Fréttablaðið - 11.04.2006, Side 29

Fréttablaðið - 11.04.2006, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 11. apríl 2006 5 Hávær tónlist skaddar heyrn eins unglings af hverjum fimm varanlega. Eyrun geta þolað ansi mikinn hávaða en aðeins í mjög stuttan tíma í einu. Því meiri hávaði þeim mun styttri tími. Fjöldi unglinga sem skaddast varanlegan á heyrn vegna háværrar tónlistar hefur þrefaldast frá árinu 1980, samkvæmt frétt á heilsuvef BBC-fréttastofunnar. Á skemmtistöðum nær styrkur tónlistarinnar sem spiluð er oft 110 desíbelum. Heyrnin þolir ekki nema klukkutíma í 100 desíbelum áður en hún byrjar að skadd- ast. Á skemmtistöðum er oft erfitt að komast frá tónlist- inni sem þar er leikin og er því ungt fólk oft lengi í mikl- um hávaða. Margir fá suð fyrir eyrun eftir að þeir yfirgefa staðinn og er það merki um að tónlistin hafi verið of hátt stillt. Fólk verður oft fyrir tímabundnum skaða á eyrum eftir að hafa hlustað á háværa tónlist en skaðinn gengur þó oftast til baka á einum til tveimur dögum. Það þarf þó að hvíla eyrun í sextán klukkutíma eftir að hafa verið í tvo tíma í 100 desíbela hávaða til að koma í veg fyrir var- anlegan skaða á heyrninni. Nokkrum ráðum er hægt að fylgja til að koma í veg fyrir óbætanlegan heyrnaskaða vegna of mikils hávaða í langan tíma. Hægt er að nota eyrnatappa til að deyfa hávaðann, taka reglulega hvíld frá hávaðanum, eða um tíu mínútur fyrir hvern klukkutíma, taka lengri hvíldar- tíma eftir langvarandi og mikinn hávaða, halda sig eins fjarri og unnt er frá uppsprettu hávaðans og reyna að hafa nokkra hávaðalausa daga. Þótt aðeins einni ráðlegg- ingunni hér að ofan sé fylgt hefur það strax mikil vernd- andi áhrif á heyrnina. www.bbc.co.uk/health Hávær tónlist skaðar heyrn fimmta hvers unglings Tónlist á skemmtistöðum nær oft 110 desíbelum. Nýjar rannsóknir sýna að börn- um sem hafa spennusækinn persónuleika er hættara við að þróa með sér ofvirkni. Börnum sem sýna merki um árás- argirni og skapsveiflur er hættara við að þróa með sér ofvirkni (ADHD) heldur en öðrum börnum. Þessu halda sálfræðiprófessorar við Ríkisháskólann í Flórída fram í nýlegri rannsókn. Niðurstöðurnar sýndu að börn með ofvirkni og/eða hegðunarerfið- leika höfðu mun fleiri neikvæðar tilfinningar eins og reiði, spennu og einmanaleika. Einnig höfðu þessi börn sterkari tilhneigingu til að brjóta lög og reglur og taka þátt í glæfralegum athöfnum. Börn sem greindust með bæði ADHD og hegðunarröskun greind- ust langoftast með spennusækinn persónuleika. Rannsóknin birtist í Journal of Child Psychology & Psychiatry. Frétt fengin af www.persona.is. Ofvirk börn vilja spennu Ný rannsókn sýnir að ofvirk börn hafa ríkari tilhneigingu til að brjóta lög og sækja í mikla spennu. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Heitustu vörurnar Verslun Vítamin.is - Ármúla 32 s. 544 8000 • Opið mán-fös 10-18 & laug 11-15 Verslun Vítamin.is - Gránufélagsgötu 4 (JMJ Húsi) s. 466 2100. Opið mán-fös 16-18.30 & laug 11-13.����������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.