Fréttablaðið - 25.04.2006, Síða 4
4 25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
�������������� ����
������������������������������������������������������������������
����
�����
�����
�
SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti Reyk-
víkinga, 51,5 prósent, vill að stór-
um framkvæmdum í Reykjavík
verði frestað vegna stöðu efna-
hagsmála í landinu. Þetta kemur
fram í nýrri skoðanakönnun Frétta-
blaðsins.
Um síðustu mánaðamót ákvað
Seðlabankinn að hækka stýrivexti
sína um 0,75 prósentustig til að
stemma stigu við verðbólgu, sem
nú mælist 5,5 prósent á ársgrund-
velli. Í framhaldinu hefur verið um
það rætt að til að meiri ró skapist í
íslensku hagkerfi þurfi að fresta
stórum framkvæmdum sem fyrir-
hugaðar eru hjá ríki og sveitarfé-
lögum.
48,5 prósent þeirra sem tóku
afstöðu sögðust ekki vilja að fram-
kvæmdum yrði frestað í Reykja-
vík. Margir þeirra tóku það fram
að þeir teldu að nú væri komið að
landsbyggðinni og að fyrirhuguð-
um framkvæmdum þar ætti að
fresta. Meðal þeirra framkvæmda
á landsbyggðinni sem Reykvíking-
ar töldu að ætti að fresta voru Héð-
insfjarðargöng og frekari upp-
bygging álvera.
Konur í Reykjavík eru frekar
fylgjandi því að fyrirhuguðum
stórframkvæmdum verði frestað í
höfuðborginni en karlar. 60,5 pró-
sent kvenna sögðust telja að stór-
um framkvæmdum ætti að fresta
til að ná stjórn á íslenskum efna-
hag. 39,5 prósent þeirra sögðust
vera því andvíg.
Meirihluti karla, 56,4 prósent,
var því hins vegar andvígur að
stórum framkvæmdum í Reykja-
vík yrði frestað. 43,6 prósent karla
sögðust vera því fylgjandi. Hringt
var í 600 Reykvíkinga laugardag-
inn 22. apríl og skiptust svarendur
jafnt á milli kynja. Spurt var: Á að
fresta einhverjum stórum fram-
kvæmdum í Reykjavík vegna
stöðu efnahagsmála í landinu?
Tóku 82,8 prósent afstöðu til
spurningarinnar.
Þeir sem sögðust vilja að stór-
um framkvæmdum yrði frestað
voru jafnframt spurðir hvaða
framkvæmd þeir vildu helst sjá
frestað.
73,4 prósent þeirra sem sögðust
vilja að einhverjum framkvæmd-
um yrði frestað tóku afstöðu til
þeirrar spurningar. Þar sem tæp-
lega 200 svör liggja að baki þeirri
spurningu eru vikmörk nokkuð
stór í svörum þessarar spurningar
en niðurstöðurnar gefa vísbend-
ingu um hvaða framkvæmdir það
eru sem Reykvíkingar vildu þá
helst að yrði frestað.
Flestir nefndu byggingu tón-
listar- og ráðstefnuhúss við Aust-
urhöfn, eða 44,1 prósent þeirra
sem afstöðu tóku til þessarar
spurningar. Reiknað er með að
bygging tónlistarhússins muni
kosta um 12,5 milljarða og það
verði reist á árunum 2006 til 2008.
Næstflestir nefndu lagningu
Sundabrautar, eða 25,0 prósent.
Samkvæmt áætlunum mun Sunda-
braut kosta um átta milljarða og
verða lögð á árunum 2007 til 2010.
Í þriðja sæti var bygging hátækni-
sjúkrahúss, en 14,9 prósent þeirra
sem tóku afstöðu til spurningar-
innar nefndu það. Gert er ráð fyrir
að nýtt hátæknisjúkrahús muni
kosta um átján milljarða og rísa á
árunum 2007 til 2012. Í fjórða sæti
var svo flutningur Reykjavíkur-
flugvallar úr Vatnsmýrinni, sem
10,1 prósent svarenda nefndi. Ekki
er til kostnaðaráætlun, né heldur
tímaáætlun, þar sem ekki hefur
verið tekin ákvörðun um slíka
framkvæmd.
Aðrar framkvæmdir voru
nefndar í innan við fimm prósent-
um tilvika, en þar á meðal nefndu
Reykvíkingar að þeir vildu sjá
frestun á öllum gatnaframkvæmd-
um í Reykjavík, að ríkisvaldið
frestaði öllum sínum framkvæmd-
um í Reykjavík og að öllum stór-
um framkvæmdum í Reykjavík
yrði frestað um óákveðinn tíma.
svanborg@frettabladid.is
Vilja fresta framkvæmdum
Rúmur helmingur Reykvíkinga vill fresta stórum framkvæmdum í Reykjavík vegna stöðu efnahagsmála
í landinu. Konur vilja fremur að framkvæmdum verði frestað en karlar. Af þeim sem vilja fresta fram-
kvæmdum nefna flestir byggingu tónlistarhúss, lagningu Sundabrautar og byggingu hátæknisjúkrahúss.
Já 51,5%Nei 48,5%
A) Á að fresta einhverjum stórum framkvæmdum í Reykjavík vegna stöðu
efnahagsmála í landinu?
B) Ef já, hvaða framkvæmdum
á að fresta?
Tónlistar-
hús
Sundabraut Hátækni-
sjúkrahús
Flytja
flugvöll
25
,0
%
14
,9
%
44
,1
%
10
,1
%
VILJI REYKVÍKINGA TIL AÐ FRESTA STÓRUM FRAMKVÆMDUM Í REYKJAVÍK
HRAÐAKSTUR Lögreglan í Kópavogi
stöðvaði bifreið sem mældist á
144 kílómetra hraða á klukkustund
á leið sinni í gegnum Kópavog í
fyrrinótt. Ökumaður bílsins, sem
var sautján ára og hafði fengið bíl-
prófið tíu dögum áður, má búast
við ökuleyfissviptingu og hárri
fjársekt.
Samtals voru sjö ökumenn
stöðvaðir fyrir of hraðan akstur
en flestir þeirra óku töluvert yfir
leyfilegum hámarkshraða. - mh
Ofsaakstur í Kópavogi:
Ók á 144 kíló-
metra hraða
DÓMSMÁL Fimm menn, sem ákærð-
ir voru vegna banaslyss sem varð
í Hafrahvammsgljúfri fyrir
rúmum tveimur árum, voru sýkn-
aðir í Héraðsdómi Austurlands í
gær.
Mennirnir voru ákærðir fyrir
brot á lögum um aðbúnað, holl-
ustuhætti og öryggi á vinnustöð-
um, vegna slyss sem varð þegar
tæplega fjörutíu kílóa grjóthnull-
ungur féll ofan á 25 ára gamlan
mann, Árna Þór Bjarnason, sem
var við vinnu í Hafrahvamms-
gljúfri þegar slysið varð.
Árni Þór var starfsmaður verk-
takafyrirtækisins Arnarfells
þegar slysið varð en framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins var einn af
þeim fimm sem ákærðir voru.
Tveir ákærðu voru starfsmenn
ítalska verktakafyrirtækisins
Impregilo og tveir voru starfs-
menn eftirlitsfyrirtækisins VIJV.
Í dómnum segir meðal annars
að engar reglur um gerð áhættu-
mats hafi verið í gildi þegar slysið
varð. Ekki sé því fyrir neinum
leiðbeiningum í lögum að fara sem
með einhverjum hætti geti varpað
ljósi á það hvenær áhættumat
vegna öryggis á vinnustöðum sé
fullnægjandi og hvenær ekki.
Sakarkostnaður, samtals um 7,5
milljónir króna, greiðist úr ríkis-
sjóði. - mh
Dómur fallinn í Héraðsdómi Austurlands í banaslysmáli:
Allir fimm ákærðu sýknaðir
ÚR HAFRAHVAMMSGLJÚFRI Banaslysið
varð 15. mars 2004. Samtals hafa orðið
þrjú banaslys á framkvæmdasvæðinu við
Kárahnjúka. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTÍN
NEPAL, AP Gyanendra konungur
Nepals lofaði að setja neðri deild
þingsins á nýjan leik, í ræðu sem
var útvarpað og sjónvarpað seint í
gærkvöldi. Jafnframt sagðist
hann harma lát þeirra sem farist
hafa í langvinnum og ofbeldisfull-
um mótmælum landsmanna gegn
einræði hans.
Gyanendra leysti þingið upp
árið 2002, en endursetning þess
var ein krafa sjö helstu stjórn-
málaflokka landsins, sem í sam-
einingu hafa staðið fyrir mótmæl-
unum undanfarnar vikur.
Konungur sagðist jafnframt von-
ast til þess að friður kæmist fljót-
lega á í landinu á nýjan leik. - smk
Nepalski konungurinn:
Endursetur neðri
deild þingsins
GYANENDRA Konungur Nepals endursetti
neðri deild þingsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK Tveir af hverjum þrem-
um flugstjórum hjá danska flug-
félaginu Sterling, sem er í eigu
FL Group, felldu nýjan kjara-
samning sem félagið bauð þeim
fyrir helgina.
Samkvæmt frétt viðskipta-
blaðsins Børsen í gær eru það
flugmenn sem áður störfuðu hjá
Mærsk Air sem helst eru ósáttir.
Talsmenn þeirra segja að samn-
ingurinn hefði haft í för með sér
kjaraskerðingu og verri lífeyris-
réttindi fyrir þá og við það uni
þeir ekki.
Laun annarra flugmanna
félagsins hefðu hins vegar hækk-
að. - ks
Flugfélagið Sterling:
Flugstjórar
fella samning
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 24.04.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 76,66 77,02
Sterlingspund 137,21 137,87
Evra 94,86 95,4
Dönsk króna 12,713 12,787
Norsk króna 12,107 12,179
Sænsk króna 10,157 10,217
Japanskt jen 0,6659 0,6697
SDR 111,94 112,6
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
132,1157