Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 58
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR42 Höskuldur Kristvinsson, skurðlæknir og hlaupari, vann það afrek fyrir páska að taka þátt í þríþrautinni Járnmanninum, Ironman, í Arizona í Bandaríkjunum. Höskuldur synti 3,8 kíló- metra, hjólaði 180 kílómetra og hljóp heilt maraþon, 42,2 kílómetra, á rúmlega sextán klukkustundum. Höskuldur sá sjónvarps-útsendingu frá Hawaii-þríþrautinni, sem er ein sú frægasta af þeim öllum, fyrir tuttugu árum og datt þá í hug að taka þátt í þríþraut. Hugmyndin blundaði í honum í mörg ár. Hann byrjaði að skokka um svipað leyti og hann sá þáttinn og hefur haldið sínu striki. Afreka listinn er orðinn langur. Hann hefur tekið þátt í tíu maraþonum á Íslandi og í Banda- ríkjunum, farið Laugaveginn fimm sinnum og hlaupið Lappland últra árið 2003. Árið 2004 tók Höskuldur þátt í hlaupi kringum Mont Blanc og hljóp þá 117 kíló- metra. Í fyrra varð hann svo fyrst- ur Íslendinga til að ljúka 100 mílna hlaupi í Ohio í Bandaríkjunum. Höskuldur ákvað fyrir tíu mán- uðum að skrá sig í þríþrautina í Arizona og hóf markvissan undir- búning fyrir rúmlega hálfu ári. Hann keypti sér bók með æfinga- áætlunum fyrir íþróttamenn sem eru misjafnlega langt komnir og fór að mestu leyti eftir henni, með aðlögun þó. Hann hefur hlaupið um 60 kílómetra á viku og segist ekki hafa tíma, þörf eða getu til að hlaupa yfir 100 kílómetra eins og sumir gera við undirbúning fyrir svona keppni. „Undirbúningurinn er öðruvísi fyrir svona þríþraut en maraþon því að maður þarf að skipta æfing- unum milli þriggja greina. Þetta var 30 vikna prógramm. Æfing- arnar fara úr því að vera fimm til sex klukkustundir á viku upp í tíu klukkustundir á viku síðustu tvo mánuðina, sund, hjól og hlaup,“ segir hann. Æfði kappklæddur Höskuldur segist aldrei hafa hjólað mikið, rétt kannski í vinn- una og með krökkunum sínum, „en ekkert að ráði þannig“. Hann kveðst ekki heldur vera mikill sundmaður en tók sundnámskeið til að undirbúa sig og synti meira en venjulega enda ekkert grín að synda tæplega fjóra kílómetra á innan við tveimur tímum fyrir óvanan sundmann. „Það er að mörgu að huga í undirbúningi fyrir svona keppni. Maður verður til dæmis að íhuga veðurfarið á staðnum. Ég vissi að það gæti orðið heitt í Arizona á þessum tíma og sú varð raunin. Við þær aðstæður eiga hlauparar að æfa sig í heitu umhverfi til að venja sig við hitann og ég gerði það. Þrjár vikur fyrir þríþrautina æfði ég kappklæddur. Ég var til dæmis í sjö eða átta lögum af fötum á hjóli úti í bílskúr í klukku- tíma í senn,“ segir hann. Höskuldur kom til Bandaríkj- anna í byrjun apríl. Hann hafði lítið sem ekkert æft síðustu vikuna, gætti þess bara að borða og drekka vel til að hafa næga orku. Veður- spáin hljóðaði upp á óvenjumikinn hita, mest 31 og minnst 15 gráður yfir daginn, og þannig reyndist það verða. Þátttakendur, sem voru um tvö þúsund talsins, voru ræstir klukkan sjö að morgni. Synti á tveimur tímum Þríþrautin hófst með því að synda einn hring í stöðuvatninu í borginni Tesse. „Mér fannst ég eitthvað þungur fyrsta hálftím- ann, kannski vegna þess að ég hafði borðað svo mikið dagana á undan, en aðstæður voru ágætar, veðrið hagstætt og vatnshitinn alveg bærilegur. Ég kláraði sundið á innan við tveimur tímum en við höfðum tvo tíma og tuttugu mínút- ur til að synda þessa vegalengd,“ segir Höskuldur. Flestir syntu skriðsund en Hösk uldur segist aldrei hafa náð skriðsundstækninni nógu vel til að synda það. Hann segir að margir keppenda hafi synt skriðsund með lélegri tækni og verulegri áreynslu en sjálfur hafi hann synt bringu- sund og baksund. „Þeir fóru ekki hraðar yfir en ég. Ég var sáttur við að klára sundið því að ég var ekki viss um að ég myndi hafa það en það hefði verið skítt að ná því ekki.“ Höskuldur var með krampa í kálfunum eftir sundið og tók því góðan tíma, um 17 mínútna pásu, á MEÐ VATNSBRÚSANN Á HLAUPUM Miklu skiptir að gæta þess að drekka og borða vel þegar lagt er í þríþraut á borð við þá sem Höskuldur tók þátt í. Á HJÓLINU Hitinn var mestur yfir daginn meðan hjólaþrautin stóð yfir. Járnmaðurinn í Arizona KOMINN Í MARK Höskuldur Kristvinsson sést hér kominn í mark.inga til að ljúka EFTIR AFREKIÐ Í góðu ástandi eftir þraut- ina, aðeins ein nögl brotin eftir afrekið. UM 2.000 ÞÁTTTAKENDUR Þríþrautin fór fram í borginni Tempe í Arizona.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.