Fréttablaðið - 25.04.2006, Side 46
25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR34
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á síðu 8
1 Kári, Logi og Máni Halldórssynir.
2 Áttatíu ára.
3 Gyanendra.
LÁRÉTT
2 eyja 6 löng og lág hæð 8 X 9 umrót
11 sem 12 hald 14 dýrahljóð 16 í röð
17 mas 18 utan 20 skóli 21 faðm-
lag.
LÓÐRÉTT
1 líkamshluti 3 bardagi 4 land 5
drulla 7 farinn á kaf 10 planta 13 fát
15 útungun eggja 16 töf 19 á líðandi
stundu.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 java, 6 ás, 8 tíu, 9 los, 11 er,
12 skaft, 14 krunk, 16 hi, 17 mal, 18
inn, 20 ma, 21 knús.
LÓÐRÉTT: 1 háls, 3 at, 4 víetnam, 5
aur, 7 sokkinn, 10 sar, 13 fum, 15 klak,
16 hik, 19 nú.
HRÓSIÐ
...fær Andri Snær Magnason en
leikverk hans, Blái hnötturinn,
var nýlega sett upp í alþjóðlegum
skóla í Islamabad í Pakistan.
Vegfarendur sem átt hafa leið um
Bankastrætið að undanförnu hafa
rekið upp stór augu yfir graffíti-
verki sem hylur útstillingarglugga
hjá Sævari Karli. Að sögn verslun-
arstjórans, Axels Gomez, hefur
fjöldi fólks haft samband við versl-
unina og talið að um skemmdar-
verk sé að ræða en það er síður en
svo raunin. „Á sumardaginn fyrsta
vorum við með mikla vorhátíð hér í
versluninni. Þá var opnuð sýning í
galleríinu á verkum Ástralans
Graeme Finn og Sævar Karl fékk
ungan graffítímann, Karl Kr.
Davíðsson, til þess að skreyta
gluggann,“ segir Axel. Hann segir
að lögreglan hafi margoft stoppað
fyrir framan verslunargluggann á
meðan verið var að skreyta glugg-
ann og krafið listamanninn skýr-
ingar á athæfinu enda sjaldan sem
graffitílistamenn fá að munda
brúsann við Laugaveg með góðfús-
legu leyfi verslunareiganda.
„Sævar var meira að segja vakinn
um miðja nótt af einhverjum sem
vildi láta hann vita af þessu
skemmdarverki,“segir Axel.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
útstillingarglugginn í Gallerí
Sævars Karls vekur athygli þar
sem Sævar Karl er afar duglegur
við að brydda upp á nýjungum í
versluninni og óhræddur við að
prófa nýja hluti. Þess má geta að
hið glæsilega graffitíverk mun
prýða gluggann út þessa viku en
eftir það ættu viðskiptavinir aftur
að fara að sjá inn í verslunina. - snæ
Misskilin list hjá Sævari Karli
EKKI SKEMMDARVERK Útstillingarglugginn hjá Sævari Karli hefur ekki orðið fyrir barðinu á
skemmdarvörgum eins og margir halda heldur er þarna um list að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Næsta föstudagskvöld verður síð-
asti dansinn stiginn í Danshúsinu
Glæsibæ en þar hefur dansinn
dunað síðan 1970. Húsið hefur
verið eitt helsta athvarf dansunn-
enda síðastliðin 35 ár og hafa
margar hljómsveitir stigið þar á
stokk. Fyrsta árið lék hljómsveit
Hauks Morthens fyrir dansi og
tóku Ásar við af henni. Hljómsveit
Gissurar Geirs, Hafrót, Upplyft-
ing, og Hljómsveit Jóns Sigurðs-
sonar hafa einnig haldið fótafim-
um Íslendingum við efnið
undanfarna áratugi en nú er komið
að kveðjustundinni.
Danshúsinu á að breyta í bíla-
kjallara en miklar framkvæmdir
eru fyrirhugaðar á lóðinni sem fel-
ast meðal annars í því að Glæsi-
bær verður tengdur nýju háhýsi.
„Það verður mikill missir af hús-
inu fyrir dansunnendur,” segir
Hjördís Geirsdóttir, sem mun sjá
um lokaballið ásamt hljómsveit
sinni sem er skipuð harmónikku-
leikaranum Sigurgeiri Björgvins-
syni, Birgi Ottóssyni á bassa og
trommaranum Trausta Jónssyni.
Hjördís hefur mikla reynslu af
því að koma fram í Glæsibæ en
húsið hefur hýst margs konar
uppákomur í gegnum tíðina „Ég á
mjög góðar minningar úr þessu
húsi sem var mjög vinsæll staður
á árunum 1970 til 1985. Þetta er
afar glæsilegt húsnæði, huggu-
legt, rúmgott og skemmtilegt,”
segir Hjördís og bætir við að dans-
gólf staðarins sé afar stórt, líklega
um 150 fermetrar, og það kunni
dansglatt fólk vel að meta.
Helstu söngvarar landsins hafa
komið fram í Glæsibæ og nægir
þar að nefna Ragnar Bjarnason,
Önnu Vilhjálms og Björgvin Hall-
dórsson. Félag eldri borgara átti
húsið og stóð þar fyrir dansleikj-
um í nokkur ár en félög harmón-
ikkuunnenda hafa haldið til í hús-
inu í seinni tíð. „Það er spurning
hvert dansunnendur fara núna en
það er ekki um svo mörg alvöru
dansgólf að velja hér í höfuðborg-
inni. Ætli það verði ekki bara
Players eða Kringlukráin,” segir
Hjördís, sem lofar miklu fjöri á
föstudaginn. „Við spilum bæði
gömlu og nýju dansana svo það
verður bæði hægt að rokka, tjútta
og svífa um í vals á lokaballinu.”
Allir sem eiga góðar minningar úr
Glæsibæ eru því hvattir til að
mæta og dansa síðasta dansinn í
húsinu en Hjördís og hljómsveit
stíga á stokk um klukkan tíu. - snæ
HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR: MIKILL MISSIR FYRIR DANSUNNENDUR
Fótafimir Íslendingar
kveðja Danshúsið
ÞAÐ ER GAMAN AÐ DANSA Dansunnendur missa eitt besta dansgólf borgarinnar eftir helgi þegar Danshúsinu í Glæsibæ verður endanlega
lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/KAE
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
BFG All Terrain
33x11,5 R15
15.900,- stgr.
Seltjarnarnesi
33”
Gerið
verðsamanburð
margar stærðir
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
FRÉTTIR AF FÓLKI
Nýtt veitingahús verður fljótlega opnað við Hverfisgötu 4-6. Verður
það í kjallara hússins en þar hafa
iðnaðarmenn unnið hörðum höndum
undanfarið, meðal annars við það að
saga út fyrir gluggum og gefa þannig
gestum kost á útsýni yfir Arnarhólinn.
Framkvæmdir eru ekki langt komnar
en þó er ljóst að veitingahúsið verður
hið glæsilegasta enda vítt til veggja og
bjart þar inni. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins stendur erlendur aðili að
verkefninu en ekki hefur fengist staðfest
hvort það er einhver stórstjarna. Þó er
ljóst að staðsetningin er afar góð enda
verður veitingahúsið mitt í hringiðu
miðbæjarins með nágranna á borð við
Stjórnarráðið og 101 hótel.
Íslandsvinurinn Eli Roth hefur í hyggju að koma hingað til Íslands og taka
upp að hluta framhald hryllingsmynd-
arinnar Hostel sem sló eftirminnilega í
gegn hér á landi. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins eru framleiðendur mynd-
arinnar væntanlegir hingað til lands í
júní og ættu málin að skýrast í kjölfarið.
Roth situr sjálfur sveittur við að klára
handritið en hann fékk einmitt hug-
myndina að sinni fyrstu mynd, Cabin
Fever, þegar hann vann á hestaleigu.
Leikstjórinn er einn frumkvöðla hinnar
nýju hryllingsmyndabylgju sem skollið
hefur á í Hollywood þar sem ofbeldi,
blóð og nekt eru í fyrirrúmi. Eyþór Guð-
jónsson fær væntanlega ekki hlutverk
í framhaldsmyndinni enda reyndist
persóna hans úr fyrri myndinni ekkert
sérlega langlíf á hvíta tjaldinu.
-fgg/snæ
TÓNLISTIN
Uppáhaldstónlistarmennirnir mínir
eru hinir miklu Pink Floyd kauðar og
þá helst gítarhetjan David Gilmour
og hans hátign Syd Barrett. Svo eru
Dave Grohl (sértaklega hvað varðar
trommur) og Josh Homme í Queens
of the Stone Age alveg magnaðir. Ég
bý í Vestmannaeyjum og er framboð
á útvarpsstöðvum ekkert sérstakt í
Eyjum. Það vantar alveg helstu rokk-
stöðvarnar þ.e. X-in tvö. Rás 2 stendur
sig þó þokkalega vel.
BÓKIN
Ég er að lesa Deception Point eftir Dan
Brown og er nýbúinn að klára Herra
Alheimur eftir Hallgrím Helgason.
Besta bókin er samt Vopnin kvödd eftir
Ernest Hemingway sem er svona líka
skemmtilega þýdd af Halldóri Laxness.
BÍÓMYNDIN
Ég var bara rétt í þessu að klára Walk
the Line sem fjallar um Johnny Cash
eins og margir vita en þar á undan
kíkti ég aðeins á Good Night And Good
Luck sem fjallar um hinn skemmtilega
McCarthy-tíma. Annars hef ég mjög
gaman af evrópskum kvikmyndum þó
að það sé reyndar til nóg af evrópsku
rusli. Engin mynd hefur þó náð að
halda mér jafn vel og danska myndin I
Kina spiser de hunde. Þar á eftir mundi
ég nefna hina mögnuðu Der Untergang
sem fjallar um síðustu daga Hitlers.
BORGIN
Kaupmannahöfn er úr gulli að mínu
mati. Mér líður einfaldlega eins og
heima hjá mér þegar ég er þar.
BÚÐIN
Það eru ekki margar búðir sem njóta
jafn góðs af laununum mínum og
Skífan. Ég verð helst að eiga alla þá
tónlist sem mér finnst góð á útgáfu-
forminu.
VERKEFNIÐ
Við peyjarnir erum að vinna í meira
efni. Lagabankinn er nú ekki stór enda
erum við svo nýbyrjaðir. Erum bara
búnir að vera til eins og við lítum út í
dag í 4 mánuði. Samt eigum við nóg af
hugmyndum sem á bara eftir að púsla
saman.
AÐ MÍNU SKAPI: GÍSLI STEFÁNSSON, GÍTARLEIKARI FOREIGN MONKEYS
Pink Floyd, Dan Brown, Walk The Line og Köben
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4