Fréttablaðið - 25.04.2006, Síða 36
25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR24
menning@frettabladid.is
Ljóðs manns æði, ljóða-
skemmtun fræðsludeildar
Þjóðleikhússins, verður
haldin í fjórða og síðasta
sinn í Þjóðleikhúskjall-
aranum í kvöld undir
yfirskriftinni Sótt og dauði
íslenskunnar. Þar verður
meðal annars spurt hvort
hægt sé að forða tungu-
málinu frá margboðuðum
dauða og hvernig ljóðið
tekur á tungumálinu?
„Íslensk skáld hafa frá
upphafi ort um tungu-
málið,“ segir í tilkynningu
frá fræðsludeild Þjóðleik-
hússins, „um viðhorf sín
til móðurmálsins og um viðskipti sín við það, um
ást sína á því, um örðugleikana þegar klæða skal
hugsanir í búning þess. Málið
hefur birst í ljóðum skálda í
öllum sínum margbreytileika,
oft í hátíðlegu orðalagi en
stundum í uppreisn gegn
viðtekinni kveðskaparvenju.“
Eysteinn Þorvaldsson
þýðandi hefur valið efni sem
verða notuð sem dæmi um
kvæði skálda um tungu-
málið og málnotkun þeirra
og nýtur fulltingis leikara
Þjóðleikhússins við flutn-
inginn. Sérstakur gestur er
Þórarinn Eldjárn, sem les úr
eigin verkum og spjallar við
Eystein um leikinn að orðum.
Húsið verður opnað kl. 20.30
og dagskráin hefst kl. 21.00. Aðgangseyrir er 500
krónur.
Sótt og dauði íslenskunnar
ÞÓRARINN ELDJÁRN Ræðir við Eystein Þorvalds-
son um kúnstina að yrkja. FRÉTTABLAÐIÐ/ HARI
Kl. 12.05
Bruce Clunies Ross ræðir um
tónskáldið og píanóleikarann Percy
Graingers sem var frumkvöðull í
þjóðernistónlistarfræði. Hann áleit
meðal annars að íslenskar fornbók-
menntir væru hið fullkomna form
lista og þróaði tungumálið „blue-
eyed English“. Fyrirlesturinn er
fluttur á ensku, í stofu 101 í Odda á
vegum Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur.
!
> Ekki missa af...
Hláturtíð í Borgarleik-
húsinu, fjölbreytt og
sprenghlægileg dagskrá
framundan.
Síðkjólaballi í Íslensku
óperunni á sunnudag-
inn, einvala lið tónlist-
arfólks skemmtir og
dansað verður um allt
hús að erlendum sið.
Málþinginu List án
landamæra sem verður
haldið í ráðstefnusal
Orkuveitunnar á morgun
milli kl. 13-18.
Rúnar Helgi Vignisson
hlaut Íslensku þýðingaverð-
launin 2006 fyrir þýðingu
á skáldsögunni Barndómi
eftir J.M. Coetzee en hann
hefur á undanförnum árum
gert metnaðarfullar þýð-
ingar á verkum margra af
merkustu höfundum sam-
tímans.
Rúnar Helgi leggur líf sitt og sál í
þýðingarnar og grínast með að
vita ekki hversu lengi hann muni
tóra ef hann heldur áfram að þýða
stórvirki bókmenntanna. „Ég set
svo mikið af sjálfum mér í þessa
vinnu,“ útskýrir hann, starf þýð-
andans er gjöfult en krefjandi og
slítandi. Þýðingar eru ástríða og
hann binst höfundunum sínum
sérstökum böndum, kynnir sér
ævi þeirra og önnur störf og les
jafnvel heildarverk þeirra. „Þessu
fylgir líka mikil kynningarstarfs-
semi, greinaskrif og slíkt - sumir
segja að þetta jaðri við kristniboð
hjá mér,“ segir hann kíminn en lík-
lega tengist það líka kennaranum
sem blundar í þýðandanum, útgef-
andum og rithöfundinum Rúnari
Helga.
Hann segist ekki þýða bækur
nema hann finni ástríðu í sögun-
um. „Ekki nema maður sé þeim
mun blankari,“ bætir hann við
hlæjandi. Þegar litið er á afreks-
listann hans kemur samt í ljós að
þar eru engar blankheitabækur
heldur þýðingar á verkum ekki
minni spámanna en Williams
Faulkner, Philips Roth og Ians
McEwan. Honum þykir sjálfum
vænst um þýðinguna á Ljósi í
ágúst eftir Faulkner, skáldsögu
sem átti hug hans allan og starfs-
krafta í tvö ár.
Græna húsið
Á síðasta ári stofnaði Rúnar Helgi
útgáfufyrirtækið Græna húsið
ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu
Guðmundsdóttur. Ástæðan var sú
að að starf útgáfustjórans eða rit-
stjórans var eitt af fáum ritstörf-
um sem Rúnar hafði ekki sinnt en
vildi prófa. „Hugsunin var einnig
að losna undan kvöðum einhverra
ósýnilegra ritstjóra sem ég bjó
mér til í huganum,“ segir Rúnar
Helgi. Framtakið varð að sönnu
frelsandi fyrir rithöfundinn og
fyrir síðustu jól gaf Rúnar Helgi
út skáldsöguna Feigðarflan hjá
sínu Græna húsi, bók sem af
sumum er talin hans besta frum-
samda verk til þessa. Áður hefur
Rúnar Helgi gefið út fjórar skáld-
sögur og smásagnasafn auk fjöl-
margra þýðinga.
Smásögur heimsins
Á borðinu er líka stórt verkefni
sem Rúnar Helgi starfar að fyrir
annað hús en verkefnið, sem ber
vinnuheitið Smásögur heimsins,
er í bígerð fyrir útgáfufyrirtækið
Bjart. Rúnar Helgi ritstýrir verk-
efninu og mun einnig þýða tals-
vert af þeim sögum sem ritaðar
eru á ensku. „Þetta verður bók
sem mun innihalda rjómann af
smásögum heimsins,“ útskýrir
hann en safnið verður bæði sögu-
legt og alþjóðlegt yfirlit með 30-50
smásögum. „Svona bók gæti auð-
veldlega orðið tvö þúsund síður og
mér myndi ekki endast aldur til
þess að lesa allar góðu smásögurn-
ar sem hafa verið skrifaðar,“ segir
Rúnar Helgi, sem á augljóslega
mikið verk fyrir höndum að velja
sögur í slíkt rit.
Þýðing verðlauna
Íslensku þýðingaverðlaunin eru
kærkominn hvatning fyrir Rúnar
Helga. „Það er gott að fá stimpil
frá viðurkenndum aðilum,“ segir
hann og bætir við að ritstörfin séu
ekki alltaf dans á rósum, tískan sé
breytileg og því séu þýðendur og
höfundar ef til vill ekki vissir um
ágæti og viðtökur verka sinna.
„Svona viðurkenning hefur jafn-
mikla þýðingu fyrir fólkið í kring-
um mann,“ áréttar hann.
Bókaútgáfa Græna hússins
mun halda áfram að blómstra.
Rúnar Helgi er að þýða söguna um
Sólvæng, framhald barnabókar-
innar Silfurvængur eftir Kenneth
Oppel sem kom út fyrir síðustu jól
og vakti mikla lukku barna og ann-
arra gagnrýnenda. „Ferðaskrif-
stofa íslenskrar tungu“ eins og
fyrirtækið er kallað á heimasíðu
þess er í stöðugri þróun og Rúnar
Helgi segir það munu koma í ljós
hvort þau hjónin víkki út starf-
semina eða hvort hún muni halda
áfram að snúast að mestu um höf-
undarverk hans.
Í kvöld gefst lesendum og
öðrum áhugasömum kostur á að
kynnast verkum Rúnars Helga
betur því hann verður gestur á
Skáldspírukvöldi Lafleur-
útgáfunnar í Iðuhúsinu við Lækj-
argötu og hefst dagskráin kl. 20.
kristrun@frettabladid.is
VERÐLAUNAHAFAR ÁSAMT FORSETA Rúnar
Helgi ásamt hr. Ólafi Ragnari Grímssyni,
forseta Íslands. og Sigurði A. Magnússyni,
handhafa fyrstu heiðursverðlauna Banda-
lags þýðenda og túlka.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Af tilgerðarlausri ástríðu
RÚNAR HELGI VIGNISSON Binst höfundum sínum sterkum böndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI
��������������������������������� �����������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������
������������ �������������� �� �����������
���������������� ��� ��������������������� ��������������
��������� ��������������������� ���������
��������� ���������������������������������
������������������������������������ ��� �������
������ �������������
���������������������
������������������������ �����������������
����������������������������������������������
���������������������������������������