Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 26
[ ]Græðgi á ekki við um páskana. Það er í góðu lagi að fá sér páskaegg, en það er of mikið af því góða að fá sér þrjú stykki. Í World Class í Laugum er boð- ið upp á sérstaka líkamsrækt- artíma sem hafa verið mjög vinsælir en það eru danstímar. Unnur Pálmarsdóttir líkams- ræktarþjálfari sér um tímana og segir að þar sé fólk á öllum aldri og allir skemmti sér vel. Tímarnir sem Unnur kennir heita Dirty Dancing og eru á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum klukkan hálf sjö. Hún byrjaði með tímana síðasta haust og upphaf- lega voru þeir einu sinni í viku en vegna mikillar þátttöku var þeim fjölgað í þrjá á viku. „Í tímunum blanda ég saman salsa og djass- ballet en ég kenndi þetta fyrst úti í Bretlandi fyrir fimm árum og hef verið að þróa þetta síðan,“ segir Unnur. Danstímarnir hjá Unni hafa verið mjög vinsæl líkamsrækt í skammdeginu. „Við erum að vinna í svo mikilli streitu og það er kalt úti þannig að ég nota mjög mikið svona góða suður-ameríska tónlist og fólk verður einhvern veginn svo ánægt og sleppir sér bara. Ég hef tímana líka svolítið mismun- andi eftir því hvernig hópurinn er stemmdur og ef hópurinn er í miklu stuði og ég sé að hann langar til þess að prófa eitthvað nýtt þá tek ég kannski einn tíma í hiphop og fönk. Mér finnst mjög skemmti- legt að kenna þessa tíma og geta fengið að gera það sem mér dettur í hug því hópurinn er mjög jákvæð- ur og opinn fyrir öllu.“ Danstímarnir eru opnir og henta öllum aldurshópum. „Ég er með fólk alveg frá sautján ára og upp í sextugt svo það er mikil fjöl- breytni í hópnum og kjarninn er orðinn fínn og er fljótur að læra ný spor. Ég legg samt mesta áherslu á að fólk skemmti sér vel og sporin séu ekki of erfið svo að nýtt fólk eigi auðvelt með að koma inn og þeir sem koma aftur og aftur verði alltaf betri og betri.“ Á föstudögum hefur Unnur stundum verið með þematíma og meðal annars diskóþema sem hefur alveg slegið í gegn. „Í diskó- tímunum tökum við svona „Satur- day Night Fever“ og sumir eru með svitabönd eða eitthvað svona hallærislegt og við skemmtum okkur bara alveg rosalega vel,“ segir hún. emilia@frettabladid.is Dansað í skammdeginu Suðræn sveifla er hressandi í skammdeginu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Í danstímunum er mikið fjör. Á föstudögum eru stundum þematímar þar sem til dæmis er tekið fyrir diskótímabilið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Unnur skemmtir sér vel við kennsluna. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL STÆRSTA HEILSUVÖRUVERSLUN Á LANDSBYGGÐINNI Póstsendum um land allt Glerártorg Akureyri S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet.is/heilsuhorn Holla saltið Seltin inniheldur helmingi minna natríumklóríð Seltin bragðast eins og venjulegt salt Seltin inniheldur mikilvæg steinefni Seltin stuðlar að meiri hollustu og heilbrigði Seltin er hollara en venjulegt salt Seltin inniheldur helmingi minna natríumklóríð Seltin bragðast eins og venjulegt salt Seltin inniheldur mikilvæg steinefni Seltin stuðlar að meiri hollustu og heilbrigði E in n t v e ir o g þ r ír 3 6 0 .0 59 Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Hreinsiprógram fyrir líkamann Vaðgelmir fyrir ristilinn - Suttungamjöður fyrir blóðið - Þaraduft fyrir líkamann vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.