Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 54

Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 54
54 20. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Sumardeginum fyrsta er best lýst sem umhleypingatíma enda kemur hann upp á miðju vori og mikill munur er á veðurfari sunnanlands og norðanlands,“ segir Páll Bergþórsson, veður- fræðingur. Þrátt fyrir að þessi tímamót gefi fögur fyrirheit hefur reyndin verið sú undanfarin ár að veðurguðirnir hafa kært sig koll- ótta og menn og skepnur um landið allt oftar upplifað rigningu, golu eða slyddu þennan dag en sól og hlýindi. Spár dagsins eru á svipuð- um nótum. Víða verður skýjað og hitastig fer vart yfir fimm stigin hvort heldur er sunnan- eða norð- anlands. Sumardagurinn fyrsti er tákn- rænn í hugum margra landsmanna en hann ber ávallt upp fyrsta fimmtudag eftir átjánda apríl og getur því verið breytilegt hvaða vikudag hann ber upp á. Segja má að vart geti tímasetningin verið betri því hann ber upp á þeim tíma sem vetri sleppir og sumarið tekur við en eðli málsins samkvæmt er sá tími umhleypingasamur þó mjög dragi úr afli veðurkerfa í háloftun- um. Um þetta leyti er norðaustan- átt ríkjandi og tíðust á landinu öllu og loftþrýstingur jafnan hvað hæstur. Reykvíkingar hafa aldrei upp- lifað þennan dag heitari en árið 1998 þegar hitastigið mældist 13,5 gráður og skein sól skært mestall- an þann dag. Sólríkastur var hann þó upp úr síðustu aldamótum þegar sól vermdi vanga borgarbúa í 14,6 klukkustundir. Þurrt er yfirleitt í veðri suðvestanlands og sjaldan rignir. Lágmarkshiti umrædds dags var árið 1949 þegar hitastigið var -8,9 gráður og fjórum sinnum frá þeim tíma hefur hitastig ekki farið upp fyrir frostmark þennan dag. Tvisvar sinnum síðustu 50 ár hefur jörð verið alhvít sumardag- inn fyrsta í höfuðborginni. Hæsti hiti þennan daginn á landsvísu mældist á Akureyri árið 1976 þegar hitinn fór í 19,8 stig. Lægst fór það árið 1988 í Miðfirði þegar frostið náði 18,2 gráðum. Þórólfur Jónsson, forsvarsmað- ur Veðurklúbbsins á Dalvík, segir engar sérstakar spár gerðar vegna sumardagsins fyrsta. Aðeins sé spáð í lok hvers mánaðar fyrir þann næsta. „Við spáum að það verði áframhaldandi norðanáttir að mestu í veðrinu fram eftir apríl mánuði. Því ljúki þó þann 27. apríl og þá taki við hlýindi og sumarið fari að ganga í garð fyrir alvöru.“ Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að ástand vega væri í meðallagi miðað við árstíma. Lang- flestir fjallvegir landsins eru færir þó enn séu hálkublettir á stöku stað. Allir hálendisvegir eru lokað- ir venju samkvæmt og ástands- kannanir gefa ekki tilefni til ann- ars en að þeir verði væntanlega opnaðir í júní eins og undanfarin ár. albert@frettabladid.is Sumarið er ekki komið þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti sé genginn í garð. Þessi tími er jafnan umhleypingasamur og svo mun einnig nú. Spámenn Veðurklúbbsins á Dalvík segja landsmenn þurfa að bíða í tvær vikur enn. TÆPLEGA FJÓRTÁN GRÁÐU HITI Einn heitasti sumardagurinn fyrsti sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa upplifað var árið 1998 þegar sól skein á háa sem lága og hitastigið náði 13,5 gráðum. Í dag fer hitinn samkvæmt spám vart yfir fimm gráður og lítið mun sjást til sólar. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR Þ. GUÐMUNDSSON Bið eftir sumrinu SUMARDAGURINN FYRSTI 6° 1950 1970 1990 2000 2005 1° 1° 0° 3° 1° 1° -1° 8° 10° Reykjavík Akureyri PÁLL BERGÞÓRSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.