Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
27.-30. apríl
Á NASA við Austurvöll.
www.riteofspring.is
����������
����������
Nú hriktir í stoðum íslensks efnahagslífs. Á hverjum degi
birtast nýjar greinar og fréttir í
erlendum fjölmiðlum um það hvað
við séum að fara rosalega mikið á
hausinn. Stjórnvöld keppast við að
segja okkur að allt sé í lagi og við
getum óhrædd haldið áfram að
versla og taka lán fyrir kostnaðin-
um. En er það svo?
ÉG VEIT ekki hvað er í gangi. En
mér finnst þetta mjög hentugt
tækifæri til að hætta óþarfa lán-
tökum. Ég held ekki að þjóðar-
skútan sé að sökkva en ég er
hræddur um að margir muni detta
útbyrðis. Ég held að mikil fátækt
sé framundan hér á landi hjá
mörgu fólki. Ég held að mjög
margir eigi eftir að fara mjög illa
út úr lántökum síðustu ára.
MARGIR hafa nefnilega lifað í
tómum misskilningi. Þeir hafa
haldið að þeir væru aflakóngar og
yfirmenn um borð en komast brátt
að því að þeir eru bara ræðarar og
hafa þegar tekið út laun sín og
fæði fyrirfram. Ég hef áhyggjur
af lánagleði okkar. Fólk tekur lán
eins og að drekka vatn. Lán eru
eins og dóp. Verslanir eru hættar
að auglýsa verð eins og eðlilegt
væri heldur er stóra talan við hlut-
in aðeins mánaðarleg afborgun.
LÁN eru rugl! Þú átt ekki að taka
lán. Ekki kaupa það sem þú hefur
ekki efni á nema þú þurfir þess
nauðsynlega. Nauðsynjar eru hlut-
ir eins og bílar, þvottavélar, hús-
næði og slíkt. Ekki garðhúsgögn
eða heitir pottar eða fjallajeppar
eða fellihýsi eða gosbrunnar!
Kauptu þér svoleiðis aðeins ef þú
átt fyrir því. Staðgreiddu gos-
brunn.
ÞVÍ EKKI að strengja sumarheit
á sumardaginn fyrsta? Því ekki að
sleppa því að kaupa það sem við
höfum ekki efni á? Hvernig hljóm-
ar það? Hvað með að taka ekki lán
fyrir tjaldvagni? Hvað með að
kaupa ekki garðhúsgögn á rað-
greiðslum? Hvað með algjörlega
raðgreiðslulaust sumar?
ÞVÍ EKKI að reyna að eyða þessu
sumri með fjölskyldu og vinum
frekar en að vera fjarri þeim að
vinna fyrir afborgunum á lánum
vegna tjaldvagna sem enginn
hefur tíma til að nota og garðhús-
gagna sem eru auð? Íslendingar
eyða um það bil þrjátíu sekúndum
á dag í uppbyggilegar samræður
við börn sín. Því ekki að auka það
aðeins? Það dýrmætasta sem við
getum gefið börnum okkar er ekki
dót heldur tími okkar.
GLEÐILEGT skuldlaust sumar!
Sumarlán
Góða skemmtun
- Vodafone live!
Náðu í svölustu hringitónana hvar og hvenær sem er,
með Vodafone live! símanum þínum.
Vodafone live! – endalaus skemmtun í símanum þínum.
Heitustu
hringitónarnir
» Silvía Nótt
» Hjálmar
» Bubbi
» Ampop
» Black Eyed Peas
» Í svörtum fötum
» Eminem
» Sálin
» Beyonce
» Madonna
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
22
51
04
/2
00
6
Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is fyrir nánari upplýsingar.