Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 11. apríl 2006 5 Hávær tónlist skaddar heyrn eins unglings af hverjum fimm varanlega. Eyrun geta þolað ansi mikinn hávaða en aðeins í mjög stuttan tíma í einu. Því meiri hávaði þeim mun styttri tími. Fjöldi unglinga sem skaddast varanlegan á heyrn vegna háværrar tónlistar hefur þrefaldast frá árinu 1980, samkvæmt frétt á heilsuvef BBC-fréttastofunnar. Á skemmtistöðum nær styrkur tónlistarinnar sem spiluð er oft 110 desíbelum. Heyrnin þolir ekki nema klukkutíma í 100 desíbelum áður en hún byrjar að skadd- ast. Á skemmtistöðum er oft erfitt að komast frá tónlist- inni sem þar er leikin og er því ungt fólk oft lengi í mikl- um hávaða. Margir fá suð fyrir eyrun eftir að þeir yfirgefa staðinn og er það merki um að tónlistin hafi verið of hátt stillt. Fólk verður oft fyrir tímabundnum skaða á eyrum eftir að hafa hlustað á háværa tónlist en skaðinn gengur þó oftast til baka á einum til tveimur dögum. Það þarf þó að hvíla eyrun í sextán klukkutíma eftir að hafa verið í tvo tíma í 100 desíbela hávaða til að koma í veg fyrir var- anlegan skaða á heyrninni. Nokkrum ráðum er hægt að fylgja til að koma í veg fyrir óbætanlegan heyrnaskaða vegna of mikils hávaða í langan tíma. Hægt er að nota eyrnatappa til að deyfa hávaðann, taka reglulega hvíld frá hávaðanum, eða um tíu mínútur fyrir hvern klukkutíma, taka lengri hvíldar- tíma eftir langvarandi og mikinn hávaða, halda sig eins fjarri og unnt er frá uppsprettu hávaðans og reyna að hafa nokkra hávaðalausa daga. Þótt aðeins einni ráðlegg- ingunni hér að ofan sé fylgt hefur það strax mikil vernd- andi áhrif á heyrnina. www.bbc.co.uk/health Hávær tónlist skaðar heyrn fimmta hvers unglings Tónlist á skemmtistöðum nær oft 110 desíbelum. Nýjar rannsóknir sýna að börn- um sem hafa spennusækinn persónuleika er hættara við að þróa með sér ofvirkni. Börnum sem sýna merki um árás- argirni og skapsveiflur er hættara við að þróa með sér ofvirkni (ADHD) heldur en öðrum börnum. Þessu halda sálfræðiprófessorar við Ríkisháskólann í Flórída fram í nýlegri rannsókn. Niðurstöðurnar sýndu að börn með ofvirkni og/eða hegðunarerfið- leika höfðu mun fleiri neikvæðar tilfinningar eins og reiði, spennu og einmanaleika. Einnig höfðu þessi börn sterkari tilhneigingu til að brjóta lög og reglur og taka þátt í glæfralegum athöfnum. Börn sem greindust með bæði ADHD og hegðunarröskun greind- ust langoftast með spennusækinn persónuleika. Rannsóknin birtist í Journal of Child Psychology & Psychiatry. Frétt fengin af www.persona.is. Ofvirk börn vilja spennu Ný rannsókn sýnir að ofvirk börn hafa ríkari tilhneigingu til að brjóta lög og sækja í mikla spennu. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Heitustu vörurnar Verslun Vítamin.is - Ármúla 32 s. 544 8000 • Opið mán-fös 10-18 & laug 11-15 Verslun Vítamin.is - Gránufélagsgötu 4 (JMJ Húsi) s. 466 2100. Opið mán-fös 16-18.30 & laug 11-13.����������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.