu í samfélaginu sem hugsanlega gæti
orðið öðrum til hjálpar.
Hvað er spilafíkn?
Margir Íslendingar taka þátt í happdrættum,
kaupa lottó, tippa á úrslit íþróttaleikja, spila
bingó, setja peninga í spilakassa eða stunda
fjárhættuspil. Þessir leikir heita einu nafni
veðleikir. Flest fólk hefur gaman af veðleikjum
og finnst þeir spennandi enda ber það ekki
skaða af þeim. Aðrir eru þannig gerðir að þeir
hafa ekki stjórn á spilamennsku sinni, þeir eru
kallaðir spilafíklar.
Spilafíkn er sjúkdómur sem ágerist með
tímanum. Spilafíkn getur valdið stórkostlegum
andlegum, fjárhagslegum og samfélagslegum
vandamálum.
Það er skoðun meðferð-
araðila um allan heim að
spilafíklar geti náð mjög
góðum bata.
Spilafíkn er vandamál
af tilfinningalegum toga
sem hefur fjárhagslegar
afleiðingar. Þótt allar
skuldir spilafíkils séu
greiddar fyrir hann, verður
hann eftir sem áður
spilafíkill. Hið raunveru-
lega vandamál er að hann
hefur óstjórnlega löngun
til að spila upp á peninga.
Valda peningaspil spilafíkn?
Það er algengur misskilningur að spilakassar,
happdrættisvélar eða fjárhættuspil valdi spilaf-
íkn. Orsök spilafíknar er skortur á getu
einstaklings til að hafa hemil á spilahegð-
un sinni. Talið er að fíkn geti að hluta til
stafað af erfðum, úrræðaleysi gagnvart
gráma hversdagsins og jafnvel uppeldi.
Spilafíklar hafa óendanleg tækifæri
til að taka þátt í fjárhættuspilum og
happdrættum af ýmsu tagi. Reynsla
fjölmargra spilafíkla sýnir svo að ekki
verður um villst að auðvelt er að tapa
miklu fé í verðbréfaviðskiptum. Veð-
leikir gera menn ekki að spilafíklum,
ekki frekar en áfengi geri menn að
alkóhólistum eða hnífur geri mann
að morðingja.
Heimild: spilafikn.is
FBL-GREINING: SPILAFÍKN
Tilfinningalegt vandamál
2 5 5Fj
öl
di
k
ve
nn
a
5
1998 2000 2002 2004
George W. Bush Banda-
ríkjaforseti og ríkisstjórn
hans virðast alveg hafa
gleymt að sinna Rómönsku-
Ameríku á seinustu árum,
og gæti þessi yfirsjón
þeirra valdið Bandaríkjun-
um miklum vandræðum.
Útgönguspár kosninganna í
Perú benda til þess að halda
verði seinni umferð kosninga
þar í landi, þar sem kosið yrði
milli herforingjans Ollenta Hum-
ala og þeim mótframbjóðanda sem
næstur honum kemur. Vinni Hum-
ala, verður hann enn einn leið-
toginn í Rómönsku-Ameríku sem
er yfirlýstur andstæðingur George
W. Bush og Bandaríkjastjórnar.
Bush virðist hafa látið þróun-
ina í þessum heimshluta fram hjá
sér fara.
Þó hann hafi hafið starf sitt
sem forseti Bandaríkjanna með
þeim orðum að samskipti
Bandaríkjanna við Rómönsku-
Ameríku sætu í fyrirrúmi, þá
virðast stríðin í Írak og Afgan-
istan hafa tekið allan hans
tíma og athygli, og á síðustu sex
árunum hefur hvert landið á
fætur öðru í Rómönsku-Ameríku
kosið sér vinstrisinnaða ríkis-
stjórn og þjóðarleiðtoga.
Sívaxandi andstaða
Í tæp 200 ár hafa langflestir for-
setar Bandaríkjanna sagt Róm-
önsku-Ameríku vera í forgangi,
líkt og Bush gerði, og á 20. öldinni
átti Bandaríkjastjórn þátt í falli
fjörutíu ríkisstjórna í Rómönsku-
Ameríku.
Gavin Esler, fréttamaður
breska ríkisútvarpsins BBC sem
sinnt hefur suður-amerískum
fréttum áratugum saman, hefur
hafið þáttaröð um þessi mál sem
ber yfirskriftina „Hvernig Banda-
ríkin „töpuðu“ Rómönsku-Amer-
íku.“ Esler bendir á að undanfarið
hefur hvert rómansk-ameríska
landið á fætur öðru orðið sífellt
vinstrisinnaðra, en í þessari álfu
er bilið milli ríkra og fátækra
breiðara en annars staðar í heim-
inum.
Þar með hefur Bush, á örfáum
árum, tapað stuðningi þessara
landa.
Þeir sem fylgjast með fréttum
frá Venesúela og Níkaragva í
norðri og Perú og Bólivíu í suðri,
sem og í Mexíkó, Argentínu og
Brasilíu, komast endanlega á þá
skoðun að andstaða við Bandarík-
in ríkir frá landamærum Texas og
allt til suðurheimskautsins, að
sögn Eslers.
Og þessi andstaða fer sívax-
andi.
Rauður þráður
Liti maður á landakort af Róm-
önsku-Ameríku með rauðum lit
eftir stefnu ríkisstjórna landanna
og afstöðu þeirra til Bandaríkj-
anna, þá sést vel hversu rauði lit-
urinn er áberandi.
Kúba yrði auðvitað eldrauð, að
sögn Eslers, sem og Venesúela og
Bólivía, en best þróuðu lönd álf-
unnar, Brasilía, Chile og Argent-
ína, yrðu öll í mismunandi bleik-
um litum. Sigri Humala, yrði Perú
jafnframt eldrautt og líklegt þykir
að úrslit yfirvofandi kosninga í
Mexíkó og Níkaragva verði til
þess að lita megi þau lönd rauð.
Leiðtogarnir eru jafnframt
afar litríkir í fleiri en einum skiln-
ingi.
Fidel Castró, leiðtogi Kúbu, er
sennilega einna best þekktur
meðal þessara leiðtoga sem opin-
berlega lýsa yfir andstöðu sinni
við Bandaríkin. En þeim fer fjölg-
andi sem skipa má í röð með
Castró og ekki væri úr vegi fyrir
Bush og stuðningsmenn hans að
huga frekar að nokkrum öðrum
leiðtogum álfunnar.
Hugo Chavez, forseti Venesú-
ela, hefur verið ákaflega opinskár
um skoðanir sínar á Bandaríkjun-
um, og hefur sagt Hitler vera
„pelabarn“ við hlið Bush, sem
hann segir vera heimsvaldasinn-
aðan fasista sem hikar ekki við
þjóðarmorð til að ná sínum tak-
mörkum.
Evo Morales er fyrsti forseti
Bólivíu af indjánaættum, og er
hann afar opinskár um fyrirætlan-
ir sínar um að bæta hag hinna
fátæku, skattleggja hina ríku og
minnka þar með hið gríðarbreiða
bil milli fátækustu og ríkustu
þegnanna.
Þegar rúmur helmingur
atkvæða hafði verið talinn í Perú í
gærmorgun, hélt Humala forystu
með 27,8 prósentum atkvæða, og
tveir helstu mótframbjóðendur
hans voru með 26,3 og 25,6 pró-
sent svo ljóst þótti að seinni
umferð kosninganna, þar sem
kosið verður á milli efstu tveggja
frambjóðendanna, verði haldnar í
maí. Líkurnar á því að Humala
sigri eru töluverðar, en hann nýtur
stuðnings fátækustu þegna lands-
ins enda hefur hann lofað að
minnka bilið milli ríkra og
fátækra, að enda „fasistaeinræði
hinna ríku“ sem hann segir hafa
rænt Perú öllu lýðræði, og að
skattleggja harðlega fjölþjóðafyr-
irtæki sem hagnast af námugreftri
í Perú.
Í Níkaragva þykir líklegt að
Daniel Ortega bjóði sig fram til
næstu forsetakosninga, en hann
er fyrrverandi byltingarsinni
Sandinista sem leyniþjónusta
Bandaríkjanna reyndi á sínum
tíma að losna við og kom faðir
Bush forseta, George Bush eldri,
mikið að þeim málum undir stjórn
Ronalds Reagan. Þá gáfu Banda-
ríkin fé til skæruliða í Níkaragva
sem bandaríska leyniþjónustan
hafði þjálfað, að sögn Eslers, en
þeir skæruliðar urðu til þess að
Sandinistastjórnin féll. Sigri
Ortega nú, verður það því óneit-
anlega skammarlegur löðrungur
fyrir Bush-feðgana.
Litrík álfa
Rómanska-Ameríka hefur verið í
gífurlegri uppsveiflu undanfarið.
Í flestum löndum öðrum en Kúbu
og Haítí hefur lýðræði blómstrað
og hafa kjósendur losað sig við
ríkisstjórnir og kosið nýjar inn.
Þegnar margra landanna, þar með
talið Perú, hafa það betra fjár-
hagslega nú en nokkurn tímann
áður.
Auk þess dafnar menningin í
álfunni. Ný kynslóð rithöfunda
hefur verið að skipa sér sess, og
margt nýtt og skemmtilegt er að
gerast bæði í tónlist og kvikmynd-
um.
Síðast en ekki síst, blómstrar
lífið og vonin í hjörtum íbúa Róm-
önsku-Ameríku.
Tapaður bakhjarl Bandaríkjanna
DANIEL ORTEGA
Líklegur forsetaframbjóðandi Níkaragva.
HUGO CHAVEZ Forseti Venesúela.EVO MORALES Forseti Bólivíu.
GEORGE W. BUSH
Bandaríkjaforseti.
OLLANTA HUMALA
Forsetaframbjóðandi Perú.
Margir vilja
á listann
Tillaga að nýju aðal-
skipulagi á Akureyri er
í lögbundnu athuga-
semda- og umsagnar-
ferli. Nokkur atriði í til-
lögunni þykja umdeild
og Ragnar Sverrisson
íhugar að bjóða fram
lista í komandi sveitar-
stjórnarkosningum.
Hvað er það sem þú
ert helst óánægður
með? Ég vil halda þeim möguleika
opnum að á íþróttavallarsvæðinu við
miðbæinn geti risið blönduð byggð
með verslunum, þjónustufyrirtækj-
um, opnum svæðum ásamt íbúðar-
húsnæði. Eins er ég ósáttur við að
Dalsbraut skuli tekin út úr skipulaginu
og svo er með öllu óforsvaranlegt að
ekki sé hægt að fá einbýlishúsalóð í
bæjarfélaginu.
Hvenær skýrist hvort listinn komi
fram? Ég hef sent formanni kjörstjórn-
ar á Akureyri formlegt erindi og óskað
eftir listabókstafnum A og er núna að
safna meðmælendum.
Hvernig listinn verður skipaður? Það
hafa margir komið að máli við mig og
lýst yfir áhuga og sjálfur verð ég þar
á meðal. Ég gef ekki upp nein önnur
nöfn en fullyrði að listinn verður mjög
sterkur ef af verður.
SPURT & SVARAÐ
NÝTT FRAMBOÐ Á AKUREYRI
RAGNAR
SVERRISSON
Kaupmaður í
JMJ á Akureyri.
5.hver
vinnur!
Þú sendir
SMS skeyt
ið BT FBT
á númerið
1900
Þú færð sp
urningu.
Þú svarar m
eð því að
senda SMS
skeytið
BT A, B eð
a C á
númerið 19
00.
+DVD pakki
67. 588119. 988215. 988
Dregin út
28.apríl
Dregin út
21.apríl D
regin út
12.apríl 0kr0kr0kr
S
M
S
LE
IK
UR
!
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum
Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu.