Fréttablaðið - 25.04.2006, Side 19

Fréttablaðið - 25.04.2006, Side 19
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 25. apríl, 115. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.21 13.26 21.32 Akureyri 4.56 13.10 21.27 Margir íþróttamenn lenda í því að bæta nokkrum kílóum á sig efir að hafa hætt að stunda íþrótt sína. Heimir Orri Magnússon er einn þeirra en hann ætlar hins vegar að koma sér í sitt fyrra form á nýjan leik. Heimir æfði handbolta til fjölda ára en segist hafa hætt að æfa almennilega fyrir um ári síðan. Hann hafði á þeim tíma verið að æfa um það bil fimm sinnum í viku og eins gefur að skilja breytist allt lífsmynstrið við slík umskipti. Á þessu ári segist Heimir einmitt hafa bætt á sig hátt í tíu kílóum auk þess sem vöðvamassi hafi slappast. Nú ætlar Heimir hins vegar að snúa vörn í sókn. „Ég ætla að hætta öllu nammiáti og skoða betur hvað ég er að borða og drekka. Eftir að ég hætti byrj- aði maður að fjölga ferðum út í sjoppu enda var enginn þjálfari lengur til að skamma mann. Maður hugsar meira um sjálfan sig og ræktar sig sjálfur meðan maður er í fullri þjálfun.“ Þrátt fyrir þessa þyngdaraukningu er Heimir langt frá því sem venjulegt fólk myndi kalla feitur. En fyrir mann sem hefur æft reglulega nær allt sitt líf er slík þyngdar- aukning nokkur viðbrigði. „Ég er alveg í kjör- þyngd núna en maður er bara kominn með smá bjórbumbu,“ segir Heimir og hlær. Þegar Heimir lítur um öxl viðurkennir hann að hafa farið vitlaust að. Hann ráðlegg- ur einnig öðru íþróttafólki og í raun öllum þeim sem æfa mikið en hætta svo snögglega að passa að hætta ekki algjörlega að huga að heilsunni. „Lykilatriði er að hætta ekki að hreyfa sig og vara sig á snakki, kexi, nammi og þess háttar.“ Fljótlega ætlar Heimir að byrja aftur að sprikla og hreyfa sig. „Ég ætla að fara að skokka og lyfta og reyna svo að koma mér aftur inn í handboltann, sem bætir ekki ein- ungis líkamlega heilsu heldur einnig andlega með bættum félagsanda.“ Markmið Heimis er þó ekki að grenna sig mikið heldur stefnir hann að því að halda svipaðri þyngd en að minnka fituprósentuna og auka vöðvamassa. „Þá kannski getur maður breytt þessari litlu vömb sem ég er kominn með í eitthvað betra og heilsusamlegra,“ segir Heimir að lokum með bros á vör. steinthor@frettabladid.is Ætlar að komast aftur í sitt fyrra form Heimir Orri Magnússon hætti að æfa handbolta fyrir um ári. Þá hafði hann æft að meðaltali um fimm sinnum á viku. Hann ætlar að taka sig á og reyna að losna við bumbuna sem hefur myndast síðan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hátt á þriðja hundrað manns deyr af völdum reykinga á ári hverju hér á landi. Um fimmtungur lands- manna reykir, hátt á þriðja hundruð manns deyr af völdum reykinga á ári hverju og ætla má að fimmtungur þeirra sem deyja fyrir áttrætt látist af völdum reykinga. Þetta er meðal þess sem fram kom í svari Sivjar Friðleifsdótt- ur, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, við fyr- irspurn Valdimars L. Friðrikssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra kemur fram að á tímabilinu 1985 til 1994 er talið að rekja megi eitt dauðsfall á dag til reykinga. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var spurð um svokallaðan reyksíma á Alþingi sem starfræktur hefur verið af Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga. Starfsemin felst í því að veita faglega aðstoð í síma þeim sem vilja hætta að reykja eða hætta að nota annað tóbak. Fólk hringir á símatíma og byggist ráðgjöfin á 5–30 mínútna viðtölum þar sem áhersla er lögð á hvatn- ingu og stuðning á ein- staklingsbundinn hátt. Eitt dauðsfall á dag af völdum reykinga BORÐTENNIS FYRIR ALLA Flestir þekkja Kristján Viðar Haraldsson sem söngvara Greifanna en færri vita að hann er aðalþjálfari borðtennisdeildar KR. HEILSA 2 EKKI LÁTA PLATA ÞIG Borghildur Sverrisdóttir ræðir í dag um þær rang- hugmyndir sem eru uppi varðandi hreyfingu og næringu. HEILSA 4 Blátt áfram, samtök gegn kyn- ferðislegri misnotkun á börnum, halda ráðstefnu hinn 4. maí í Kennaraháskólanum frá klukkan 9 til 17. Aðalfyrirlesari er Robert E. Longo, MRC, LPC, sérfræðingur frá Bandaríkjunum sem hefur unnið í málaflokknum síðastliðin 25 ár. Aðrir fyrirlesarar koma víða að úr samfélaginu. Nánari upplýsingar má finna á www.blattafram.is Reykingar draga fimmta hvern Íslending til dauða ár hvert. Reykingar verða yfir 260 manns að aldurtila árlega. Einn af hverjum fimm Íslendingum sem deyja fyrir áttrætt deyr af völdum reykinga. Þriðjungur þeirra sem deyja fyrir fertugt deyr sökum reykinga. Fyrir tveimur áratugum reyktu um 36 prósent lands- manna. Fyrir tíu árum reyktu um 27 prósent þjóðarinnar en nú reykir um fimmtungur hennar. Áfengismeðferð á afplánun- artíma er yfirskriftin á morgun- verðarfundi sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík fimmtu- daginn 27. apríl frá 8 til 10. Fundurinn er haldinn á vegum samráðsnefndar varðandi mál- efni fanga. Skráning á fundinn fer fram með því að senda tölvupóst í netfangið halldorp@tmd.is. ALLT HITT [HEILSA] Tóbak er orsök margra dauðsfalla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.