Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 76
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR40 Þórdís Aðalsteinsdóttir myndlistarkona opnar sína þriðju einkasýningu í New York í dag. Þótt lítið hafi farið fyrir henni hér á landi hingað til er óhætt að fullyrða að Þórdís sé einn af athyglisverðustu listamönn- um þjóðarinnar. Þórdís hefur búið og starfað síð- ustu ár í New York en hún útskrif- aðist frá School of Visual Arts vorið 2003. Listaheimurinn í New York er harður heimur, færri komast að en vilja og samkeppn- in er mikil. Það er ekki sjálfgefið að komast að hjá stórum gallerí- um en Þórdís var strax farin að vekja athygli í skólanum og hefur verið á samningi hjá Stux-gallerí- inu í Chelsea frá því hún útskrif- aðist. Auk þess að halda einkasýn- ingar í New York og Íslandi hefur hún víða tekið þátt í samsýning- um og ferðast um. Hún kom aðeins heim síðastliðið vor og hélt sýningu í Gallerí 101. Þórdís kann mjög vel við lífið í New York og þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar var hún í stúd- íóinu sínu í Brooklyn að leggja lokahönd á málverk fyrir þriðju einkasýninguna sem hún opnar í Stux-galleríinu næsta fimmtu- dag. Hlutir sem aldrei breytast „Sýningin sem ég er núna að und- irbúa heitir A Cheerful Reminder of our Lives and Loves. Titillinn kemur úr texta sem ég skrifaði í myndbandsverkinu „Opið bréf til Botnu“ sem ég vann með Oddnýju Eir Ævarsdóttir í Apaflösu-gall- eríinu í Brooklyn og sýndi þar fyrr í vor. Virkjanastefna stjórnvalda kemur ekki beint við sögu þar en það vottar samt fyrir örlítilli gagn- rýni á þá stefnu og ég ætla að sýna myndbandsverkið aftur núna. Þessi sýning er um ástina og lífið, eins og nafnið gefur til kynna. Það sem við fólkið eigum sameig- inlegt. Hlutir sem aldrei breytast, eins og til dæmis ástin. Ég vinn oft með innviði sálarinnar, undirstrik- að með innviðum húsnæðis. Hið rómantíska og viðkvæma deilir rými með sjúkustu grimmdinni í okkur, en þessi innri tilvera á sér varla stað án árekstra og sam- skipta við umheiminn eins og vitað er og er orsakavaldurinn í mann- heimum.“ Stuttur líftími verkanna Þórdís verður líka með veggverk á sýningunni hjá Stux. „Þannig tengi ég saman málverkin og sal- inn, ég verð því meira og minna í galleríinu að setja þetta allt saman fram að opnun, það ætti að vera gaman.“ Hvað er svo gert við veggverk- ið þegar sýningin er búin? „Það er bara komið með máln- ingarrúllu og málað yfir það. Alveg eins og með útiverkin mín, þau eru bara brotin niður.“ Þórdís hefur tekið þátt í tveim- ur sýningum í skúlptúrlistagörð- um, annar er í New York-fylki og hinn í St. Louis. Þar hefur hún verið með innsetningar sem eru risa útimálverk máluð undir berum himni. „Finnst þér ekkert sárt að verk- in þín séu eyðilögð?“ „Nei, mér finnst mjög fínt að vinna þannig að ég viti að það sem ég er að gera verður eyðilagt. Í St. Louis bað ég um að kveikt yrði í verkinu, bara upp á auka dramatík. Auðvitað er gott að vita af verki sem einhver á og þykir vænt um, en stundum er fínt að gefa verk- um bara stuttan líftíma.“ Kjarvalsstaðir í haust Þórdís kemur heim í lok júlí til að undirbúa einkasýningu á Kjar- valsstöðum 30. september. „Þetta er mjög stór salur þannig að ég hlakka til að vinna á þeim skala, ég á ábyggilega eftir að senda nokkur verk héðan og svo kem ég heim í sumar. Það verður yndis- legt að vinna að þessari sýningu um íslenskt sumar.“ Það er nóg að gera fram undan hjá Þórdísi og hún er með verk- efni langt fram á næsta ár. „Eftir Kjarvalsstaði fer ég að vinna að hópsýningu í París sem ég verð með á í haust og svo verð ég með einkasýningu í Los Angel- es næsta vor. Fyrir þá sem eiga leið til New York þá opnar sýning Þórdísar í Stefan Stux-galleríinu í Chelsea 27. apríl og stendur yfir til 27. Sjúklegt samlífi í sálarkytrunni ALMOST HUMAN. Útilistaverk eftir Þórdísi í Laumeier-skúlptúrgarðinum í St. Louis í Missouri-ríki. MAN DRINK DOG, 2005 Þórdís vinnur oft með innviði sálarinnar í verkum sínum. ÞÓRDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR Útskrifaðist frá School of Visual Arts árið 2003. Hún var þegar farin að vekja athygli stóru galleríanna í New York þegar hún var í námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.