Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 42

Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 42
[ ] Með hækkandi sól verður ruslið umhverfis okkur áberandi en nú er komið að tiltekt því hreins- unarátak höfuðborgarsvæðisins hefst á morgun. Borgarstjórinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir tekur þátt í því. „Ég læt allt vera hversu græna fingur ég er með en ég reyni auð- vitað eins og aðrir að laga til kring- um mig á vorin,“ segir Steinunn Valdís, sem á gróinn garð. Hún kveðst ekkert sérstaklega iðin í blómaræktinni en í þremur köss- um við húsið ræktar hún alls konar grænmeti og kartöflur undir dúk þegar lengra líður á. Svo á hún rabarbara líka þannig að það verð- ur greinilega búsældarlegt hjá núverandi borgarstjóra þegar kemur fram á sumarið. „Ég er ekki komin langt með vorhreins- unina,“ segir Steinunn, sem ekki þarf aðeins að raka saman stöngla og afklippur heldur líka plast og pappír sem borist hefur í garðinn. Hún kveðst stundum velta því fyrir sér hvaða fólk það sé sem hendi rusli á almannafæri. „Það er alveg sama við hvern maður talar. Öllum finnst ástandið ótækt og skilur ekkert í öllum hinum en ég held við þurfum öll að taka okkur tak. Ruslið stingur svo illilega í augu á þessum árstíma.“ Umhverfissvið borgarinnar hefur verið með auglýsingar í sjónvarpinu undir kjörorðinu Virkjum okkur og vakið hafa athygli, til dæmis ein sem sýnir manneskju hrækja tyggjói út úr sér heima. Skilaboðin eru ljós. Nú er hreinsunarátak að hefj- ast í borginni og Steinunn Valdís kveðst hafa fengið bæjarstjóra í nágrannasveitarfélögunum til að taka þátt í því, þannig fái átakið meiri slagkraft. „Allir íbúar höfuðborgarsvæðisins leggja vonandi fram krafta sína og þrífa í kringum sig. Síðan koma hreins- unardeildirnar og hirða ruslið utan við lóðamörk,“ segir hún og heldur áfram. „Við reynum líka að hvetja vinnustaði til tiltektar. Ráðhúsið hefur haft sinn hreins- unardag og mun gera áfram. Í fyrra fórum við og þrifum beðin kringum Tjörnina. Þar kom ýmis- legt í ljós því greinilega hafa verið iðkaðir þar hlutir sem ekki eru prenthæfir.“ gun@frettabladid.is Burt með afklippur og rusl „Ruslið verður hirt við lóðamörk,“ segir borgarstjórinn. Steinunn Valdís hreinsar sitt nánasta umhverfi og hvetur íbúa höfuðborgarsvæðisins til að gera slíkt hið sama. MYNDIR/HULDA Pottaplöntur eru heimilisprýði. Þær lífga upp á umhverfið og færa lífinu lit. Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.