Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 3

Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 3
TÍMI TIL AÐ BREYTA FLUGVÖLLUR VERÐI ÁFRAM Í REYKJAVÍK Innanlandsflugið verður ekki flutt til Keflavíkur. Að lokinni athugun sérfræðinga á mögulegum flugvallarstæðum verður tekin ákvörðun um framtíðarlegu flugvallarins, þar sem öryggissjónarmið ráða úrslitum. SUNDABRAUT OG MISLÆG GATNAMÓT Sundabrautin verði lögð fjögurra akreina í einum áfanga alla leið upp á Kjalarnes og mislæg gatnamót byggð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. FLEIRI TÆKIFÆRI TIL SAMVERUSTUNDA Tryggjum foreldrum og börnum val um örugga vistun frá því fæðingarorlofi lýkur, lækkum leikskólagjöld, göngum til samninga við íþrótta- og æskulýðs- félög í borginni um að þátttökugjöld barna verði lækkuð. Samræmum skólanám barna og íþrótta- og tómstundastarf til að fjölga samverustundum fjölskyldunnar. STÓRÁTAK Í BYGGINGU HJÚKRUNARHEIMILA, ÞJÓNUSTUÍBÚÐA OG LEIGUÍBÚÐA Við ætlum að ráðast í stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið og beita okkur fyrir öflugri uppbyggingu þjónustu- og leiguíbúða fyrir eldri borgara. 25% LÆKKUN FASTEIGNAGJALDA Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði verða lækkuð um 25%. Fyrst um 10% 1. janúar 2007 og síðan um 5% árlega. Tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignasköttum fyrir eldri borgara og öryrkja verða hækkuð. HREINSUNAR- OG FEGRUNARÁTAK Strax í sumar á að hefjast fegrunar- og hreinsunarátak í borginni. Við munum bæta aðstöðu íbúa til útivistar, glæða grænu, opnu svæðin nýju lífi, leggja göngu- og hjólreiðastíga og auka gróður og góða lýsingu í borgarumhverfinu. FJÖLBREYTTAR LÓÐIR FYRIR ALLA Allir sem vilja búa og byggja í Reykjavík eiga að hafa kost á fjölbreyttu húsnæði og lóðum. Lóðauppboð verður afnumið og lóðagjöld lækkuð. AUKIÐ VAL FYRIR ELDRI BORGARA Við ætlum að tryggja aukið val og fjölbreytni í húsnæði fyrir eldri borgara við skipulag nýrra hverfa. Við ætlum að gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa og efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun. www.betriborg.is Það er kominn tími til að breyta um áherslur við stjórn Reykjavíkurborgar. Við ætlum í samvinnu við Reykvíkinga að búa til betri borg. Við leggjum fram metnaðarfulla framtíðarsýn um aukin lífsgæði í borginni og reynslu og þekkingu öflugs hóps frambjóðenda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.