Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 32

Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 32
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR32 Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á það undanfarnar vikur að skipu- leggja þurfi góðan miðbæ á Sel- fossi. Miðbæ eins og þekkist víða með áherslu á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og veitinga- hús. Í honum þarf að vera stórt torg þar sem fólk getur safnast saman á góðviðrisdögum eða þegar einhver tilefni eru til. Þau merku tíðindi áttu sér stað í síðustu viku að Sveitarfélagið Árborg eignaðist land Miðjunnar. Með því voru hugmyndir dönsku arkitektastofunnar 3XNielsen um háhýsi lagðar til hliðar. Þar með voru einnig fyrri hugmyndir meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingar um uppbyggingu svæðisins lagðar til hliðar. Vinstri græn eru mjög ánægð með þessa kúvendingu meirihlutans. Það stefndi í það að þetta yrði eitt af stóru kosningamálunum í vor og þá hefðu meirihlutaflokkarnir átt erfitt með að mæta ferskum hug- myndum Vinstri grænna. Það er vel skiljanlegt að meirihlutinn hafi ekki treyst sér í þá baráttu. Vinstri græn eru undrandi á því að bæjaryfirvöld hafi ætlað að afsala sér þá ábyrgð að eiga frumkvæði að því að byggja hér upp miðbæ. Þessa stefnu átti hins vegar meiri- hlutinn að vera búinn að taka fyrir löngu síðan áður en Miðjumenn létu vinna hugmyndir sínar með ærnum tilkostnaði. Þessi klaufa- legu vinnubrögð meirihlutans hljóta einnig að auka kostnað sveitarfélagsins, því það hefði verið ódýrara að kaupa lóðirnar á miðbæjarsvæðinu fyrr. Greinilegt er að þessi breyting meirihlutans veldur Sjálfstæðis- flokknum nokkrum vandræðum. Það er greinilegt að á þeim bænum eru menn ekki sammála um mið- bæjarmálið. Þeir hafa sent frá sér yfirlýsingar um að þeir undrist stefnubreytingu meirihlutans, sem hlýtur þó að vera fagnaðar- efni fyrir formann Miðbæjar- félagsins sem er á lista Sjálfstæð- isflokksins. Vinstri græn hafa bent á það að eðlilegast sé að efna til hugmynda- samkeppni um miðbæjarskipulag. Ýmsum aðilum gæfist þar kostur á að taka þátt í spennandi verkefni í ungu sveitarfélagi sem ekki hefur eiginlegan miðbæ í dag. Slík hugmyndasamkeppni myndi án efa verða eftirsóknarverð, ein- stakt tækifæri fyrir arkitekta og fyrir Árborgarbúa. Það eru spenn- andi tímar framundan í skipulags- málum Árborgar. Vinstri græn – hreinar línur. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Árborg við komandi sveitar- stjórnarkosningar. SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Oft hafa menn amast við athuga- semdum útvarpsráðs gagnvart rekstri Ríkisútvarpsins. Sem starfsmaður RÚV í áratug var ég oft gagnrýninn á ýmislegt sem frá því ráði kom. En það var ég líka gagnvart stjórn stofnunarinnar. Ekki voru starfsmenn alltaf sáttir við hana. Við vildum láta taka meira tillit til Starfsmannafélags Útvarpsins og Starfsmannafélags Sjónvarpsins sem síðan voru sam- einuð í Starfsmannafélag RÚV. En þegar allt kom til alls sætti ég mig við þessa togstreitu. Hún var ekki með öllu slæm. Hún endur- speglaði þá staðreynd að Ríkisút- varpið er almannastofnun, í almannaeign, sem engu að síður nýtur sjálfstæðis og byggir á tilliti til starfsmanna. Vilja til þess að koma til móts við starfsmenn sýndu stjórnendur RÚV í verki þegar samið var um aðkomu fulltrúa starfsmanna að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins í byrjun níunda áratugarins. Þetta byggðist reynd- ar á samningsbundnu ákvæði í kjarasamningum árið 1980 en í mörgum ríkisstofnunum var ákvæðið hins vegar virt að vettugi. Ofurtrú á hinum sterka manni Með hlutafélagavæðingu Ríkisút- varpsins er þetta sambýli fulltrúa eigenda, stjórnar stofnunarinnar og starfsmanna sett í uppnám; sambýli sem í senn hefur byggt á togstreitu og samvinnu. Með háeff- væðingu RÚV fengi útvarpsstjóri nánast alræðisvald við fram- kvæmd dagskrár og við allt manna- hald. Páll Magnússon, útvarps- stjóri, hefur farið mikinn til þess að ná til sín þessum völdum. Í grein í Morgunblaðinu 19. janúar sl. segir hann að færa megi fyrir því „gild rök að óbreytt rekstrarfyrirkomu- lag beri í sér dauðann sjálfan fyrir þessa merku stofnun“. Útvarps- stjóri telur að með því að losa stofnunina undan reglum sem gilda um opinberan rekstur, og þá vænt- anlega styrkja hann í sessi sem stjórnanda, muni gerast krafta- verk: „Núverandi rekstrarform kemur beinlínis í veg fyrir að Rík- isútvarpið verði rekið með skil- virkum og árangursríkum hætti. Það leiðir til verri nýtingar á fjár- munum en ella væri, sem aftur þýðir að minna fé verður til ráð- stöfunar í sjálfa dagskrána...“ Um þetta leyfi ég mér að hafa miklar efasemdir. Stjórnenda- hyggja af þessu tagi virðist hins vegar eiga nokkuð upp á pallborð- ið um þessar mundir: Ofurtrú á hinum sterka stjórnanda sem skákar liðsmönnum sínum til í anda skilvirkni og hagkvæmni. Ég hef meiri trú á einstaklingnum en svo að ég sé tilbúinn að gleypa slíka hugmyndafræði. Hefur mér enda sýnst kraftmestu stofnanirn- ar og fyrirtækin vera þau sem virkja sköpunarkraft hvers og eins en leggja ekki allt traust sitt á hinn alvitra ofurlaunaforstjóra. Þá vil ég minna á að um árabil hefur Ríkisútvarpið verið fjár- hagslega svelt og er þar komin helsta skýringin á vandræðum stofnunarinnar. Að ráða og reka skýringarlaust Undir hitt vil ég taka með Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, að sitthvað þarf að laga í stjórnsýslu Ríkisútvarpsins og þá ekki síður í tengslum stofnunarinnar við stjórnvöld, þótt ekki vilji ég þær lausnir sem honum hugnast helst. Páll Magnússon talar um úrelt ráðningarform og annað sem lýtur að stjórnskipulaginu, „- t.d. sér- kennilegu ferli þegar kemur að ráðningum í ýmsar lykilstöður.“ Og núverandi útvarpsstjóri spyr: „Man einhver eftir „fréttastjóra- málinu“? Því er til að svara að ég man það ágætlega. Reynt var að ráða fréttastjóra sem ekki þótti standast kröfur varðandi reynslu og þekkingu. Úr þessu varð mikið uppnám, innan og utan stofnunar. Öllum kom málið við, einfaldlega vegna þess að við eigum þessa stofnun og samkvæmt lögum og reglum sem um hana gilda geta þeir sem fara með völdin í stofn- uninni ekki farið með hana að eigin geðþótta einsog fram- kvæmdastjórar í fyrirtækjum eða stofnunum sem gerðar hafa verið að hlutafélögum. Og af tilefni spurningar Páls Magnússonar spyr ég á móti: Man einhver eftir fréttastjóramálinu á Stöð tvö? Æðstráðandi á þeim bænum, sem einnig hét Páll Magnússon, sagði upp fréttastjóranum – skýringar- laust. Hann þurfti ekki að standa almenningi skil gerða sinna. Á Fréttablaðinu var nýlega sagt upp ritstjórnarfulltrúa, einnig skýr- ingarlaust – alla vega á opinber- um vettvangi. Ritstjóri og fulltrúi eigenda komust upp með slíkt. Nú er ég ekki að halda því fram að aldrei kunni að vera réttmætt að segja starfsmanni upp starfi. Ég er einfaldlega að halda því fram að um fjölmiðil í eigu þjóðar- innar gildi önnur lögmál en í fyrir- tækjum almennt. Þetta endur- speglast í löggjöf sem á að tryggja gagnsæi, jafnræði og góða stjórn- sýslu. Undan öllum þeim lögum sem eiga að stuðla að þessu yrði Ríkisútvarpið tekið ef það yrði gert að hlutafélagi. Að lokum þetta: Páll Magnús- son, útvarpsstjóri, segist „tala þar fyrir munn alls þorra starfsmanna og stjórnenda stofnunarinnar“, þegar hann fagni fyrirhuguðum breytingum. Þetta er af og frá og vísa ég þar í umsagnir hagsmuna- samtaka starfsmanna og nýlega ályktun fjölmenns starfsmanna- fundar. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Ríkisútvarp er ekki sama og RÚV HF. UMRÆÐAN HLUTAFÉLAGA- VÆÐING RÍKIS- ÚTVARPSINS ÖGMUNDUR JÓNASSON ALÞINGISMAÐUR Með háeffvæðingu RÚV fengi útvarpsstjóri nánast alræðis- vald við framkvæmd dagskrár og við allt mannahald. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefur farið mikinn til þess að ná til sín þessum völdum. Hugmyndir Vinstri grænna ná fram UMRÆÐAN SKIPULAGSMÁL Í ÁRBORG HILMAR BJÖRGVINSSON Vinstri græn eru mjög ánægð með þessa kúvendingu meiri- hlutans. Það stefndi í það að þetta yrði eitt af stóru kosningamálunum í vor og þá hefðu meirihlutaflokkarnir átt erfitt með að mæta ferskum hugmyndum Vinstri grænna. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.