Fréttablaðið - 11.04.2006, Síða 51

Fréttablaðið - 11.04.2006, Síða 51
ÞRIÐJUDAGUR 11. apríl 2006 35 Enn eru miðar eftir á tónleika Ray Davies í Háskólabíói næstkom- andi föstudag. Davis, sem kemur hingað til lands ásamt hljómsveit sinni á fimmtudag, mun flytja blöndu af sínum gömlum perlum og glænýjum lögum. Ray Davies verður ætíð kennd- ur við hljómsveit sína The Kinks, sem er einhver mikilsvirtasta og áhrifamesta hljómsveit gervallrar rokksögunnar. Miðaverð á tónleikana er frá 6.900 krónum. Miðasala fer fram í Skífunni, BT á Selfossi og á Akur- eyri og á concert.is. ■ Miðar eftir á Davies RAY DAVIES Fyrrverandi forsprakki The Kinks heldur tónleika í Háskólabíói á föstudag. Súsanna Svavarsdóttir, blaða- maður og gagnrýnandi, mun á næstu dögum bætast í hóp pistla- höfunda á menningarsíðum Fréttablaðsins og skrifa reglu- lega um leiklist. Súsanna hefur komið víða við á ritferli sínum og hefur til að mynda gefið út skáld- sögur, starfað sem þýðandi og ritstjóri, skrásett ævisögur auk þess ritað fjölda greina og gagn- rýni um menningarmál. Guðmundur Oddur Magnús- son mun halda áfram að fjalla um sjónlistir annan hvern laug- ardag og Halldór Guðmundsson um bókmenntir annan hvern sunnudag. ■ SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Pistlar um leiklistHVAÐ? HVENÆR? HVAR?APRÍL 8 9 10 11 12 13 14 Þriðjudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Vortónleikar Söngsveitar- innar Fílharmóníu í Langholtskirkju. Flutt verða verk eftir Joseph Haydn og Wolfgang Amadeus Mozart. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Nanna María Cortes messósópran, Jónas Guðmundsson tenór og Davíð Ólafsson bassi. Konsertmeistari er Sif Tulinius og stjórnandi er Magnús Ragnarsson. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.10 Helgi Þorláksson sagnfræð- ingur heldur erindi í hádegisfyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafni Íslands um hugmyndir Íslendinga um víkinga í sögulegu samhengi og útrás þeirra að fornu.  20.00 Sigrún Harðardóttir M.Phil í mannfræði flytur fyrirlesturinn um stöðu bænda í suðvesturhluta Kína. Fyrirlesturinn verður hald- inn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121. 4. hæð. ■ ■ OPIÐ HÚS  19.30 Annað Opna hús skóg- ræktarfélaganna á þessu ári verður haldið í Öskju, náttúru- fræðahúsi Háskóla Íslands. Þröstur Eysteinsson, þróunarstjóri Skógræktar ríkisins, mun fjalla í máli og myndum um topp 20 trjá- tegundir, sem nota mætti meira í íslenskri skógrækt en gert er. ■ ■ LJÓÐAKVÖLD  20.00 Ösp Viggósdóttir les upp á þessu sextugasta Skáldaspírukvöldi í Iðuhúsinu við Lækjargötu.  21.00 Ljóðadagskráin Ljóðs manns æði í Þjóðleikhúskjallaranum á vegum Fræðsludeildar Þjóðleikhússins og vina ljóðsins. Fjallað verður um ljóð og minningar á fjölbreyttan hátt. Sérstakur gestur kvöldsins er Þorsteinn frá Hamri. Húsið opnar 20.30, aðgangseyrir 500 kr. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. DANSleikhúsið frumsýnir á Nýja sviði Borgarleikhússins 9., 11., 19. og 23. apríl The DANCEtheater Fallinn engill & I´m FINE Miðasala er í Borgarleikhúsinu, sími 568 8000 og á vefnum www.borgarleikhus.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.