Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 50
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR Sænski hagfræðingurinn Camilla Läckberg byrjaði snemma að skrifa sakamálasögur en sneri sér alfarið að skriftum eftir að fyrsta skáldsaga hennar, spennusagan Ísprinsessan, hlaut lof gagnrýn- enda í heimalandi hennar. Läck- berg hefur skrifað fjórar bækur á undanförnum fimm árum og hafa þær allar fengið frábærar viðtök- ur en nú er fyrsta bókin í seríunni komin út í kilju hjá Ara útgáfu í þýðingu Önnu Ragnhildar Ingólfs- dóttur. Aðalpersónur bókanna eru Patr- ik Hedström lögreglumaður og rit- höfundurinn Erica Falck sem glíma við lausn erfiðra sakamála og dramatískt einkalíf eins og margir kollegar þeirra en í fyrstu bókinni leysa þau dul- arfullt mál tengt dauðsfalli konu sem finnst látin í bað- kari. Sænska ríkissjónvarpið hefur keypt kvikmynda- réttinn af fyrstu tveimur bókum Läckbergs og hyggst gera eftir þeim sjónvarpsþætti og munu tökur á þeim hefjast í haust. - khh Ný glæpasagnasería FÍLHARMÓNÍA SÖNGSVEITIN MOZART HAYDN Vesperae Solennes de Confessore Stabat Mater Tónleikar í Langholtskirkju Sunnudag, 9. apríl kl. 20 Þriðjudag, 11. apríl kl. 20 Stjórnandi: Magnús Ragnarsson Konsertmeistari: Sif Tulinius Jónas Guðmundsson, Davíð Ólafsson Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna Maria Cortes, Einsöngvarar: Miðasala við innganginn og á www.midi.is, nánar á www.filharmonia.mi.is VIÐTALIÐ eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur Föstud. 21. apríl kl. 20.00 Fimmtud. 27. apríl kl. 20.00 ��������������������������������������������������������� ����������������� �� ���������� �������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ��� ������������������ ��������������� ��������� ���������������� ���������� ���������������� ���������� ��������������������������� ��������������������������� ��������������������������� ��������������������� �������������������������������������� „Hvorki vísindin né fjöl- miðlarnir fást að fullu við sannleikann enda er þeim það ekki fært heldur láta þau aðeins uppi lýsingu sem er nálgun við veruleikann“, segir um nýja sýningu sem opnaði í Nýlistasafninu um helgina. Sýningin ber yfirskriftina „Húsið okkar er hús sem hreyfist“, en um er að ræða fjölþjóðlega samsýn- ingu tólf listamanna frá Albaníu, Slóveníu, Bretlandi, Bandaríkjun- um, Tyrklandi, Sviss, Þýskalandi og Íslandi. Verkin eru af ýmsum toga, samanber innsetningar, vídeóverk, ljósmyndir og teikn- ingar svo fátt eitt sé nefnt. Hugmyndin að baki verkum listamannanna á rætur að rekja til þeirra stakkaskipta sem heimur vísindanna hefur tekið frá upphafi 20. aldar til dæmis með óreiðu- kenningu Werners Heisenberg og afstæðiskenningu Alberts Ein- stein sem gjörbreyttu skilningi manna á veruleikanum. Breytt heimsmynd Óreiðukenningin sýnir fram á að á sviði frumeinda og öreinda er ekki unnt að vita með vissu hvenær eða hvar atburðir eiga sér stað. Samhliða þessari sýn á hreyfingu allra hluta breyttist jafnframt skilningur manna á tengslunum milli rannsakandans og þess sem rannsakað er. Mað- urinn er ekki lengur hlutlaus áhorfandi heldur er sambandið á milli manns og heims gagnvirkt. Í þessu samhengi hefur eðlis- fræðingurinn John Wheeler vilj- að skipta út hugtakinu „rannsak- andi“ yfir ástundan vísindamanna og taka fremur upp orðið „þátt- takandi“. Vísindamaðurinn greinir þannig ekki aðeins veru- leikann heldur skapar hann á vissan hátt um leið. Því má segja að hann sé orðinn að listamanni sem styðst við skynjun, áhrif og hreyfingu hlutanna til að móta sýn sína og annarra á tíma og rúmi. Óljós mörk lista og vísinda Listamennirnir sem halda sýning- una á Nýlistasafninu fjalla í verk- um sínum um hreyfingu og hvern- ig hún umbreytir alheiminum stöðugt. Einnig hvernig hreyfing hlutanna umbreytir okkur sjálfum hið innra svo og náttúrunni allri. Eini fastinn í heimi sem er undir- opinn breytingum er umskipti á lögun hlutanna í ólínulegu ferli. Þetta daður við dillandi heim sem stendur aldrei í stað kemur jafn- vel inn á svið stjórnmálanna þar sem ráðamenn heimsins ýta undir þá óvissu sem hin nýja sýn veldur og óttavæðingin tröllríður öllu. Listamennirnir skoða einnig þau mörk sem liggja á milli lista og vísinda og hvernig hægt er að teygja þau og toga. „Þannig getur listamaðurinn að vissu leyti geng- ið inn í hlutverk vísindamannsins og öfugt,“ segir Lárus Vilhjálms- son, framkvæmdastjóri Nýlista- safnsins. „Skilin þarna á milli verða óljós“. Nýlistasafnið er á Laugavegi 26 og er opið frá 13.00-17.00 miðviku- daga til sunnudaga og á fimmtu- dögum til klukkan 22.00. Sýning- arstjóri að þessu sinni er Natasa Petresin frá Slóveníu en sýningin verður opin til 30. apríl. - bb List um breytingar LIST OG VÍSINDI Eitt af verkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÝNINGIN OPNAÐI UM HELGINA Fjölþjóð- leg list. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.