Fréttablaðið - 11.04.2006, Side 41

Fréttablaðið - 11.04.2006, Side 41
ÞRIÐJUDAGUR 11. apríl 2006 25 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.721 -0,55% Fjöldi viðskipta: 197 Velta: 1.061 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 59,50 -1,00% ... Alfesca 3,95 +0,00%... Atorka 5,75 -0,86% ... Bakkavör 50,30 -0,20% ... Dagsbrún 6,63 -0,60% ... FL Group 21,80 -0,46% ... Flaga 3,27 +1,87% ... Glitnir 17,40 -0,57% ... KB banki 779,00 -0,13% ... Kögun 74,70 +0,40% ... Landsbankinn 23,50 -0,84% ... Marel 74,20 -0,14% ... Mosaic Fashions 17,70 -1,67% ... Straumur-Burðarás 17,20 -1,15% ... Össur 111,50 -0,45% *KLUKKAN 14.00 Í gær. MESTA HÆKKUN Fiskmarkaður Breiðafjarðar +6,06% Vinnslustöðin +2,38% Flaga +1,87% MESTA LÆKKUN Mosaic -1,67% Straumur-Burðarás -1,15% Actavis -1,00% Umsjón: nánar á visir.is Marel hefur fest kaup á AEW Thur- ne og Delford Sortaweigh fyrir um 1,7 milljarða króna af AEW Delford Group. Félögin framleiða meðal annars háhraða skurðarvélar, tæki til gátvigtunar og verðmerkingar og róbóta til pökkunar matvæla. Kaupin eru í samræmi við stefnu Marels að verða leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu á hátækni- búnaði fyrir matvælaiðnaði og fell- ur núverandi vöruframboð bresku félaganna vel að framleiðslu Mar- els. Velta AEW og Delford nam 3,4 milljörðum króna á síðasta ári og var leiðréttur rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) um 250 milljónir króna. Marel tilkynnti fyrir síðustu helgi að félagið hefði gefið út skuldabréf fyrir sex milljarða króna og fjármagnar kaupin með eigin fé og hluta af andvirði bréf- anna. Helstu markaðssvæði bresku félaganna eru í Bretlandi, Banda- ríkjunum, Hollandi og Frakklandi. - eþa Marel færir út kvíarnar í Bretlandi Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, hefur keypt bresku ferðaskrifstofuna Kosmar Villa Holidays, sem er fremsta breska ferðaskrifstofan í ferðalögum til Grikklands. Excel Airways Group á fyrir fimm ferðaskrifstofur. Ferðaskrifstofan kemur inn í samstæðu Avion Group í maí. Kaupverð er trúnaðarmál en kaup- in eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Velta ferðaskrifstofunnar nam 10,3 milljörðum íslenskra króna í fyrra. Búist er við að með kaupunum verði Excel Airways Group 5. eða 6. stærsta félagið í sölu pakkaferða í Bretlandi. - jab Excel kaupir Kosmar FLUGVÉLAR FRÁ EXCEL AIRWAYS Dóttur- félag Avion Group hefur keypt fremstu ferðaskrifstofu í Bretlandi sem skipuleggur ferðir til Grikklands. HÖRÐUR ARNARSON, FORSTJÓRI MARELS Marel hefur keypt tvö bresk fyrirtæki sem fram- leiða tæknibúnað fyrir matvælaiðnaðinn. FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 3.4.2006 Hreinn Jakobsson var látinn hætta sem for- stjóri eftir að hafa tekið afstöðu í átökum um eignarhald á Kögun, móðurfélagi Skýrr. Hreinn vildi fá Símann inn í eigendahópinn, en á endanum kom inn Dagsbrún. Hreinn Jakobsson var rekinn úr starfi forstjóra Skýrr hf., dóttur- fyrirtækis Kögunar hf. síðdegis síðasta föstudag. Hreinn hefur stýrt fyrirtækinu frá því í septemb- er 1997, eða í tæp níu ár. Ekki hefur enn verið ráðinn eftirmaður í starf hans, en þar til verður Örn Karls- son starfandi stjórnarformaður. Örn segir hafa legið fyrir á þriðjudaginn í síðustu viku að Hreinn myndi hætta, en í framhald- inu hafi ekki náðst saman um starfslok hans. „Til að höggva á hnútinn afhenti ég honum uppsagn- arbréf,“ segir hann og kveður þann tíma tekinn sem þarf til að finna eftirmann Hreins. „En hann setti sig í dálítið erfiða aðstöðu, sem er synd, því Hreinn er frábær rekstr- armaður og góður liðsmaður.“ Hreinn rekur ástæðu starfslok- anna fyrst og fremst til þess að hann hafi viljað sjá Símann koma inn sem kjölfestufjárfesti í Kögun og ekki farið leynt með þá skoðun. Hann segir Símann hafa verið mjög áhugaverðan kost fyrir Skýrr, enda hafi fyrirtækin verið í miklu sam- starfi og Síminn aukið viðskipti sín við Skýrr. Undir lok síðasta mánaðar seldu stjórendur Kögunar og Straumur- Burðarás fjárfestingarbanki hins vegar Dagsbrún meirihluta í félag- inu eftir að Síminn, sem átti 39 pró- sent í félaginu, hafði hafnað hug- myndum um yfirtöku. „Ég held að stjórnendur Kögunar hafi fyrst og fremst verið að hugsa um bréfin sín, en ekki langtímahagsmuni félagsins, þegar þeir tóku afstöðu með Straumi. Ég skildi ekki af hverju mönnum fannst ekki áhuga- vert að fá Símann þarna inn, enda ljóst að Kögun yrði ekki í eigu fjár- málafyrirtækja til lengri tíma, þau myndu losa sig út og kjölfestufjár- festir kæmi inn,“ segir Hreinn og bendir á að yfirtöku Kögunar á Opnum kerfum hafi borið að með sambærilegum hætti og þegar Sím- inn keypti sig inn í Kögun, auk þess sem Síminn eigi viðskipti við Kögun og dótturfélög fyrir hátt í milljarð króna á ári. Hreinn segir starfslokin svo sem ekki koma á óvart, en telur að farsælla hefði verið að gera sam- komulag um þau, en í þeim efnum verður stuðst við ákvæði í ráðning- arsamningi hans. Hreinn segir óráðið hvað hann tekur sér fyrir hendur í framhaldinu, en segir hug sinn vissulega standa til þess að vinna áfram í upplýsingatækni- geiranum. olikr@frettabladid.is HREINN JAKOBSSON Hreinn fékk afhent uppsagnarbréf síðdegis síðasta föstudag. Forstjóri Skýrr var rekinn á föstudag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.