Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 4
4 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR SUÐUR-KÓREA, AP Fyrrum andófs- kona, sem á áttunda áratugnum var fangelsuð fyrir pólitískar skoðanir sínar, var í gær skip- uð forsætisráð- herra Suður- Kóreu. Han Myung-sook er fyrsta konan sem gegnir því embætti þar í landi. Roh Moo- hyun, forseti landsins, skipaði Han í embætti í síðasta mánuði, eftir að Lee Hae- chan, fyrrum forsætisráðherra landsins, sagði af sér vegna ásak- ana um að spila golf frekar en að sinna skyldum sínum, en þingið þurfti að kjósa um embættið. Kusu þingmenn hana í gær með 182 atkvæðum gegn 77. Han, sem berst mikið fyrir rétt- indum kvenna, tekur formlega við embætti í dag. - smk Suðurkóreska þingið: Kona kjörin for- sætisráðherra HAN MYUNG-SOOK DANMÖRK Boðuð stofnun fríblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins í Danmörku hefur nú orðið til þess að útgefendur vikublaðsins Søn- dagsavisen hafa ákveðið að dreifa blaðinu ókeypis inn á flest dönsk heimili á tólf völdum helgum á þessu ári. Tilgangurinn er að hámarka auglýsingatekjur, en þess er vænst að samkeppnin um þær muni aukast til muna með til- komu nýja blaðsins. Að því er fréttavefur Politiken hefur eftir framkvæmdastjóra Søndagsavisen, dregur hann enga dul á að hin áformaða frídreifing séu viðbrögð við hinu væntanlega fríblaði Dagsbrúnar. - aa Danski dagblaðamarkaðurinn: Søndagsavisen í frídreifinguKAUP SALA Bandaríkjadalur 77,36 77,72 Sterlingspund 138,1 138,78 Evra 95,46 96,95 Dönsk króna 12,794 12,868 Norsk króna 12,206 12,278 Sænsk króna 10,249 10,309 Japansk jen 0,6612 0,665 SDR 112,62 113,3 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 19.4.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands Gengisvísitala krónunnar 133,012 WASHINGTON, AP Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, tilkynnti afsögn sína í gær og Karl Rove, nánasti stjórnmálaráðgjafi George W. Bush forseta, mun að sögn hátt- setts talsmanns Bandaríkjastjórn- ar víkja úr embætti sínu í Hvíta húsinu. Þessar mannabreytingar bætast við aðrar sem boðaðar hafa verið í vikunni, en þær eru róttæk- asta uppstokkunin á stjórnarliði Bush frá því hann flutti fyrst í Hvíta húsið fyrir fimm árum. Rove, sem hefur verið einn nán- asti ráðgjafi Bush frá upphafi pólit- ísks ferils hans í Texas snemma á tíunda áratugnum, tók fyrir ári við sem varastarfsmannastjóri Hvíta hússins en sem slíkur hefur hann verið ábyrgur fyrir samhæfingu mestallrar stefnumótunar forseta- embættisins. Hann hefur verið nán- asti ráðgjafi forsetans. Háttsettur fulltrúi stjórnarinn- ar, sem ekki vildi láta nafns síns getið vegna þess að Bush hefur ekki enn tilkynnt opinberlega um breyt- inguna á högum Rove, sagði að Rove myndi nú snúa sér að því að stýra skipulagningu kosningabar- áttu Repúblikanaflokksins fyrir þingkosningarnar í nóvember. Nýr varastarfsmannastjóri kvað verða Joel Kaplan, sem nú er vara- fjárlagaráðherra. Áður hafði Bush skipað Joshua Bolten nýjan starfs- mannastjóra Hvíta hússins, en hann var áður fjárlagaráðherra. Á þriðjudag tilkynnti Bush að Rob Portman, sem verið hefur utan- ríkisviðskiptaráðherra, tæki við fjárlagaráðherraembættinu. Nýr utanríkisviðskiptaráðherra verður Susan Schwab. Vinsældir Bush hafa aldrei verið minni í skoðanakönnunum vestra. Aðeins um 35 prósent aðspurðra í skoðanakönnunum segjast nú sátt við frammistöðu Bush í embætti. Óvinsældirnar eru fyrst og fremst raktar til þess að meirihluti Banda- ríkjamanna lítur nú svo á að Íraks- stríðið sé klúður, en rannsókn sem nú er í gangi á upplýsingaleka úr Hvíta húsinu sem Rove og I. Lewis Libby, fyrrverandi starfsmanna- stjóri Dicks Cheneys varaforseta, eru bendlaðir við, hefur heldur ekki hjálpað til að bæta almenningsálit- ið. Ýmsir forsvarsmenn Repúblik- anaflokksins höfðu því lengi þrýst á um að Bush stokkaði upp í ráðgjafa- liði sínu. - aa MCCLELLAN OG BUSH Þeir voru glað- hlakkalegir vinirnir Scott McClellan og Bush forseti er þeir tilkynntu fyrir utan Hvíta húsið í gær að McClellan myndi hætta sem blaðafulltrúi embættisins.FRÉTTABLAÐIÐ/AP McClellan og Rove víkja úr Hvíta húsinu George W. Bush Bandaríkjaforseti hélt í gær áfram uppstokkun á samstarfs- mannaliði sínu í aðdraganda þingkosninga vestra. Talið er að tilgangurinn sé ekki síst að bregðast við dalandi vinsældum forsetans í skoðanakönnunum. CARL ROVE Nánasti ráðgjafi Bush er sagður munu snúa sér að skipulagningu kosninga- baráttu repúblikana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Einu af tuttugu úti- listaverkum listakonunnar Stellu Sigurgeirsdóttur var stolið nú um páskahelgina. Það var athugull borgarbúi sem hringdi í Stellu og tilkynnti hvarfið. Verkið stóð á umferðareyju á Breiðholtsbraut á milli Fella- og Seljahverfa og stóð fyrir hamingju, gleði og félags- skap. Verkið var hluti af sýningu Stellu sem hún kallar Where Do We Go Now But Nowhere! eða Hvert förum við nú nema hvergi! Það var Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri sem afhjúpaði sýninguna á Vetrarhátíð í febrúar og stendur hún fram yfir Menningarnótt. Sýningin er byggð upp af verk- um sem líkjast að forminu til umferðarskiltum en myndefnið er þó að öllu leyti ólíkt. Verkin standa um alla Reykjavíkurborg. Stella segir það slæmt að vegfarendur geti ekki notið verksins lengur. Hún segir tjónið fyrst og fremst tilfinningalegt fyrir sig. „Við erum fjórir vinir á þessu skilti, þannig að þetta eru alvöru persónur og ég er ein þeirra. Ég skil ekki hvaða gildi þetta verk hefur fyrir aðra.“ Hún segist vona að þeir sem tóku verkið sjái að sér og skili henni verkinu. „Mér þætti ósköp vænt um það og engir eftirmálar munu verða af því.“ - shá Sýningu listakonunnar Stellu Sigurgeirsdóttur spillt: Listaverki stolið af sýningu LIST STELLU SIGURGEIRSDÓTTUR Myndin sem hvarf er neðst í horninu til vinstri. Hún sýnir Stellu og vini hennar hlæjandi og listaverkið hefur mikla tilfinningalega þýðingu fyrir listakonuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STELLA BANDARÍKIN, AP Hu Jintao, forseti Kína, hélt í gær til Bandaríkjanna í opinbera heimsókn og mun í dag hitta að máli George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington. Í gær lét Hu Jintao það hins vegar verða sitt fyrsta verk að heimsækja tölvufyrirtækið Microsoft og snæddi síðan hádegis- verð með forstjóranum Bill Gates. Næst lagði Kínaforseti leið sína í Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Seattle. Boeing-verksmiðjurnar gera sér vonir um að selja mikið af flugvélum til Kína á næstu árum. - gb Forseti Kína í Bandaríkjunum: Hitti Bill Gates fyrstan manna SKÁL! Bill Gates og Hu Jintao. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FISKELDI Kristján L. Möller, þing- maður Samfylkingarinnar í Norð- austurkjördæmi, fagnar stuðningi ríkisstjórnarinnar við fiskeldi í landinu með fjárframlögum til kynbóta og rannsókna á eldisfiski. Stórum eldisfyrirtækjum er jafn- framt heitið raforku á þeim afsláttarkjörum sem gilt hafa. „Betra er seint en aldrei. Það þurfti að vísu að reka iðnaðarráð- herra til þess að ná áttum varð- andi raforkuverðið. Þetta staðfestir að ég hafði á réttu að standa varðandi miklar hækkanir á raforkureikningum þessara fyrirtækja,“ segir Kristján. - jh Aðgerðir stjórnvalda í fiskeldi: Höfðum rétt fyrir okkur BAGDAD, AP Ibrahim Al-Jaafari sagðist í gær staðráðinn í að vera áfram forsætisráðherra Íraks, þrátt fyrir harða andstöðu bæði kúrda og súnní-múslima. Al-Jaaf- ari nýtur stuðnings sjía-múslima, sem ráða yfir meirihluta á íraska þinginu, en stjórnarmyndun er ekki möguleg nema kúrdar og súnní-múslimar veiti samþykki sitt. Leiðtogar þessara þriggja meg- infylkinga á íraska þinginu eru undir miklum þrýstingi frá Banda- ríkjunum um að leysa sem fyrst úr stjórnarkreppunni, sem stafar af deilunum um Al-Jaafari. - gb Stjórnarkreppan í Írak: Al-Jaafari situr sem fastast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.