Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 76

Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 76
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR40 Þórdís Aðalsteinsdóttir myndlistarkona opnar sína þriðju einkasýningu í New York í dag. Þótt lítið hafi farið fyrir henni hér á landi hingað til er óhætt að fullyrða að Þórdís sé einn af athyglisverðustu listamönn- um þjóðarinnar. Þórdís hefur búið og starfað síð- ustu ár í New York en hún útskrif- aðist frá School of Visual Arts vorið 2003. Listaheimurinn í New York er harður heimur, færri komast að en vilja og samkeppn- in er mikil. Það er ekki sjálfgefið að komast að hjá stórum gallerí- um en Þórdís var strax farin að vekja athygli í skólanum og hefur verið á samningi hjá Stux-gallerí- inu í Chelsea frá því hún útskrif- aðist. Auk þess að halda einkasýn- ingar í New York og Íslandi hefur hún víða tekið þátt í samsýning- um og ferðast um. Hún kom aðeins heim síðastliðið vor og hélt sýningu í Gallerí 101. Þórdís kann mjög vel við lífið í New York og þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar var hún í stúd- íóinu sínu í Brooklyn að leggja lokahönd á málverk fyrir þriðju einkasýninguna sem hún opnar í Stux-galleríinu næsta fimmtu- dag. Hlutir sem aldrei breytast „Sýningin sem ég er núna að und- irbúa heitir A Cheerful Reminder of our Lives and Loves. Titillinn kemur úr texta sem ég skrifaði í myndbandsverkinu „Opið bréf til Botnu“ sem ég vann með Oddnýju Eir Ævarsdóttir í Apaflösu-gall- eríinu í Brooklyn og sýndi þar fyrr í vor. Virkjanastefna stjórnvalda kemur ekki beint við sögu þar en það vottar samt fyrir örlítilli gagn- rýni á þá stefnu og ég ætla að sýna myndbandsverkið aftur núna. Þessi sýning er um ástina og lífið, eins og nafnið gefur til kynna. Það sem við fólkið eigum sameig- inlegt. Hlutir sem aldrei breytast, eins og til dæmis ástin. Ég vinn oft með innviði sálarinnar, undirstrik- að með innviðum húsnæðis. Hið rómantíska og viðkvæma deilir rými með sjúkustu grimmdinni í okkur, en þessi innri tilvera á sér varla stað án árekstra og sam- skipta við umheiminn eins og vitað er og er orsakavaldurinn í mann- heimum.“ Stuttur líftími verkanna Þórdís verður líka með veggverk á sýningunni hjá Stux. „Þannig tengi ég saman málverkin og sal- inn, ég verð því meira og minna í galleríinu að setja þetta allt saman fram að opnun, það ætti að vera gaman.“ Hvað er svo gert við veggverk- ið þegar sýningin er búin? „Það er bara komið með máln- ingarrúllu og málað yfir það. Alveg eins og með útiverkin mín, þau eru bara brotin niður.“ Þórdís hefur tekið þátt í tveim- ur sýningum í skúlptúrlistagörð- um, annar er í New York-fylki og hinn í St. Louis. Þar hefur hún verið með innsetningar sem eru risa útimálverk máluð undir berum himni. „Finnst þér ekkert sárt að verk- in þín séu eyðilögð?“ „Nei, mér finnst mjög fínt að vinna þannig að ég viti að það sem ég er að gera verður eyðilagt. Í St. Louis bað ég um að kveikt yrði í verkinu, bara upp á auka dramatík. Auðvitað er gott að vita af verki sem einhver á og þykir vænt um, en stundum er fínt að gefa verk- um bara stuttan líftíma.“ Kjarvalsstaðir í haust Þórdís kemur heim í lok júlí til að undirbúa einkasýningu á Kjar- valsstöðum 30. september. „Þetta er mjög stór salur þannig að ég hlakka til að vinna á þeim skala, ég á ábyggilega eftir að senda nokkur verk héðan og svo kem ég heim í sumar. Það verður yndis- legt að vinna að þessari sýningu um íslenskt sumar.“ Það er nóg að gera fram undan hjá Þórdísi og hún er með verk- efni langt fram á næsta ár. „Eftir Kjarvalsstaði fer ég að vinna að hópsýningu í París sem ég verð með á í haust og svo verð ég með einkasýningu í Los Angel- es næsta vor. Fyrir þá sem eiga leið til New York þá opnar sýning Þórdísar í Stefan Stux-galleríinu í Chelsea 27. apríl og stendur yfir til 27. Sjúklegt samlífi í sálarkytrunni ALMOST HUMAN. Útilistaverk eftir Þórdísi í Laumeier-skúlptúrgarðinum í St. Louis í Missouri-ríki. MAN DRINK DOG, 2005 Þórdís vinnur oft með innviði sálarinnar í verkum sínum. ÞÓRDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR Útskrifaðist frá School of Visual Arts árið 2003. Hún var þegar farin að vekja athygli stóru galleríanna í New York þegar hún var í námi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.