Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 25.04.2006, Qupperneq 20
[ ] Kristján Viðar Haraldsson er flestum kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Greifanna. Færri vita að hann er aðal- þjálfari borðtennisdeildar KR. Kristján byrjaði að spila borðtenn- is þrettán ára gamall þegar pabbi hans og bróðir smíðuðu borðtenn- isborð í bílskúrinn. Hann fór svo á fyrsta þjálfaranámskeið sitt fimmtán ára gamall og hóf strax að þjálfa á Húsavík þar sem hann bjó. „Ég álpaðist út í þetta vegna þess að ég var sá eini sem hafði löngunina og nennti að þjálfa aðra,“ segir Kristján. Sautján ára flutti Kristján suður til Reykjavíkur þar sem hann fór að æfa af kappi, auk þess að taka fleiri þjálfaranámskeið. „Ég hef verið í þessu í að verða 25 ár enda finnst mér þetta svo skemmtilegt,“ segir Kristján. „Ég hef tekið mér frí nokkrum sinnum vegna Greifanna og það má kannski segja að þegar þau ævin- týri stóðu sem hæst hafi borðtenn- is haldið mér á jörðinni.“ Kristján á glæsilegan feril að baki. Hann hefur spilað með lands- liðinu og þjálfað unglingalandsliðið auk þess sem hann hefur fært fyrst Víkingi og nú KR fjölmarga titla bæði sem spilari og ekki síður sem þjálfari. „Það er eins og ég segi, þetta er bara svo skemmtilegt,“ segir Kristján. „Borðtennis er íþrótt sem allir geta spilað allt frá sjö ára aldri, um leið og fínhreyf- ingarnar eru nægilega þroskaðar. Það er gríðarleg tækni sem spilar- ar þurfa að ráða yfir og hraðinn getur orðið mikill. Ég upplifi stund- um borðtennis sem nokkuð á mörk- um þess að vera íþrótt og töfra- brögð. Það geta gerst svo ótrúlegir hlutir, hlutir sem ekki ætti að vera hægt að framkvæma.“ Borðtennis hefur lengi haft það orð á sér að vera nær svitalaus íþrótt stunduð í félagsmiðstöðvum og bílskúrum sem tómstundagam- an. Þetta er langt frá sannleikan- um. Til dæmis er löglegur keppn- isvöllur í borðtennis stærri en badmintonvöllur. Leikir verða afskaplega hraðir og snerpan sem til þarf er ótrúleg. Einn af kostum borðtennis er hins vegar sá að iðkandi ræður því hversu mikið hann leggur í íþróttina. Bæði er hægt að æfa öll kvöld og setja stefnuna á Íslandsmeistaratitil og einnig að hittast einu sinni til tvisvar í viku og spila rólega við félagana. Ekki hafa allir getuna eða vilj- ann í að æfa stíft. Borðtennisdeild KR gerir sér grein fyrir þessu og býður því áhugamönnum að mæta eitt eða tvö kvöld í viku og spila sín á milli. „Ég persónulega hef reynt að fara í líkamsrækt og lyfta en mér finnst það svo leiðinlegt. Ég verð að hafa einhvern bolta að elta,“ segir Kristján. „Fyrir menn eins og mig er borðtennis því tilval- ið sport.“ Til gamans má geta þess að engin aldurstakmörk eru í byrj- endaflokki í borðtennis. Þar ræður einungis geta en ekki hrukkufjöldi ríkjum svo vilji menn reyna fyrir sér er það aldrei of seint. Nóg er að gera hjá Kristjáni í þjálfuninni en auk hennar eru Greifarnir tuttugu ára og af því tilefni munu þeir gefa út nýja plötu. „Við erum að fara í hljóðver um helgina að taka upp nýtt efni þannig að við erum hvergi nærri hættir,“ segir Kristján. Þeir sem vilja koma og spila borðtennis ánægjunnar vegna geta gert svo á mánudögum og fimmtu- dögum frá 19:35 til 21:05 í KR heim- ilinu. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.kr.is/bordtennis. tryggvi@frettabladid.is Borðtennis fyrir alla Kristján Viðar Haraldsson segir borðtennis á mörkum þess að vera íþrótt og töfrabrögð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fita er nauðsynleg líkamanum en í of miklu magni getur hún orsakað þyngdaraukningu. Því skal reyna að borða sem mest af réttri fitu. Þrátt fyrir að margir álíti fitu slæma er hún mikilvæg fyrir lík- amsstarfsemina. Fitan flytur fitu- leysanleg vitmín, sem eru A, D, E og K vítamín, um líkamann, fóðrar innri líffæri, lætur matinn oft bragðast betur, getur innihaldið fitusýrur sem eru taldar hafa góð áhrif á hjartað og ónæmis- kerfið og er mikil uppspretta orku. Orkuuppsprettan er samt það sem hefur komið óorði á fituna. Í einu grammi af fitu eru níu hitaeiningar, sem er tvöfalt meira en í einu grammi af kolvetni eða próteini. Það skiptir því máli að borða meira af ómettaðri fitu en mettaðri. Mettuðu fituna má þekkja á því að hún er í föstu formi við stofu- hita og er vanalega að finna í dýra- afurðum eins og smjöri, osti, mjólk og á kjöti. Ómettaða fitan er í vökvaformi við stofuhita og kemur oftast úr grænmeti og finnst í olíum unnu úr því, eins og sesamólíu, ólífuolíu og sojaolíu. Einnig finnst hún í feitum fiski eins og laxi og túnfiski. Flest fæða inniheldur bæði mettaða og ómettaða fitu en þeim er skipt niður eftir því hvor gerðin er í meirihluta. Því innihalda matvæli úr holla fituflokkinum einnig eitthvað af óhollri fitu. Holl og óholl fita Ólífuolía inniheldur ómettaðar fitusýr- ur og er því talin holl. Margir átta sig ekki á því að fari sjúkrakostnaður yfir ákvena upphæð á viðkom- andi rétt á afsláttakorti frá Tryggingastofnun ríkisins. Þessi mörk eru 18.000 kr. á ári fyrir einstaklinga, 4.500 kr. fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og 6.000 kr. fyrir börn undir 18 ára aldri í sömu fjölskyldu. Fari sjúkrakostnaður upp fyrir þess- ar upphæðir endurgreiðir ríkið 2/3 af öllum kostnaði eftir það. Afsláttakortin fást afgreidd í þjónustumiðstöð Trygginga- stofnunar ríkisins a Laugavegi 114 eða í umboðum hennar um land allt. Framvísa þarf kvittun- um til að fá kortið afhent og sé kostnaður þegar orðinn meiri en mörkin segja til um fást 2/3 hlut- ar hans endurgreiddir. Munið af- sláttarkortin Vatnið okkar íslenska er ein af mestu auðlindunum okkar. Drekkum meira af því og minna af sykurdrullu. Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Við veitum faglega ráðgjöf ������������������������������ ��������������� ������� �������������������������������������������������� Næstu námskeið hjá Maður lifandi 25. apríl Er heilsan í fyrirrúmi? kl 18-19:30. Örn Jónsson. 26. apríl Heilbrigði og hamingja. kl 18:30-22. Benedikta Jónsdóttir. 27. apríl Rope yoga 27. - 30. apríl. Guðni Gunnarsson 02. maí Sætuefnið Aspartam - Er Diet kók betra en venjulegt kók? kl 18-19:30. Haraldur Magnússon. 05. - 07. maí Lífsýn - Að lifa lífinu til fulls Guðni Gunnarsson. Glucosamin HCL 870 mg Með turmeric og engifer Bólgueyðandi og gott fyrir liðamót og bein. Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi. S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn Póstsendum um land allt www.svefn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.