Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 42

Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 42
[ ] Með hækkandi sól verður ruslið umhverfis okkur áberandi en nú er komið að tiltekt því hreins- unarátak höfuðborgarsvæðisins hefst á morgun. Borgarstjórinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir tekur þátt í því. „Ég læt allt vera hversu græna fingur ég er með en ég reyni auð- vitað eins og aðrir að laga til kring- um mig á vorin,“ segir Steinunn Valdís, sem á gróinn garð. Hún kveðst ekkert sérstaklega iðin í blómaræktinni en í þremur köss- um við húsið ræktar hún alls konar grænmeti og kartöflur undir dúk þegar lengra líður á. Svo á hún rabarbara líka þannig að það verð- ur greinilega búsældarlegt hjá núverandi borgarstjóra þegar kemur fram á sumarið. „Ég er ekki komin langt með vorhreins- unina,“ segir Steinunn, sem ekki þarf aðeins að raka saman stöngla og afklippur heldur líka plast og pappír sem borist hefur í garðinn. Hún kveðst stundum velta því fyrir sér hvaða fólk það sé sem hendi rusli á almannafæri. „Það er alveg sama við hvern maður talar. Öllum finnst ástandið ótækt og skilur ekkert í öllum hinum en ég held við þurfum öll að taka okkur tak. Ruslið stingur svo illilega í augu á þessum árstíma.“ Umhverfissvið borgarinnar hefur verið með auglýsingar í sjónvarpinu undir kjörorðinu Virkjum okkur og vakið hafa athygli, til dæmis ein sem sýnir manneskju hrækja tyggjói út úr sér heima. Skilaboðin eru ljós. Nú er hreinsunarátak að hefj- ast í borginni og Steinunn Valdís kveðst hafa fengið bæjarstjóra í nágrannasveitarfélögunum til að taka þátt í því, þannig fái átakið meiri slagkraft. „Allir íbúar höfuðborgarsvæðisins leggja vonandi fram krafta sína og þrífa í kringum sig. Síðan koma hreins- unardeildirnar og hirða ruslið utan við lóðamörk,“ segir hún og heldur áfram. „Við reynum líka að hvetja vinnustaði til tiltektar. Ráðhúsið hefur haft sinn hreins- unardag og mun gera áfram. Í fyrra fórum við og þrifum beðin kringum Tjörnina. Þar kom ýmis- legt í ljós því greinilega hafa verið iðkaðir þar hlutir sem ekki eru prenthæfir.“ gun@frettabladid.is Burt með afklippur og rusl „Ruslið verður hirt við lóðamörk,“ segir borgarstjórinn. Steinunn Valdís hreinsar sitt nánasta umhverfi og hvetur íbúa höfuðborgarsvæðisins til að gera slíkt hið sama. MYNDIR/HULDA Pottaplöntur eru heimilisprýði. Þær lífga upp á umhverfið og færa lífinu lit. Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.