Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 78
62 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
17 18 19 20 21 22 23
Fimmtudagur
■ ■ SJÓNVARP
17.05 US PGA í nærmynd á
Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku
mótaröðina í golfi.
18.35 Evrópukeppni félagsliða á
Sýn. Bein útsending frá leik í keppn-
inni.
20.35 Leiðin á HM á Sýn.
FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson,
leikmaður Charlton og íslenska
landsliðsins, var í gær úrskurðað-
ur í þriggja leikja keppnisbann af
enska knattspyrnusambandinu
fyrir að hafa gefið hinum portú-
galska Luis Boa Morte, leikmanni
Fulham, olnbogaskot í andlitið í
viðureign liðanna sl. mánudag.
Dómari leiksins sá ekki ástæðu
til að gera neitt úr atvikinu á
meðan leiknum stóð en dómur FA
byggist á myndbandsupptökum
frá leiknum sem sýna glögglega
að olnbogi Hermanns fer í andlit
Boa Morte.
„Þetta var alls ekki með vilja
gert. Hann var hangandi í mér
þegar ég var að hlaupa inn í teig-
inn og ég var bara að reyna að
hrista hann af mér,“ sagði Her-
mann við Fréttablaðið í gær og
bætti því við að hann væri að líða
fyrir smæð Boa Morte. „Hann er
nú ekki hár í loftinu og því miður
fór olnboginn í andlitið á honum.
Hefði þetta verið stærri leikmað-
ur hefði höndin líklega farið í
bringuna á honum. Þetta var
algjört slys.“
Hermann kveðst hafa beðist
Boa Morte afsökunar og allir hafi
skilið sáttir. „Við töluðum saman
eftir leikinn og tókumst í hendur.
Þess vegna skil ég ekki af hverju
FA sé að skipta sér að þessu,“ segir
Hermann, en þess má geta að
Boamorte skoraði bæði mörk Ful-
ham í 2-1 sigri liðsins og fór illa
með varnarmenn Charlton í ófá
skiptin í leiknum.
„Ég hef leikið fjölmarga leiki í
úrvalsdeildinni og aldrei fengið
rautt spjald. Þetta tilvik var ein-
faldlega stíf barátta inni á vellin-
um sem var gleymd og grafin eftir
leikinn. Þess vegna er leiðinlegt
að svona skuli fara,“ segir hann,
en leikbannið þýðir að Hermann
mun ekki spila meira á þessari
leiktíð, enda á Charlton aðeins
þrjá leiki eftir af deildarkeppn-
inni. Charlton er í 11. sæti ensku
deildarinnar og á neinast enga
möguleika á Evrópusæti.
„Við hefðum getað áfrýjað en
það er ekki áhættunar virði þar
sem þá ætti ég á hættu að missa af
upphafi næstu leiktíðar. Það eru
þrír leikir eftir og við siglum
lygnan sjó um miðja deild svo að
það er líklega besti kosturinn að
taka út þetta bann núna.“
vignir@frettabladid.is
Hermann í þriggja leikja
bann fyrir olnbogaskot
Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur verið dæmdur í þriggja leikja
bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa veitt Luis Boa Morte oln-
bogaskot í leik Charlton og Fulham á mánudaginn. Óviljaverk, segir Hermann.
BARÁTTA UM BOLTANN Hermann Hreiðarsson sést hér í baráttu við Luis Boa Morte í leik
Charlton og Fulham í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór í október á síðasta ári. Þá gerðu
liðin 1-1 jafntefli og náði Hermann að hafa góðar gætur á Boa Morte.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI Leikmenn og stjórn
körfuknattleiksdeildar Snæfells
var enn að jafna sig á því að
Bárður Eyþórsson hefði ákveðið
að yfirgefa félagið þegar Frétta-
blaðið heyrði hljóðið í Hólmurum í
gær.
„Þetta er að sjálfsögðu mikið
áfall enda áttum við von á því að
halda Bárði,“ sagði Gissur
Tryggvason, formaður körfuknatt-
leiksdeildar Snæfells, sleginn í
gær. „Við erum engu að síður vanir
því að fá kjaftshögg hér á hverju
ári og það þýðir ekki að gráta
Björn bónda heldur safna liði.“
Einn besti leikmaður félagsins,
Magni Hafsteinsson, var einnig í
áfalli yfir fréttunum af brott-
hvarfi Bárðar en hans framtíð er í
kjölfar þessara fregna í nokkurri
óvissu. Magni segist vilja vera
áfram í Hólminum en auðvitað
skipti máli hver verði þjálfari og
hvernig umgjörðin verði næsta
vetur. Hann muni því bíða eftir
næstu skrefum stjórnarinnar áður
en hann taki ákvörðun um fram-
haldið en stjórnin fundaði með
leikmönnum seinni partinn í gær.
- hbg
Snæfell enn að jafna sig á brotthvarfi Bárðar:
Óvissa með framhaldið
MAGNI HAFSTEINSSON Mörg lið myndu
vilja næla í kappann en hann vill helst vera
áfram í Hólminum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefáns-
son segist ekki líta á sig sem kyntákn
í einkar skemmtilegu og áhugaverðu
viðtali við opinbera heimasíðu Alþjóða
körfuboltasambandsins sem birtist í
gær. Um er að ræða vikulegan dálk á
heimasíðunni þar sem tekið er viðtal við
einhvern þjálfara eða leikmann í Evrópu,
en Jón Arnór hefur skapað sér nokkuð
stórt nafn í Evrópuboltanum eftir að
hafa leikið í Þýskalandi, Rússlandi og nú
með Carpisa Napoli á Ítalíu með góðum
árangri.
Mikið er gert úr meintum kynþokka
Jóns Arnórs í viðtalinu og er meðal
annars haft eftir Mario Maione, forseta
Carpisa, að koma íslenska leikmannsins
til liðsins valdið aukinni aðsókn kvenna
á leiki liðsins. Jón Arnór segir kvenhyll-
ina ekki hafa áhrif á sig. „Ég lít ekki mig
sem kyntákn, jafnvel þrátt fyrir að ég
hafi nýlega farið á sjúkrahús í rannsókn
og hjúkrunarkonurnar vildu ekki að ég
færi,“ segir Jón Arnór í viðtalinu
en einnig er minnst á að hann
sé hávaxinn, ljóshærður og
með blá augu. Hann greinir
sömuleiðis frá því að hann
hafi hlotið hinar ýmsu gjafir frá
stuðningsmönnum sínum sem
hann fer ekki með heim til
sín af ótta við að kærastan
verði afbrýðisöm, en sú
er Embla Grétarsdóttir,
knattspyrnukona úr KR, sem
býr með Jóni Arnóri í Napolí.
Í viðtalinu segir að hún hafi
flutt út til að hafa auga með
manninum sínum.
„Hvort sem það er á
Íslandi eða á Ítalíu,
þá vilja konur vera
við stjórnvölinn.“
Í viðtalinu er
farið yfir stuttan en
viðburðaríkan feril
Jóns Arnórs og segir
hann meðal annars frá
ævintýrum sínum með
Dallas í NBA-deildinni. Þá
segir hann að margir ungir
leikmenn með mikla hæfileika
séu að koma upp á Íslandi
og eftir 10 ár verði landsliðið
hugsanlega orðið sam-
keppnishæft á alþjóðavísu.
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON: Í VIÐTALI VIÐ HEIMASÍÐU ALÞJÓÐA KÖRFUBOLTASAMBANDSINS
Hjúkkurnar vildu ekki að ég færi
Ísland stendur í stað
Íslenska karlalandsliðið stendur í stað
á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og er
áfram í 97. sæti listans. Íslenska liðið
hefur fallið um tvö sæti frá því á sama
tíma á síðasta ári. Brasilía er í efsta sæti
listans, þar á eftir koma Tékkar í 2. sæti,
Hollendingar í því 3. og þá eru Banda-
ríkin komin upp í 4. sæti listans.
KÖRFUBOLTI „Það væri fásinna að
ætla sér ekki að halda manni eins
og Einari,“ sagði Valþór Jónsson,
formaður körfuknattleiksdeildar
Njarðvíkur, við Fréttablaðið í gær.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
liðsins, er samningslaus en leiða
má líkur að því að hann framlengi
samning sinn við Njarðvíkinga.
Einar stýrði liðinu til Íslands-
meistaratitilsins á mánudaginn en
auk þess að vonast til að fá Einar
áfram til starfa, eru Njarðvíking-
ar vongóðir um að halda einum af
lykilmönnum liðsins, Jeb Ivey.
„Við höfum enn ekki rætt málin
og gerum það ekki fyrr en í næstu
viku. Þá ætlum við að tryggja þá
sem við viljum tryggja. Jeb Ivey
er þeirra á meðal. Við ætlum að
ræða við hann áður en hann fer
heim í frí,“ sagði Valþór. - hþh
Íslandsmeistarar Njarðvíkur:
Vilja Einar og
Ivey áfram
JEB IVEY Gæti vel komið aftur til Njarðvíkur
á næsta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HNEFALEIKAR Meistaramót Íslands í
hnefaleikum fer fram í Kapla-
krika á laugardaginn en þetta er
fyrsta íslandsmótið í fimmtíu ár.
Sýnt verður beint frá keppninni á
laugardaginn klukkan 20.00. Miðar
eru til sölu hjá hnefaleikafélögun-
um, sem og á undankeppninni en
aðeins kostar 1.500 krónur á öll
þrjú kvöldin.
Undankeppni hefst í dag, í hús-
næði Hnefaleikafélags Reykja-
víkur í Faxafeni 8, en alls eru
skráðir 45 keppendur á mótið. Á
úrslitakvöldinu verða tólf bardag-
ar og því kemst aðeins helmingur
keppenda þangað.
Keppt verður í karlaflokki,
unglingaflokki drengja (16-19 ára)
og kvennaflokki. Í kvennaflokki
eru fjórir keppendur skráðir í
tveimur þyngdarflokkum. Í ungl-
ingaflokki drengja eru 19 kepp-
endur skráðir í sex þyngdarflokk-
um og í karlaflokki eru 22
keppendur skráðir í sex þyngdar-
flokkum.
Þetta er fyrsta meistaramót
sem haldið hefur verið á Íslandi í
ólympískum hnefaleikum og því
um sögulegan viðburð að ræða. Þá
eru rúmlega fimmtíu ár frá því að
síðasta meistaramót í hnefaleik-
um var haldið á Íslandi. Það fór
fram 6. maí 1953. - hþh
Hnefaleikar um helgina:
Hálfrar aldar
bið á enda
ÁTÖK Það verður hart barist í Faxafeni
næstu tvo daga og svo í Kaplakrika á laug-
ardag. FRÉTTABLAÐIÐ/PALLI
> Við fordæmum...
...ömurlega hegðun knattspyrnudeildar
FH í garð Jónasar Grana Garðarssonar.
Þessi 33 ára leikmaður hefur þjónað
félaginu dyggilega í átta ár og ekki kvart-
að þótt spilatíminn væri oft á tíðum lítill
(86 mínútur í fyrra), heldur gefið sig alla
í þær mínútur sem hann fékk að spila
og oft á tíðum kom hann liðinu til bjarg-
ar með mikilvægum mörkum. Í stað
þess að þakka honum
fyrir frábæra þjónustu
á síðustu metrum fer-
ilsins ákveður félagið
að „binda enda“ á
feril Jónasar með því
að leyfa honum ekki
að spreyta sig með öðru
liði í Landsbankadeild-
inni og vill þar að auki fá
veglegu greiðslu sem fá
neðrideildarlið ráða við. Þessi
framkoma er flottu félagi eins
og FH til háborinnar skammar.