Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 8
8 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR
BÆJARMÁL Leikskólagjöld í Hafn-
arfirði lækka verulega um næstu
mánaðamót og mun þá dvalar-
kostnaður á hvert barn á almenn-
um gjöldum lækka um rúmar 70
þúsund krónur á ársgrundvelli.
Ákvörðun um þetta var tekin í
bæjarráði í vikunni en aukinn
kostnaður vegna þessa er áætlað-
ur um 80 milljónir króna árlega.
Að sögn Lúðvíks Geirssonar bæj-
arstjóra er ákvörðunin tekin
vegna góðrar afkomu bæjarsjóðs
en niðurgreiðslur til dagforeldra
voru hækkaðar nýverið. - aöe
Leikskólabörn í Hafnarfirði:
Gjöld lækka
um 70 þúsund
VEISTU SVARIÐ
1 Hvað ætlar Landhelgisgæslan að leigja margar þyrlur?
2 Hvaða bandaríska dagblað fjallaði ítarlega um íslensk efnahagsmál í
vikunni?
3 Hvað eru mörg ár síðan kjarnorku-slysið í Tsjernóbyl varð?
SVÖR Á BLS. 70
OLÍUVERÐ, AP Olíuverð náði nýju
hámarki í viðskiptum gærdagsins
á markaði í New York, 71,79
Bandaríkjadali fatið, en lækkaði
síðan fyrir lok viðskipta niður í
71,25 dali eftir að Bandaríkja-
stjórn birti tölur sem sýndu minni
aukningu á eftirspurn eftir bif-
reiðaeldsneyti þar í landi á þessu
ári en reiknað hafði verið með.
Olíuverð á New York-markaði fór
upp fyrir 70 dali á mánudag og
hefur haldist yfir því alla vikuna.
Aðalorsakavaldur hækkunar-
innar var rakinn til ótta um að
deilan um kjarnorkuáætlun Írana
muni trufla olíusölu þaðan, auk
þeirra truflana sem þegar hafa
orðið á olíuútflutningi frá Nígeríu
vegna aðgerða uppreisnarmanna
þar í landi, svo og minni olíufram-
leiðslu við Mexíkóflóa og Írak en
reiknað var með.
Þessir þættir reyndust vega
þyngra en ný skýrsla frá OPEC,
samtökum olíuútflutningsríkja,
þar sem er spáð minni eftirspurn
eftir olíu í heiminum á árinu en
vænst var.
Verðið á hráolíu til afgreiðslu í
Bandaríkjunum í maí fór á þriðju-
dag hæst í 71,15 dali fatið. Það er
75 sentum hærra en þegar við-
skiptum lauk daginn áður, sem var
nýtt met. Það lækkaði í 70,90 dali í
gær.
Verðið var reyndar enn hærra
á Norðursjávarolíu á Lundúna-
markaði. Það fór í 72,42 dali á fatið
í viðskiptum gærdagsins. - aa
Olíuverð á heimsmarkaði aldrei hærra:
Íran og Nígería
valda spennu
© GRAPHIC NEWS
Olíuverð nær nýjum hæðum
Olíuverð á heimsmarkaði náði nýjum
hæðum í gær, meðal annars vegna ótta um
hugsanlegar hernaðaraðgerðir gegn Íran
og truflanir á olíuútflutningi frá Nígeríu.
30. ágúst 2005:
Fellibylurinn Katrín
ýtir olíuverði á Banda-
ríkjamarkaði í $70,85
5. janúar 2004: $33,7830
2004 2005 2006
40
50
60
70
Heimild: UPI
$ á fatið
18. apríl 2006: Verð á
hráolíu fer í $70,86
BRETLAND, AP Tala landflótta manna
í heiminum hefur ekki verið lægri
í aldarfjórðung og situr nú í 9,2
milljónum, samkvæmt tölum
flóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna (UNHCR). Á sama tíma
verður framtíð 25 milljóna upp-
flosnaðra manna sem enn eru í
heimalöndum sínum sífellt svart-
ari, að því er fram kemur í skýrslu
sem stofnunin gaf út í Bretlandi í
gær. Jafnframt sæta flóttamenn æ
strangari hömlum á griðastöðum
sínum og þjást vegna vaxandi ótta
í heiminum við hryðjuverk.
Skilgreiningin milli flótta-
manna og annarra sem flýja heim-
ili sín sjálfviljugir er afar óljós. Í
skýrslunni kemur fram að fólk
sem hefur flosnað upp frá heimil-
um sínum vegna hernaðarátaka er
ekki skilgreint sem flóttamenn
fyrr en það flýr til annarra landa.
Telja höfundar skýrslunnar að alls
séu um 175 milljónir manna upp-
flosnaðar af einni eða annarri
ástæðu í heiminum, og árétta að
nauðsynlegt sé að endurskoða
hugtökin.
Árið 1994 töldust 18 milljónir
manna flóttamenn í heiminum, og
hefur sú tala því minnkað um 50
prósent á áratug, aðallega vegna
færri vopnaðra átaka og flótta-
manna sem flutt hafa heim aftur,
svo sem í Afganistan og Síerra
Leóne. En þeir sem ekki falla undir
skilgreininguna á flóttamanni lifa
í sífellt meiri hættu vegna vax-
andi óöryggis og skorts á umbyrð-
arlyndi, sem og minnkandi fjár-
framlaga, að sögn Antonios
Guterres, framkvæmdastjóra
UNHCR. Hann bætti við að ástand-
ið væri sérstaklega slæmt í Tsjad
og Súdan. Guterres sagði jafn-
framt „mesta misbrest“ alþjóða-
samfélagsins liggja í því að koma
aðstoð til uppflosnaðs fólks.
Skýrslan var gefin út sama dag
og sjö flóttamenn sem sitja í haldi
í London hófu ellefta dag hungur-
verkfalls sem ætlað er að mót-
mæla þeim langa tíma sem bresk
yfirvöld taka í að yfirfara mál
þeirra. Alls eru 118 flóttamenn í
búðunum, flestir af afrískum og
tyrkneskum uppruna.
Eftir hryðjuverkaárásirnar á
Bandaríkin árið 2001 hafa mörg
vestræn ríki hert reglur sínar um
flóttamenn, sem aftur hefur leitt
til þess að fleiri flóttamönnum er
vísað úr landi þrátt fyrir alvarlegt
ástand í heimalandinu.
„Flóttamenn eru ekki hryðju-
verkamenn,“ sagði Guterres. „Þeir
eru oft fyrstu fórnarlömb hryðju-
verka.“
Hann benti jafnframt á að þó
að stofnunin hefði áhyggjur af
þróun mála í Bandaríkjunum,
tækju Bandaríkin samt sem áður
við fleiri flóttamönnum en flest
Evrópuríki, og kallaði eftir sam-
eiginlegu flóttamannakerfi innan
Evrópusambandsins.
smk@frettabladid.is
Uppflosnaðir þjást víða
Þótt fjöldi flóttafólks í heiminum sé nú sá minnsti í 25 ár, þjást sífellt fleiri uppflosnaðir óbreyttir borgarar,
ekki síst vegna hertra laga um flóttamenn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.
SAFNAMÁL Víkin, Sjóminjasafnið í
Reykjavík mun taka að sér að
varðveita muni Siglingastofnunar
Íslands. Samningur þessa efnis
var undirritaður í gær. Auk þess
að taka að sér varðveislu felur
samningurinn í sér að safnið mun
taka að sér skráningu safnmuna
auk miðlunar og sýningarhalds
eftir því sem tilefni er til.
Helgi Sigurðsson, sviðsstjóri
safnamála Víkurinnar, segir að
minjarnar séu annars vegar hafn-
armálaminjar og hins vegar vita-
málaminjar því að Siglingastofn-
un varð til við samruna Vita- og
hafnamálastofnunar og Siglinga-
málastofnunar árið 1996. Verið er
að gera skrá yfir munina sem
Helgi telur vera um 500 talsins. Sá
fjöldi veldur safnvörðum ekki
áhyggjum því safnið hefur um
2000 fermetra safnrými til
umráða. Þó gæti svo farið að
vandamál við varðveislu kæmu
upp innan skamms tíma.
„Á næstunni mun safnið taka
við gripum frá Eimskip, Landhelg-
isgæslu Íslands, sjómannaskólan-
um og Granda. Það er allt í gangi.
Þetta er uppsafnaður vandi og
svona gerist þegar safn tekur til
starfa tuttugu árum of seint,“
segir Helgi. - shá
Sjóminjasafnið varðveitir muni Siglingamálastofnunar:
Gripirnir komnir
í örugga höfn
FRÁ UNDIRRITUN Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður sjóminjasafnsins, og Hermann
Guðjónsson, siglingamálastjóri, handsala hér samninginn.
FLÓTTAFÓLK FRÁ SÚDAN Þessar konur voru að ná í vatn til að fara með í flóttamannabúðir sínar í Tsjad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UTANRÍKISMÁL Geir H. Haarde,
utanríkisráðherra, situr nú fund
utanríkisráðherra Norðurland-
anna á Svalbarða sem lýkur í dag.
Öryggismál á norðurslóðum voru
til umræðu í gær og gerði utanrík-
isráðherra grein fyrir stöðunni í
viðræðunum við Bandaríkin um
framtíð varnarsamstarfsins. Einn-
ig ræddi Geir nauðsyn þess að efla
samstarf og samráð um öryggi í
siglinum og viðbúnað ríkja við
Norður-Atlantshaf til að bregðast
við aukningu sjóflutninga í tengsl-
um við auðlindanýtingu á norður-
slóðum. - shá
Utanríkisráðherrar funda:
Rætt um ör-
yggi og samráð