Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2006, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 20.04.2006, Qupperneq 59
FIMMTUDAGUR 20. apríl 2006 59 skiptisvæðinu áður en hann steig á hjólið. Framundan var 180 kíló- metra vegalengd, tiltölulega flöt og malbikuð en þó með 150 metra mismun á hæsta og lægsta punkti. Leiðin var í þremur lykkjum, þrisvar sinnum 60 kílómetra vega- lengdum. Hjólaþrautin tók tæpar átta klukkustundir og stóð einmitt yfir heitasta tíma dagsins. Höskuldur kveðst hafa gætt þess að næra sig vel á leiðinni og hellt reglulega yfir sig vatni til að kæla sig. Hann miðaði við að hjóla 60 kílómetra á tveimur tímum og það stóðst nokkurn veginn. Höskuldur var stirður eftir hjólaþrautina enda var klukkan orðin fimm síðdegis og þrautin búin að standa í tíu tíma. Hann tók sér aftur tæplega tuttugu mínútur á skiptisvæðinu og lagði svo í hann. Lofthitinn var ekki jafnmik- ill og áður og aðstæður því betri að því leyti. Höskuldur fór hægt af stað af því að hann var stirður nýkominn af hjólinu. Hann var búinn að setja sér það markmið að hlaupa fjórtán kílómetra á innan við tveimur tímum og það stóðst. Hann lauk hlaupabrautinni á innan við sex tímum. Óglatt fyrst eftir hjólaþrautina „Ég var nokkurn veginn viss um að ég myndi klára þrautina þegar þarna var komið því að þetta gekk vel og ég lenti aldrei í neinum vandræðum en maður veit svo sem aldrei fyrr en yfir lýkur, maður getur alltaf fengið krampa, dottið eða tæmt sig af orku,“ segir hann. Höskuldur var þreyttur þegar þríþrautinni var lokið en samt ekki þannig að hann væri að gef- ast upp. „Maður leikur sér við sjálfan sig með hugarleikfimi og svo reyndi ég að drekka og borða á öllum drykkjarstöðvum. Mér var óglatt fyrst eftir hjólaþrautina en ákvað að borða ógleðina úr mér þannig að það kæmi ekki niður á hraðanum,“ segir hann. Höskuldur Kristvinsson var stoltur og ánægður þegar hann kom í mark eftir sextán klukku- stundir og korter í þrautinni. Hann segir að skrokkurinn komi vel út úr afrekinu og sennilega missi hann bara eina nögl. „Skrokkurinn er allur stirður en ég losnaði að mestu við sólbruna. Ég er vissulega svolítið stirður eftir þetta en hef verið miklu stirðari eftir styttri vegalengdir,“ segir Höskuldur. Næstu markmið eru þegar farin að skýrast. Fyrst verður það Laugavegurinn í sumar og svo veltir hann fyrir sér að reyna að ná þátttökumarkmiði í Boston- maraþoninu 2007. Til þess þarf hann að bæta tíma sinn um átta mínútur eða svo í heilu maraþoni og það er mikil áskorun. Talið er að Höskuldur sé fyrst- ur Íslendinga til að ljúka Ironman- þríþraut en ungur maður ku vera skráður til þátttöku í Ironman-þrí- þraut í Sviss í sumar. ghs@frettabladid.is Það getur orðið ansi heitt í Arizona á þess- um árstíma og því æfði Höskuldur kappklæddur úti í bílskúr í þrjár vikur til að venja sig við hitann. LEIÐIRNAR SEM FARNAR VORU Í ÞRÍÞRAUTINNI Höskuldur synti 3,8 kílómetra í Tempe vatni. Þegar því var lokið hjólaði hann 180 kílómetra. Hjólaleiðin var tiltölulega flöt en þó var 150 metra mismunur á hæsta og lægsta punkti. Síðasta þrautin var maraþonhlaup sem Höskuldur lauk á innan við sex klukkustundum. SUNDLEIÐ 3,8 km (1 hringur) HJÓLALEIÐ 180 km (3 hringir) HLAUPALEIÐ 42,2 km (3 hringir) SKIPTISVÆÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.