Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 74
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR58 Í dag birtast næstu tvö ljóðin í Sigurskáldinu 2006, ljóðakeppni Fréttablaðsins og Eddu útgáfu, og lýkur þar með þriðju umferð. Í gær fengu lesendur tækifæri til að gera upp á milli ljóða Ótt- ars Martins Norðfjörð og Atla Bollasonar en nú stendur valið milli Unnar Andreu Einarsdóttur og Lubba klettaskálds (Björg- vins Gunnarssonar) en það er á valdi lesenda hvort þeirra kemst áfram í undanúrslit keppninnar um Sigurskáldið. Þó svo að ummæli dómnefndar fylgi með, er það á ykkar valdi, lesendur góðir, að velja það ljóð sem ykkur þykir skara fram úr. Í kvöld standa eftir sex ljóð sem keppa í undanúrslitum á fimmtudag og föstudag. Úrslita- slagurinn fer svo fram um helg- ina og sjálft Sigurskáldið verður krýnt í lok Viku bókarinnar. Hringurinn um Sigurskáldið þrengist LUBBI KLETTASKÁLD (BJÖRGVIN GUNNARSSON) Fæddur 1980. UNNUR ANDREA EINARSDÓTTIR Fædd 1981. Ef þú kýst ljóð Lubba sendir þú SMS- skeytið JA L5 í númerið 1900*. Ef þú kýst ljóð Unnar sendir þú SMS- skeytið JA L6 í númerið 1900*. * Hvert skeyti kostar 99 krónur. HVERNIG VELUR ÞÚ LJÓÐ? Til að kjósa þitt ljóð sendir þú einfald- lega SMS-skeyti, eitt eða fleiri. Dregið verður úr innsendum SMS skeytum á hverjum degi. Vinnings- hafi dagsins fær bókina Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Æðar Japans Meðan þú bróderar dreka í dúnúlpuna þína, plokka ég af mér píkuhár til þess að þú verðir ekki uppiskroppa með tvinna. Þú gerir lítið úr fórn minni og segir frá því hvernig fyrrverandi kærasta þín frá Japan hafi eytt fjórum klukkutímum á dag í að plokka æðarnar úr rækjunum sem hún hafi vandlega valið í rækjusalatið þitt. Ólýsanlegur glæsibragur hafi verið yfir agaðri beitingu hennar á flísatönginni sem hún hafði sjálf steypt úr skartgripum ömmu sinnar. Þegar þú sefur stelst ég til að strengja tippahárin þín í litla hörpu og spila á þau lag sem ég hef samið um þig. Svo dansa ég í takt við andardrátt þinn. Þú vaknar meðan ég er að slamma við þungarokkshroturnar í þér. Þú hlærð einsog freðinn risarostungur og eftir hálftíma af óbærilega sársaukafullum þrumuhlátri, hjóla ég rakleiðis á barinn og þamba að botninum á viskíflösku. Þú finnur mig næsta morgun þar sem ég ligg dauð á framrúðunni á bláum Volvo. Þú starir inní blóðhlaupin augu eftir hamfaraflóð af áfengum tárum. Þú segist vilja slíta sambandinu því þú sért eiginlega meira fyrir japanskar konur. hnýttir endar þú segir að þú hafir hnýtt alla lausa enda að fortíðin hafi verið gerð upp og að þú horfir fram á veginn þú sverð að þú hafir lokað öllum dyrum afhverju finn ég þá dragsúg? Álit dómnefndar Kristján B. Jónasson: Sambandsslit sett í algerlega nýtt og magnað samhengi. Frumleiki, kraftur og fyndnir taktar. Ragnheiður Eiríksdóttir: Eins og súrrealísk bíómynd, eða manneskja á barmi sturlunar. Það tvennt er bæði mjög spennandi og þetta ljóð er það líka. Fær mig til að hugsa um eldrauðan varalit. Þórarinn Þórarinsson: Það er eitthvað ómótstæðilegt við skapahár í ljóðum. Erótík og dauði er svo auðvitað sígildur dúett þannig að þetta kveikir vel í manni. Álit dómnefndar Kristján B. Jónasson: Haganlega gert ljóð um grundvallarspurningu sem allt nýfrelsað fólk verður að spyrja sig. Ragnheiður Eiríksdóttir: Þetta ljóð er í laginu eins og sverð, og orðið sverð kemur fyrir í því, en í annarri merkingu. Það er dularfullt og eitthvað draugalegt við það líka. Þórarinn Þórarinsson: Skemmtileg pæling í nettu ljóði um þá óþolandi staðreynd að fortíðin verður aldrei grafin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.