Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 2

Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 2
2 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Launavísitala hefur hækkað um 0,3 prósent milli mán- aða febrúar og mars og mælist því 285,4 stig í mars. Launavísitalan hefur hækkað um 8,6 prósent á árs- grundvelli. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 3,9 prósent að meðal tali síðustu tólf mánuði. Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ, segir að helstu skýringar á hækkuninni séu launa- breytingar hjá sveitarfélögunum í kjölfar samninga Reykjavíkur- borgar við ófaglært starfsfólk auk þess sem nokkurt launaskrið sé á almennum vinnumarkaði, sérstak- lega í verslun og byggingariðnaði, þeim greinum þar sem þenslan er mest. Ólafur Darri bendir á að hag- vöxtur sé meiri hér en í flestum nágrannalöndum og ekki sé undar- legt að launafólk njóti þess í formi hærri launa. Verðlag hafi nú hækk- að um 1,1 prósent og laun um 0,3 prósent. Nokkrar líkur séu á því að hratt dragi úr kaupmætti. „Kaupmáttur launa á Íslandi er hærri en samrýmist jafnvægi í efnahagslífinu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Kaupmátturinn hlýtur því að dragast saman. Sá samdráttur er að byrja. Kaupmátt- ur gagnvart erlendum vörum hefur til dæmis minnkað mikið eftir geng- ið breyttist. Ég tel að það sé óhjá- kvæmilegt og eðlilegt að það dragi úr kaupmætti launa.“ - ghs / sjá síðu 24 Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 ����������������������������� ������������������� Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins: Kaupmáttur dregst saman LÖGREGLUMÁL Kveikt var í tveimur bílum í fyrrinótt en slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins slökkti eldinn í báðum tilfellum. Engin meiðsl urðu á fólki þar sem bílarnir voru mannlausir. Bílarnir eru ónýtir eftir eldinn en lögreglan í Reykjavík leitar þeirra sem kveiktu í bílunum. Slökkviliðið fékk tilkynningu klukkan tíu mínútur yfir fjögur í fyrri nótt vegna elds í bíl við Torfu- fell. Slökkvistarf gekk hratt og vel fyrir sig. Tuttugu mínútum seinna var aftur tilkynnt um eld í bíl við Selás í Víðidal. Þar gekk slökkvi- starf sömuleiðis vel. Þeir sem telja sig geta veitt ein- hverjar upplýsingar um þessar tvær íkveikjur eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. - mh Kveikt í tveimur bílum: Bílar ónýtir eftir íkveikjur ÓLAFUR DARRI ANDRASON HANNES G. SIGURÐSSON Maðurinn sem lést á páskadag af slysförum á gönguferðalagi á portúgölsku eynni Madeira hét Árni G. Stef- ánsson. Árni var sjö- tugur að aldri, fæddur 3. nóv- ember 1932. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Árni var búsettur í Reykjavík. ■ Slys á Madeira í Portúgal: Nafn mannsins sem lést SPURNING DAGSINS Eggert, fer ekki fækkandi í vinahópnum? „Vinir einkabílsins hafa aldrei verið fleiri. Vinum bensínstöðva fer hins vegar fækkandi.“ Skóinn kreppir hjá bíleigendum með síhækk- andi olíuverði. Eggert Páll Ólason er formaður samtakanna Vinir einkabílsins sem stofnuð voru á síðasta ári. HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun hefur til athugunar mál sem varðar inni- haldslýsingar á einni tegund vin- sæls fæðubótarefnis, Lið-Aktíns, sem seld er hér á landi. Stofnunin gekkst fyrir því að innihald fæðu- bótarefnisins var rannsakað á erlendri rannsóknarstofu. Niður- stöður benda til þess að efnisinni- haldið sé ekki í samræmi við þær upplýsingar sem gefnar eru á umbúðum þess, heldur sé um mun minna magn að ræða. Fæðubótarefnið Lið-Aktín, sem er til skoðunar hjá Lyfjastofnun er eitt þeirra efna sem innihalda svokallað glúkósamín. Það er mjög vinsælt hér og kynnt sem tæki til að byggja upp brjósk í beinum sem hefur eyðst með aldr- inum. Einnig er sagt að það eyði bólgum og rannsóknir bendi til yfirburða þess yfir bólgueyðandi gigtarlyf hvað verkun varði. Þannig hafi einstaklingar sem þjást vegna slits eða skemmda á brjóski fengið bata með því að nota glúkósamínblandaða vöru. Efnið gagnist bæði gegn liðagigt og slitgigt. Hafdís Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilsu hf. sagði í gær, eftir að hún hafði fengið bréf um niðurstöður rannsóknarinnar frá Lyfjastofnun, að allt Lið-Aktín sem hér væri í verslunum yrði innkallað. „Ég ætla að láta rannsaka þetta betur með hraði til að vita hvað kemur út úr því,“ sagði Hafdís. „Þetta fer ekki á markað aftur fyrr en ég er hundrað prósent viss um að það sé í lagi með það. Þetta er alls ekkert hættulegt, en þetta á að vera í lagi og verður það.“ Lið-Aktínið er framleitt í Kan- ada fyrir markaðinn hér og hefur þegar verið haft samband við verksmiðjuna þar vegna málsins. Hafdís sagði að of mikill munur hefði verið á innihaldi glúkósam- ínsins sem rannsókn á vegum Lyfjastofnunar sýndi og magns- ins sem gefið væri upp á umbúð- unum. Að vísu væri um að ræða sendingu frá apríl 2004, en allar sendingar yrðu nú athugaðar. „Að selja fólki vöru sem er undir styrkleika er eitthvað sem Heilsa hf. vill ekki gera. Því munum við láta gera stikkprufur úr fleiri efnum og hafa skemmra á milli þeirra prófana. Það er vinnuregla sem verður komið á hér eftir.“ jss@frettabladid.is FÆÐUBÓTAREFNI Fjölmargar tegundir fæðubótarefna eru fáanlegar hér á landi og eru mikið notaðar. Fæðubótarefnið Lið-Aktín innkallað Rannsókn á innihaldi vinsæls fæðubótarefnis, Lið-Aktíns, sem Lyfjastofnun lét gera leiddi í ljós að efnisinnihald var ekki í samræmi við upplýsingar á umbúð- um. Of lítið var af glúkosamíni, efni sem veitir bót á slitgigt og liðagigt. MOSKVA, AP „Næstum því öll ríkin eru að íhuga einhvers konar refsiaðgerðir, og það er nýtt,“ sagði Nicholas Burns, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í Moskvu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum fastaveldanna fimm í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna með fulltrúum átta ríkja iðnvelda- hópsins. „Við trúum því að friðsamleg lausn sé möguleg,“ sagði Burns í gær, þegar fundarhöldunum var lokið, en tók jafnframt undir orð Bush Bandaríkjaforseta, sem vildi ekki útiloka að kjarnorku- árás verði gerð á Íran. „Auðvitað halda Bandaríkin alltaf öllum möguleikum opnum,“ sagði Burns, „en við einbeitum okkur að friðsamlegum viðræðum.“ Fastaveldin fimm, sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu, eru Bandaríkin, Bretland, Frakk- land, Kína og Rússland. Bæði Rússar og Kínverjar hafa ítrek- að lýst andstöðu sinni við að Öryggisráðið grípi til refsiað- gerða gegn Íran. Í átta ríkja hópnum eiga þessi sömu ríki fulltrúa, að undan- skildum Kínverjum, en einnig eiga þar Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland fulltrúa. - gb Fundi níu ríkja um Íransmálið lokið í Moskvu: Trúa á friðsamlega lausn NICHOLAS BURNS Aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna gerir sér vonir um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki refsiaðgerðir gegn Íran. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞRÓUN KAUPMÁTTAR LAUNA Á ÍSLANDI OG Í DANMÖRKU 1. ársfjórðungur 2000 2000 2006 Ísland Danmörk 99 119 BAUGSMÁL Settur saksóknari í Baugsmálinu leggur fram ferkari gögn með þeim 19 ákæruliðum í Baugsmálinu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur 27. apríl næstkomandi. Þeirra á meðal eru gögn sem ættuð eru frá embætti skattrannsóknastjóra. Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger eru bornir sökum í málinu, en það er reist á ákæru- atriðum sem dómstólar höfðu áður vísað frá. Sex ákæruliðir úr fyrra Baugsmálinu eru enn fyrir Hæsta- rétti og óljóst hvort dómur verður upp kveðinn fyrr en eftir réttarhlé í sumar. - jh Þingfesting í næstu viku: Enn ný gögn í Baugsmálinu RÍKISÚTVARPIÐ Búist er við löngum og ströngum umræðum á Alþingi um frumvarp til laga um hluta- félagavæðingu Ríkisútvarpsins. Önnur umræða stóð fram eftir í gærkvöldi en ráðgert var að fresta þingfundi um miðnætti og taka upp þráðinn á morgun. Össur Skarphéð- insson og Katrín Júlíusdóttir, Sam- fylkingunni, héldu ræðustólnum fram á kvöld. Þau gagnrýndu meðal annars áform um að fjármagna Ríkis útvarpið með nefskatti og létu í ljósi efasemdir um heilindi Sjálf- stæðimanna þegar þeir segðust ekki ætla að einkavæða ríkisútvarpið. Umræðum verður fram haldið á morgun og laugardag. - jh Ríkisútvarpið til umræðu: Daglöng ræðu- höld á þingi Bandaríkin greiði meira Forseti Mið-Asíulýðveldisins Kirgisistans hótaði í gær að segja upp samningi um herstöð Bandaríkjahers í landinu, nema Banda- ríkjastjórn lýsi sig reiðubúna að greiða meira fyrir aðstöðuna. Rússar hafa ekki verið alls kostar sáttir við að hún skyldi hafa verið veitt í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi. KIRGISISTAN SLYS Tveir menn, annar töluvert slasaður, voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi síðdegis í gær eftir að tveir vörubílar með tengivagna skullu saman í Moldu- hrauni á Reykjanesbraut. Klippa þurfti annan ökumanninn út úr bíl sínum. Miklar tafir urðu á Hafnar- fjarðarvegi frá því slysið varð klukkan 17 og þangað til bílarnir voru dregnir á brott á áttunda tím- anum í gærkvöldi. Tildrög slyssins voru þau að öðrum bílnum var ekið í veg fyrir hinn þar sem hann var að fara út á akbrautina þar sem breikkun Reykjanesbrautar stendur yfir. - shá Umferðarslys við Vífilsstaði: Vörubílar skullu saman FRÁ SLYSSTAÐ Ökumenn beggja bílanna slösuðust, annar þeirra alvarlega að talið er. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.