Fréttablaðið - 25.04.2006, Síða 18
25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Evrópuvextir
Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknar-
flokki, rekur enn einn naglann í líkkistu
íslensku krónunnar þegar hann stað-
hæfir að húsnæðisvextir almennings
hækki um eitt til tvö prósentustig þegar
og ef bankarnir gleypa Íbúðalánasjóð.
„Það er raunhæft að bjóða almenningi
húsnæðislán með 2,15 prósenta vöxtum
í núverandi verðtryggingu lánsfjár,“ segir
Kristinn á vefsíðu sinni. Mismunurinn í
vaxtabyrði af sextán milljóna króna láni
nemi hvorki meira né minna en fimm
ára meðaltekjum á fjörutíu
ára lánstíma miðað við
íslenska húsnæðisvexti.
Hér liggur beint við að
álykta að Kristinn telji
að lítið vit sé
í því lengur
að halda
krónunni.
Einboðið sé að taka upp evru og leyfa
lántakendum að njóta Evrópuvaxta án
gengisáhættu.
Handaflið
Farnar eru að renna tvær grímur á menn
með bestu yfirsýn um gildi þess að
hækka stýrivexti Seðlabankans, jafnvel
upp í svimandi hæðir fimmtán prósenta.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur
lengi haft áhrif á vexti út yfir lögmál
frjálsa markaðarins. Sem forsætisráð-
herra skrifaði hann snemma árs 1996
Sverri Hermannssyni, þáverandi
Landsbankastjóra, bréf eftir vaxta-
hækkun bankans og sagði: „...ef
þið lagið ekki þvæluna, sem þið
gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er
það endanlegt dæmi þess
að þíð vitið ekki hvað þið
eruð að gera og þá mun
ég sjá til þess fyrr en
nokkurn grunar að menn komi að bank-
anum sem viti hvað þeir eru að gera.“
(Sverrir - Pálmi Jónasson 2003)
Bleikt og blátt
„Tími til að lifa“ er slagorð Sjálfstæðis-
flokksins á nýjum bleikum kosninga-
bæklingi í höfuðborginni. Liturinn vekur
athygli, en bleikur textinn fjallar um
börn, foreldra, fæðingarorlof, leikskóla,
gæsluvelli, frístundir, skólastaf, fagurt
umhverfi og löggæslu í hverfum. Litur-
inn er tákn kvenkyns, femínisma, stúlku-
barna og kvenleika. Þetta er dæmi
um þaulhugsaða auglýsingu með
skýran markhóp en konur í röðum
kjósenda hafa til þessa hallað
sér meira til vinstri en karlar. Nú er
beðið eftir ljósbláum bæklingi
frá Samfylkingunni sem höfðar
til karla með hægrihneigð.
johannh@frettabladid.is
Ríkisstjórnin hefur gert úr garði frumvarp til laga um fjölmiðla. Tilraun fyrri ríkisstjórnar til þess að koma fram slíkum lögum leiddi til einhverra hatrömmustu
pólitísku deilna í þjóðfélaginu um langan tíma.
Nýja frumvarpið hefur allt annað yfirbragð og er bæði hóf-
samara og málefnalegra en það fyrra. Það er ávöxtur nefndar-
starfs fulltrúa allra þingflokka. En af sjálfu leiðir að í því má
glöggt sjá ummerki málamiðlana. Líklegt er að það skýri að
sum ákvæði eru ekki jafn ljós og glögg um efni og markmið
eins og æskilegt er að góður lagatexti sé. Ýmislegt í frumvarp-
inu þarfnast því nánari skoðunar og umhugsunar.
Kjarnaatriði frumvarpsins snýr hins vegar að takmörkun á
eignarhaldi fjölmiðla. Takmarkanir af þessu tagi geta eðli máls
samkvæmt verið umdeilanlegar. Fjölmiðlar sem náð hafa til-
tekinni stærð gegna ríku almannaþjónustuhlutverki. Rökin
fyrir takmörkun á eignarhaldi sýnast vera þau helst að dreifa
fjármálaábyrgðinni að baki þeim skyldum sem þessari
almannaþjónustu fylgja.
Ráð er fyrir því gert að takmarka við fjórðungshlut eign
einstaks aðila í fjölmiðlum sem náð hafa ákveðinni stærð á
markaði. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera óeðlilegt með skír-
skotun til almannaþjónustunnar.
Flest bendir til að slík regla samrýmist bæði atvinnufrelsis-
og tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. Líklegt er að
reglur af þessu tagi geti leitt til þess að sæmilegri pólitískur
friður megi ríkja um almenn starfsskilyrði fjölmiðla en verið
hefur.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Ríkisútvarpið í núverandi
mynd verði undanþegið meginreglunni um takmörkun eignar-
halds. Að auki eru nokkrar aðrar sérreglur um Ríkisútvarpið.
Ljóst er að þessi ákvæði verða gildislaus þegar samþykkt
hafa verið lög um nýtt hlutafélag sem annast á útvarpsrekstur
fyrir ríkisvaldið. Spurning er hvort unnt er að láta sams konar
undanþáguákvæði koma í staðinn er taki til Ríkisútvarpsins hf.
Ríkisútvarpið hf. verður slitið úr öllum tengslum við almenn-
ar réttarreglur um opinberan rekstur. Yfirlýst markmið með
stofnun hlutafélagsins er að gera það samkeppnisfært á
almennum fjölmiðlamarkaði. Fyrir þá sök verður trauðla séð
að önnur rök geti gilt um handhafa hlutabréfs í því félagi en
handhafa hlutabréfa í öðrum sambærilegum félögum.
þegar Ríkisútvarpið hf. hefur verið aftengt almennum
stjórnsýslureglum standa rök til þess að sömu takmarkanir
gildi um stærð eignarhluta í því og öðrum sem sinna almanna-
þjónustu með áþekkum hætti. Verulegt álitamál hlýtur að
minnsta kosti að vera hvort önnur skipan stæðist jafnréttis-
ákvæði stjórnarskrárinnar.
Ekki er því óhugsandi að ríkisvaldinu gæti einfaldlega orðið
skylt með hliðsjón af jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar að
selja þrjá fjórðunga af hlut sínum í nýja hlutafélaginu.
Mönnum getur sýnst sitthvað um ágæti þess en þetta álita-
efni eitt og sér ætti þó ekki að trufla framgang fjölmiðlafrum-
varpsins. Það verður aðeins eitt af fjölmörgum óljósum lög-
fræðilegum álitaefnum varðandi stofnun Ríkisútvarpsins hf.
sem dómstólar en ekki Alþingi munu ráða til lykta á næstu
misserum.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Nýtt lagafrumvarp um fjölmiðla:
Ný stjórnarskrár-
spurning
Þegar Glitnir byrjaði auglýsinga-
herferðina miklu fyrir nokkrum
vikum þá velti ég því svolítið fyrir
mér hvað vitlausu reikningsdæm-
in á strætóskýlunum ættu eigin-
lega að þýða. Hafði svo sem ekki
miklar áhyggjur af því þar til
barnabörnin blessuð, sem eru á
frumstigum reikningslistar-
kúnstarinnar, fóru að spyrja mig
út í þetta. Ömmur eiga nefnilega
að kunna svör við hlutunum, og þó
það sé vissulega stundum þannig
að þær, eða að minnsta kosti þessi
amma, nenni ekki alltaf að útskýra
alla hluti þá er það allt annað en að
kunna ekki skil á því af hverju
einn plús fjórir séu allt í einu orðn-
ir sjö eða eitthvað í þá áttina. Þá
verður svarið óneitanlega „þetta
er bara eitthvað bull“.
Þegar þessum kafla lauk í aug-
lýsingabrillíansinum tók við ein-
hver lengsta og leiðinlegasta sjón-
varpsauglýsing sem ég hef horft
á, gæti þó kannski verið að kynn-
ingin að Kastljósinu skáki henni í
þeim efnum. Auglýsingin var ekki
bara leiðinleg, hún var líka
ósmekkleg, og hefði ég verið í við-
skiptum við gamla Íslandsbanka
þá hugsa ég, svei mér þá, að ég
hefði hætt þeim hennar vegna.
Ekki tók svo betra við. Allt í
einu barst okkur virðulegum hjón-
um á sextugsaldri ávísun í póstin-
um undirrituð af bankastjóra
Glitnis upp á eitt eða tvö þúsund
krónur, ég var svo æst að ég lagði
upphæðina ekki nákvæmlega á
minnið áður en ég henti sneplin-
um. Ávísunin, eða öllu heldur blað-
snepillinn, átti að breytast í pen-
inga ef við gæfum fermingarbarni
fimm þúsund krónur, að ég held,
og legðum peningana á reikning
sem stofnaður væri í Glitnisbanka.
Fram að þessu hef ég í einrúmi
hneykslast á alls kyns auglýsing-
um tengdum fermingunum;
„strákarnir“ í fermingarkyrtlum
hér og þar, Össur segjandi að
skátatjaldið hafi ekki enst mjög
lengi og annað í þeim dúr. Ávísun-
in frá Glitnisbanka finnst mér nú
samt taka öðrum ósmekklegheit-
um fram.
Þegar blóðþrýstingurinn var
rétt að komast í samt lag eftir
fermingarávísunina, þá spyr
dóttursonurinn: „Amma, eruð þið
búin að fá þjóðargjöfina?“ Mér
datt auðvitað ekkert annað í hug
en landgræðsluátakið mikla sem
ákveðið var á Þingvöllum, sem
núna er væntanlega orðið endur
fyrir löngu. Já, já, við erum
náttúrlega alltaf að njóta hennar,
sagði tímaskekkjan hún ég.
„Amma, hvaða bók keyptuð þið?“
spurði barnið þá. Lyfjaframleið-
endum sé lof og þökk fyrir Hýdr-
amíl! Drengurinn var auðvitað að
tala um ávísunina sem mun vera
dreift inn á heimili landsins og er
auglýst í samvinnu Glitnisbank-
ans og ríkisstjórnarinnar, í
persónugervingnum frú mennta-
málaráðherra. Nú fá heimilin í
landinu pappaspjald sem breytist
í þúsundkall ef keyptar eru
íslenskar bækur fyrir meira en
þrjú þúsund krónur. Heimildar-
maður minn fyrir öllu þessu,
dóttursonurinn, vonar allavega að
við gömlu skörin fáum líka svona
ávísun, hún er að vísu til að auka
áhuga ungs fólks og barna á bók-
lestri, og þið eruð það nú hvorugt,
segir hann, en samt... Ég held helst
að drengurinn, sem er hinn mesti
bókabéus, sé að vonast til að fá
ávísun okkar gamlingjanna plús
auðvitað þrjúþúsundkallinn í
formi bókar.
Það er sannarlega mikill munur
til batnaðar að búa í þjóðfélagi þar
sem það má, sem ekki er bannað,
en í hinu þar sem það má, sem er
leyft. En á þann veg lýsti fyrrver-
andi ráðherra og seðlabankastjóri
með meiru frjálsu og opnu hag-
kerfi í í Silfri Egils á sunnudaginn,
og var um leið að lýsa muninum á
þjóðfélaginu hér á landi nú um
stundir og áður en við tengdumst
Evrópusamvinnunni með samning-
um um evrópska efnahagssvæðið.
Sá samningur olli vissulega straum-
hvörfum fyrir okkur öll og ekki
hvað síst stjórnmálamennina. Nú
geta þeir ekki lengur útdeilt leyf-
um til að gefa út símaskrána eða til
að flytja út fisk og inn eitthvað
annað, eða leyfum til ég veit ekki
hvers. Stundum virðist konu að
stjórnmálamenn, sumir hverjir að
minnsta kosti, telji það áhugaverð-
ast við starfann að vera „ofarlega í
þjóðfélagsstiganum“ og þess vegna
boðinn á völlinn af ríka fólkinu, út
að borða með þeim og kona veit
ekki hvað. Ég er þeirrar skoðunar
að menntamálaráðherrann eigi að
beita sér fyrir áhuga á bóklestri
með því að sjá til þess að mennta-
stefnan í landinu sé í lagi en ekki
með því að vera í auglýsingabrölti
með ríkustu mönnum landsins.
Um snepla sem breytast í peninga
Í DAG
GLITNIR OG
ÞJÓÐARGJÖFIN
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
Ég er þeirrar skoðunar að
menntamálaráðherrann eigi
að beita sér fyrir áhuga á
bóklestri með því að sjá til þess
að menntastefnan í landinu sé
í lagi en ekki með því að vera
í auglýsingabrölti með ríkustu
mönnum landsins.
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
Seltjarnarnesi
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
Bestu dekkin í USA
8 ár í röð Tire Review Magazine
Low profile fyrir
lúxusjeppa og
sportbíla.
Frábært veggrip.
Mikil mýkt.
Hágæða hönnun.
Veldu TOYO PROXES
og skildu hina eftir.
Mikið úrval frábært verð.