Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 70

Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 70
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR54 maturogvin@frettabladid.is Ómar R. Valdimarsson, framkvæmdastjóri Ís- lenskra almannatengsla, er afar hrifinn af grænmetis- fæði. Hann eldar þó oftar fyrir hundinn en sjálfan sig sem fúlsar ekki við nauta- hakki. „Ég er ekki hreinræktuð grænmetis- æta en borða mikið af grænmetis- fæði. Bæði finn ég hvað mér líður betur af slíkum mat og svo er líka svo miklu skemmtiegra að elda grænmetismat heldur en kjötrétti. Grænmetið er fallegra, litríkara, áferðarfallegra og bragðmeira,“ segir Ómar og bætir við að þegar kemur að matseldinni þá sé Solla á Grænum kosti hans átrúnaðargoð og hann noti mikið matreiðslubók- ina hennar Grænn kostur Hag- kaupa. Uppskriftin sem hann gefur hér á síðunni af fylltum paprikum er einmitt úr þeirri bók og segir hann að hún sé sannkölluð veislu- máltíð fyrir grænmetisætur. Ómar segist þó alls ekki elda nógu oft, a.m.k. ekki fyrir sjálfan sig, en sambýlingur hans, hundur- inn Húgó, sem er ársgömul ung- versk vizla, nýtur þó reglulega góðs af matreiðsluhæfileikum hans því Ómar er duglegur að dekra við hundinn með nýsteiktu nautahakki. „Húgó er standandi fuglahundur og mun fljótlega fá að reyna á sig því ég er á leið á skotfiminámskeið og planið er að fylla frystinn af gæs, önd og rjúpu,“ upplýsir Ómar sem segist vera tíður gestur á veitinga- húsum bæjarins, sérstaklega þeim sem bjóða upp á grænmetisfæði. „Fleiri góðir veitingastaðir mættu bjóða upp á „take away“ þjónustu því það er gaman að borða góðan mat heima hjá sér,“ segir Ómar. -snæ Vín er náttúruleg afurð, og það er umhugsunarefni með vín, eins og með mat, hvaða óæskilegu auka- efni við gætum verið að innbyrða þegar við drekkum gott vín. Það er eflaust ekki mjög æskilegt að neyta áburðar, eiturs og brenni- steins í miklu magni en þetta eru allt efni sem gætu leynst í víni. Lífræn ræktun á vínvið tryggir að jarðvegurinn er ómengaður og að náttúrulegt umhverfi plantnanna sé í góðu jafnvægi. Bóndinn vinnur mun meira á ekrunum og þarf að slá og plægja allt að 8 sinnum á ári. Því verður meira loft í jarð- veginum sem þýðir að ræturnar ná lengra niður og draga þar með meiri jarðvegsnæringarefni í þrúgurnar en við hefðbundna ræktun. Í lífrænni ræktun verða plönturnar mikið eldri en í hefðbundinni vínrækt sem þýðir að þrúgurnar verða alltaf færri og færri og betri og betri til víngerðar. Lífrænt ræktuð vín frá Roussillon-héraðinu frá Pujol eru með bestu kaupum í vínbúðum og eru lífrænt vottuð. Uppskera hjá Pujol stendur yfir í tæplega tvo mánuði og þrúgurnar eru allar hand- tíndar og flokkaðar til þess að eingöngu heilbrigðar og góðar þrúgur fari í vinnsl- una. Á meðal þeirra vína sem fást hérlendis frá Pujol framleiðandanum er verðlaunavínið Côtes du Roussillon 2001 Futs de Chêne sem er gert úr fjórum þrúgum - syrah, mourvèdre, rauðu grenache og carignan. Það er einstaklega fíngert og bragð- gott og hefur frábæra fyll- ingu. Það er með sólberja- og skógarilmi og er kryddað í munni, með keim af svörtum berjum og plómum. Það passar einkar vel með grilluðu eða steiktu kjötu, saltfiski og er ljúffengt með mjúk- um ostum. Fæst í flestum vínbúðum og kostar 1490 krónur. Lífrænt og vænt fyrir sumarið PRAVDA Hin geysivinsæla TRÚBADORAKEPPNI HÁSKÓLANNA heldur áfram í kvöld DJAMMIÐ UM HELGINA: Allt um djammið Veitingastaðurinn Salt- húsið í Grindavík er staðsettur í fallegu tví- lyftu bjálkahúsi. Eins og nafn staðarins gefur til kynna þá er þar boðið upp á mikið úrval af saltfiskréttum í hinum ýmsu útgáf- um en þrátt fyrir að saltfiskur sé aðalsmerki staðarins þá er vissu- lega hægt að fá þar ýmislegt annað. Þar sem húsið er timburhús er stemningin svolítið sumarbústað- arleg sem gerir staðinn að góðum valkosti fyrir borgarbúa sem vilja bregða sér út fyrir bæjarmörkin. Það er þó ekki endilega nein róleg- heitastemning á staðnum því þar er reglulega boðið upp á böll með hljómsveitum, boltakvöld og aðrar uppákomur. Staðurinn er einnig kjörinn undir hinar ýmsu veislur. Matseðillinn? Samanstendur aðallega af ýmsum spennandi salt- fiskréttum eins og hráum saltfisk- þynnum með kóríander-chilliolíu, gratínerðum saltfiski að hætti kat- alóníubúa og ofnbökuðum salt- fisksteik. Vinsælast? Þeir sem eru að koma í fyrsta sinn á staðinn fá sér að sjálf- sögðu einhvern saltfiskrétt en aðrir velja, lamb, ristaðan kjúkling eða nautalundir. Verð? Aðalréttirnir eru á verðbil- inu 2.000-5.000 en forréttirnir eru flestir undir 1.000 krónum. Hægt er að fá fiskrétt dagsins á 1.790 krónur og er hann þá eldaður eftir kenjum kokksins. Sjá nánar á www.salthusid.is. VEITINGASTAÐURINN SALTHÚSIÐ STAMPHÓLSVEGI 2, GRINDAVÍK SÍMI: 426 9700 Lífið er gratíneraður saltfiskur Sannkölluð veislumáltíð fyrir grænmetisæturnar GALSI Í ELDHÚSINU Ómar og Húgó búa saman í Vesturbænum en deila þó ekki sama matarsmekk. Ómar er hrifnastur af grænmetisfæði en Húgó veit fátt betra en nýsteikt nautahakk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FYLLTAR PAPRIKUR 4 rauðar paprikur 150 gr sólþurrkaðir tómatar 150 gr þistilhjörtu(í krukku) 150 gr möndlur eða hnetur 150 gr tófú 150 gr soja mozarellaostur 1 lúka ferskt kóríander smá salt og cayennapipar Skerið paprikurnar í tvennt og hreinsið. Setjið allt annað hráefni í matvinnsluvél og hrærið saman. Fyllið paprikurnar með maukinu og bakið í ofni við 180 gráður í 15-20 mín. Með þessu er gott að hafa ofnbak- aðar rauðrófur og sætar kartöflur. Skerið grænmetið í bita og setjið í eldfast mót ásamt olífuolíu, rósmarín og sítrónusafa og bakið í 45 mín. Klettasalat með fetaosti passar einn- ig afar vel við þetta. SKELLTU... kjöti á grillið. Nú er komið sumar, sama hvað veðrið segir, og ekki eftir neinu að bíða. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Það mun vera fiskur. Fyrsta minningin um mat? Mamma fór á spítala þegar ég var sex ára og pabbi þurfti að elda ofan í okkur bræðurna, og þá var iðulega Maggi-súpa í matinn. Mér fannst hún mjög góð og finnst enn. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ætli það sé jólamaturinn þegar ég var lítill. Það voru alltaf rjúpur á jólunum. Þær hef ég hins vegar ekki bragðað í mörg í ár. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég borða allt sem er sett á minn disk, en ef ég á að nefna eitthvað sem ég er ekki hrifinn af kemur rauðsúpa í hugann. Leyndarmál úr eldhússkápunum? Ég geri sérstaka kryddblöndu í túnfisksalatið mitt, en eðli málsins samkvæmt gef ég hana ekki upp. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ís. En hann er bara í boði á sunnudögum. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég á alltaf til ávaxtasafa. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt tækir þú með þér? Kjötsúpu sem ég gæti borðað dögum saman. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Einu sinni var ég að vinna í Sundahöfn þar sem við fengum að panta mat. Mér fannst svikinn héri hljóma eitthvað svo vel, en svo var þetta bara einhver hakk- búðingur. Það fannst mér skrýtið. MATGÆÐINGURINN HALLDÓR GYLFASON LEIKARI Svikinn af sviknum héra

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.