Fréttablaðið - 20.04.2006, Qupperneq 24
20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR24
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.397 -2,5% Fjöldi viðskipta: 1.065
Velta: 10.408 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 57,10 -2,89% ... Alfesca
4,02 -0,25%... Atorka 5,50 -1,79% ... Bakkavör 47,50 -3,85% ...
Dagsbrún 6,18 -2,06% ... FL Group 18,80 -5,05% ... Flaga 3,25
-1,22% ... Glitnir 16,40 -1,21% ... Kaupþing banki 728,00 -3,32% ...
Kögun 74,40 -0,40% ... Landsbankinn 21,30 -5,33% ... Marel 72,60
-0,82% ... Mosaic Fashions 17,90 -0,56% ... Straumur-Burðarás
16,20 -2,41% ... Össur 111,00 -0,45%
MESTA HÆKKUN
Icelandic Group +0,56%
MESTA LÆKKUN
Landsbankinn -5,33%
FL Group -5,05%
Bakkavör -3,85%
Launavísitala í mars 2006 er 285,4
stig og hækkaði um 0,3 prósent frá
fyrri mánuði, samkvæmt nýjum
tölum Hagstofu Íslands. Á sama
tímabili jókst verðbólga um 1,1
prósent. Síðastliðna tólf mánuði
hefur launavísitalan hækkað um
8,6 prósent.
Vísitalan tók nokkurn kipp upp
á við í janúar, en þá tóku gildi
samningsbundnar launahækkanir.
„Launavísitala fyrir helstu
launþegahópa á fyrsta ársfjórð-
ungi 2006 er 150,8 stig og hækkaði
um 4,4 prósent frá fyrri ársfjórð-
ungi. Sambærileg vísitala fyrir
opinbera starfsmenn og banka-
menn er 153,7 stig og hækkaði um
4,2 prósent. Vísitala fyrir almenn-
an markað er 148,8 stig og hækk-
aði um 4,5 prósent,“ segir Hag-
stofan.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, segir nokkuð
koma á óvart að ekki skuli vera
meiri hækkun á vísitölunni vegna
launaskriðs. „En það er hins vegar
alveg ljóst að kaupmáttur fer
minnkandi, um það er engum blöð-
um að fletta. Við sjáum nú byrjun-
ina á kaupmáttarrýrnuninni sem
þetta verðbólguskot leiðir til,“
segir hann.
Launavísitala sem gildir við
útreikning greiðslumarks fast-
eignaveðlána í maí 2006 er 6.243
stig. - óká
IÐNAÐARMAÐUR Í BANKAHVERFI Verð-
bólga eykst nú hraðar en launavísitala
hækkar þannig að kaupmáttur minnkar.
Kaupmáttur launa fer minnkandi
ÞRÓUN LAUNAVÍSITÖLUNNAR
Breyting
Mánuður Vísitala 3 mán 12 mán
2005
Mars 262,9 12,1% 6,5%
Apríl 264,2 4,8% 6,7%
Maí 265,9 6,3% 6,6%
Júní 267,0 6,4% 6,3%
Júlí 268,0 5,9% 6,6%
Ágúst 268,9 4,6% 6,7%
September 269,8 4,3% 6,9%
Október 270,6 3,9% 6,9%
Nóvember 272,3 5,2% 7,3%
Desember 273,9 6,2% 7,2%
2006
Janúar 282,8 19,3% 8,3%
Febrúar 284,4 19,0% 8,6%
Mars 285,4 17,9% 8,6%
Heimild: Hagstofa Íslands
� � � � � � � � � � � � �
����������
����������������������
��������������
�������������
� � � � � � � � � � � � � �
��������� ������������������������
��������� ���������������������������������������������
��������� � � � � � � � � � � � �
� �� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �
� ��������� ����������������������
� �������������������������������
� ������������������� ������������������������
� �������������������������������������������
� �������������������������������������������������������� ��
� �������
� ������������������������������������������
� ��� ������������������������������������
� �����������������������������������������������������������
� ����������������������������������������������������������
��������� ���������
��������������� �������������������������������������������������
� � � � � � �������������������������������
� �
������
�������
�����
�
�
��
�
��
�
���
��
�
��
�
�
� ��
�
�
�
�
�
Landsvirkjun hefur óskað eftir til-
boðum í IP-símstöðvar og tilheyr-
andi símabúnað fyrir skrifstofu
fyrirtækisins á Akureyri, í Laxár-
stöð og í Kárahnjúkastöð.
Verkefnið er nokkuð stórt á
sviði upplýsingatækni, en í því
felst meðal annars útvegun, for-
ritun, uppsetning, gangsetning,
prófunir og kennsla á símstöðv-
arnar og fylgjandi símabúnað.
Tilboðum í verkið á að skila á
skrifstofu Landsvirkjunar fyrir
klukkan tvö, miðvikudaginn 17.
maí, en þar verða þau opnuð og
lesin upp að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska. - óká
Tilboða óskað
í IP-símstöð
Nýjasta tölublaði Iceland Review
fylgir 24 síðna blaðauki um
íslenskt efnahagslíf og banka
undir yfirskriftinni „Icelandic
banking on solid ground.“
Að sögn útgáfufélagsins er ritið
gefið út í samvinnu við bankana
og Kauphöll
Íslands til að
bregðast við
umkvörtun-
um erlendis
frá um að
Íslendingar
geri ekki nóg
til þess að
kynna fyrir-
tæki sín og
sjónarmið.
Iceland Review kemur út í lið-
lega 10.000 eintökum en blað-
aukinn er líka prentaður sérstak-
lega í 6.000 eintökum og verður
notaður til kynningar meðal
erlendra fjölmiðla, banka- og verð-
bréfafyrirtækja og annarra sem
viðskipti eiga við Ísland. - óká
ÚR BLAÐAUKANUM
Bankablaðauka
dreift erlendis
MARKAÐSPUNKTAR...
Olíuverð rauf 73 dollara múrinn á
helstu mörkuðum í gær m.a vegna auk-
innar spennu vegna kjarnorkuáætlunar
Írana og minni olíubirgða í Bandaríkjun-
um en talið var.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4
prósent í Bandaríkjunum í marsmánuði
en það nemur 3,4 prósenta hækkun á
ársgrundvelli.
Atvinnuleysi var minna, laun hærri og
vinnudagurinn lengri á fyrsta ársfjórð-
ungi í ár en á sama ársfjórðungi í fyrra.
Í Morgunkorni Glitnis banka í gær kom
meðal annars fram að laun hækkuðu
um 8,5 prósent á tímabilinu, atvinnu-
leysi fór úr 3,0 prósentum í 2,4 prósent
og meðalvinnuvikan fór úr 40,7 stund-
um í 41,2 stundir.
Úrvalsvísitalan er komin undir það
gildi sem hún stóð í um áramótin.
Þá stóð hún í 5.534 stigum en loka-
gildi hennar í gær var 5.397 stig
eftir 2,5 prósenta dagslækkun.
Gengi krónunnar féll jafnframt um
3,5 prósent í gær sem er ein mesta
lækkun hennar í fimm ár.
Mikið fall hefur verið á hluta-
bréfamarkaði eftir páska. Þannig
hafa hlutabréf allra félaga í
Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest
bréfa í FL Group og Landsbankan-
um eða um tíu prósent.
Nú er svo komið að gengi bank-
anna er lægra en það var um ára-
mótin. Landsbankinn hefur til að
mynda lækkað um 15,8 prósent frá
áramótum, Glitnir um 4,6 prósent
og KB banki um 1,7 prósent.
Straumur-Burðarás hefur hins
vegar hækkað lítillega á árinu.
„Það ríkir sú skoðun að botnin-
um sé ekki náð. Þá fara margir á
hliðarlínuna og setja peningana í
áhættulausa fjárfestingu,“ segir
Jónas Gauti Friðþjófsson, sér-
fræðingur hjá Glitni. Fjárfestar
flýja í öruggt skjól með því að
leggja peningana sína inn á ellefu
prósenta markaðsreikninga. Óvíst
er um að þriggja mánaða uppgjör
stóru félaganna, sem lofa góðu,
hafi nokkur áhrif.
Greinilegt er að margir fjárfest-
ar, sem hafa verið fjármagnaðir í
erlendum lánum, eru að taka á sig
tvöfalt tap með falli hlutabréfa og
veikingu krónunnar og geta því ef
til vill ekki, eða vilja ekki, koma á
ný inn á hlutabréfamarkaðinn.
Jónas bendir á að rekstrargrund-
völlur flestra fyrirtækja í Kauphöll
Íslands sé traustur og horfur góðar,
meðal annars hjá fjármálafyrir-
tækjunum sem hafa lækkað ört.
Hins vegar er stemningin fyrir
hlutabréfum neikvæð og mótlætið
mikið: „Þegar koma fram þekktar
fjármálastofnanir og lýsa því yfir í
fyrirsagnastíl að ástandið hér sé
slæmt og samdráttur framundan,
þá hljómar það illa í eyrum hins
almenna fjárfestis.“ Ekki bæti úr
skák að framundan eru verðbólgu-
skot og vaxtahækkanir.
Ekki er talið ólíklegt að stærri
fjárfestar séu farnir að finna fyrir
lækkunum á markaði, enda hafa
margir þeirra tekið þátt í hluta-
fjáraukningum með erlendri fjár-
mögnun. Margir eru þó enn í mikl-
um plús þar sem hlutabréfaverð
hefur hækkað um 36 prósent á síð-
ustu tólf mánuðum.
eggert@frettabladis.is
Botnlaus hlutabréfamarkaður
Úrvalsvísitalan lækkar niður fyrir áramótagildið í mikilli lækkun annan daginn í röð. Neikvæð
stemning ríkir á hlutabréfamarkaði og fáir vilja taka þá áhættu að kaupa hlutabréf.
MESTU LÆKKANIR EFTIR PÁSKA
Félag Breyting
FL Group -10,1%
Landsbankinn -9,4%
Dagsbrún -5,2%
Bakkavör -5,0%
KB banki -4,8%
Straumur -3,6%
Glitnir -3,5%
Atorka Group -3,5%
Flaga Group -2,4%
Mosaic Fashions -1,7%
Actavis -1,5%
Alfesca -1,0%
Marel -0,8%
Össur -0,5%
Kögun -0,4%
Skriðið á hjánum
Mikil samkeppni hefur verið milli banka um
viðskiptavini, hvort sem um einstaklinga
eða fyrirtæki hefur verið að ræða, þar til
nú. Heyrast sögur af því að bankarnir
hafi nánast skrúfað fyrir öll útlán vegna
þeirrar stöðu sem upp er komin að
þeir þurfi að endurfjármagna sig.
Líkir einn bankamaður því þannig
að bankarnir hafi nánast kropið fyrir
framan kúnnann og beðið hann um
að taka lán. Í einni svipan hafi þetta hins
vegar snúist við og nú eru það lántak-
endur sem fari á hnén til að biðja um
lán. Einhvern tíma hefði nú þetta þótt
óskastaða fyrir bankana.
Newcastle tapar
Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle Utd. tapaði
6,3 miljónum punda fyrir skatta á sex mánaða
tímabili frá ágúst til janúar. Þetta
samsvarar 800 milljónum króna.
Til samanburðar hagnaðist
félagið um 9,7 milljónir punda
fyrir skatta á sama tímabili í
fyrra.
Tekjur félagsins drógust saman
um þrettán prósent vegna færri
leikja í öllum mótum og voru 43
milljónir punda.
Hagnaður félagsins að frátöldum
leikmannaviðskiptum var um 2,7
milljónir punda og féll um 68
prósent á milli ára. Mestu munaði
að metfjárhæð var reidd af hendi fyrir
framherjann Michael Owen.
Stjórnarformaðurinn Freddy Shepherd
segir að árangur félagsins á keppnisíma-
bilinu valdi sér vonbrigðum, enda hafi
miklar væntingar verið um góðan árangur.
Peningaskápurinn...