Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 4
4 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk- urinn mælist enn stærsti flokkur- inn í Reykjavík, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 43,2 prósent segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hefur fylgi flokksins dalað nokkuð frá síðustu könnun Fréttablaðsins, 18, maí, þegar 49,3 prósent sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þetta myndi þýða að flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa kjörna, en ekki átta, líkt og í síðustu könnun blaðsins. Fylgi flokksins dalar hjá bæði körl- um og konum frá síðustu könnun. 45,9 prósent karla segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 50,9 prósent karla sögðust áður kjósa flokkinn. 40,4 prósent kvenna segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en í síð- ustu könnun sögðust 47,4 prósent kvenna styðja hann. Samfylkingin bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 31,7 prósent myndu kjósa flokkinn, en fylgi við flokkinn var 29,8 pró- sent. Fimm fulltrúar Samfylkingar- innar yrðu því kjörnir í borgar- stjórn, líkt og í síðustu könnun. Flokkurinn bætir við sig heldur meira fylgi hjá körlum en konum. 29,0 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna, en sú tala var áður 26,4 prósent. 34,6 prósent kvenna segjast myndu kjósa flokk- inn, en áður sögðust 33,5 prósent kvenna myndu kjósa Samfylking- una. Vinstri græn bæta við sig nægu fylgi til að fá tvo borgarfulltrúa kjörna nú, í stað eins áður. 13,0 pró- sent segjast nú styðja Vinstri græn, 9,7 prósent karla og 16,5 prósent kvenna. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 9,1 prósent myndu kjósa Vinstri græn, og bætir flokkurinn því við sig tæpum fjórum prósentu- stigum. Fylgisaukningin kemur nánast einvörðungu frá konum, en í síðustu könnun sögðust 9,3 pró- sent kvenna myndu kjósa listann. Frjálslyndi flokkurinn stendur nánast í stað frá síðustu könnun blaðsins. 7,6 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, í stað 7,9 prósenta í síðustu könnun. Líkt og áður myndi flokkurinn fá einn mann kjörinn. 9,3 prósent karla segjast styðja Frjálslynda flokk- inn, en 5,8 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn bætir aðeins við sig fylgi, en ekki nóg til að koma að manni. 4,5 prósent segj- ast nú myndu kjósa Framsóknar- flokkinn, en það voru 3,9 prósent í síðustu könnun. Nú segjast 6,1 pró- sent karla myndu kjósa flokkinn, í stað 5,2 prósenta í síðustu könnun blaðsins. 2,7 prósent kvenna segj- ast nú myndu kjósa Framsóknar- flokkinn, sem er nánast sama fylgi kvenna og flokkurinn hafði í síð- ustu könnun. Hringt var í 800 Reykvíkinga fimmtudaginn 25. maí og skiptust svarendur jafnt milli karla og kvenna. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? 67,4 prósent tóku afstöðu til spurning- arinnar. Einnig var spurt hvern svarend- ur vildu að yrði næsti borgarstjóri í Reykjavík og tóku 69,5 prósent svarenda afstöðu til spurningarinn- ar. Flestir, eða 44,8 prósent, sögðust vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson yrði næsti borgarstjóri. Það er 1,6 prósentustigi meira en fylgi Sjálf- stæðisflokksins nú. Þá segjast 35,4 prósent vilja að Dagur B. Eggerts- son verði næsti borgarstjóri. Fylgi Dags er því 3,7 prósentustigum meira en fylgi Samfylkingarinnar. 7,4 prósent segjast nú myndu vilja sjá Svandísi Svavarsdóttur sem næsta borgarstjóra, 5,6 pró- sentustigum minna en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 3,6 prósent segjast myndu vilja að Ólafur F. Magnússon verði næsti borgarstjóri, sem er fjórum pró- sentustigum minna en segjast myndu kjósa frjálslynda. 3,2 pró- sent vilja að Björn Ingi Hrafnsson verði næsti borgarstjóri, sem er 1,3 prósentustigum minna en segj- ast myndu kjósa Framsóknarflokk- inn. 5,6 prósent segjast myndu vilja einhvern annan sem borgar- stjóra. Af þeim var nafn Steinunn- ar Valdísar Óskarsdóttur, núver- andi borgarstjóra, oftast nefnt. svanborg@frettabladid.is 10% ������������������������������������������������������������������ ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ��������������� �������������� ������������� ������������� ��������������� ��������������� ������������ ������������ ��������������� ����������� ������������� ������������� ��������������� �������������� ��������������� ���������� �� �������� ������������� �������� �� ����������� � ����� ��������� ��������������� ����������� ��� ����� �������������� ������� ������������������ ��������� ������������� ����� � � ����������� ���������������������� ����������� � ����� �� ����� ������������ �� ����� ������������� �������������������� ����������������������� ���������� ����������� ���������� ������ ��� �� ���� � �� ����������� ����������� ����������� ������� ��� � �������� ������� �� � ���������������������� � ����� �� ���� �� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� � � � � � � � �� � � �� �� � �� � � � � � � � � � � � � � � � Reykjavík 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri í Reykjavík? Framsóknarfl. (B) 4,5% Sjálfstæðisfl. (D) 43,2% Frjálslyndi fl. (F) 7,6% Samfylkingin (S) 31,7% Vinstri græn (V) 13,0% Skoðanakönnun Fréttablaðsins 25. maí ■ Könnun Fréttablaðsins 18. maí ■ Fylgi við oddvita framboðanna 1 7 18 . m aí 44 ,8 % 5 18 . m aí 35 ,4 % 2 18 . m aí 7, 4%3,2% 3,6% Vinstri flokkarnir bæta við sig Sjálfstæðisflokkurinn tapar rúmum sex prósentustigum á milli kannana og fengi sjö menn kjörna. Samfylk- ingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi og fengi Samfylkingin fimm en Vinstri græn bæta við sig manni og fengju tvo. Frjálslyndir standa í stað og fengju mann kjörinn. Framsókn bætir örlitlu við sig, en fengi engan. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 24.05 2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,39 72,73 Sterlingspund 136,43 137,09 Evra 93,13 93,65 Dönsk króna 12,494 12,568 Norsk króna 11,908 11,978 Sænsk króna 9,994 10,052 Japanskt jen 0,648 0,6518 SDR 108,13 108,77 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 128,7262 Reykjavík B 6,1% D 43,5% F 9,8% S 25,3% V 15,2% Skipting atkvæða og fjöldi borgarfulltrúa Könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið 23.–24. maí 1 7 1 4 2 Reykjavík B 5,0% D 47,2% F 8,5% S 25,6% V 13,7% Skipting atkvæða og fjöldi borgarfulltrúa Könnun Félagsv.stofnunar fyrir NFS 22.–24. maí 1 8 4 2 KOSNINGAR Framsóknarflokkurinn nær inn einum manni í borgarstjórn með rúmlega sex prósenta fylgi sam- kvæmt nýjustu könnun Gallup sem var unnin fyrir Ríkisútvarpið. Þetta er í fyrsta skipti sem Framsókn nær inn manni samkvæmt Gallup en þetta er fimmta raðkönnunin. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 43,5 prósenta fylgi og nær inn sjö mönnum. Frjálslyndir eru með rétt tæp tíu prósenta fylgi og ná inn einum manni. Samfylkingin mælist með rúmlega 25 prósenta fylgi og fær fjóra menn inn. Vinstri græn eru með rúmlega 15 prósent og ná tveim- ur mönnum inn. Könnunin var gerð dagana 23. og 24. maí og svöruðu 61,6 prósent aðspurðra. - sdg Framsóknarflokkur eykur fylgi sitt samkvæmt Gallup: Nær inn manni nú KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkurinn næði átta borgarfulltrúum og hrein- um meirihluta í borgarstjórn sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem var unnin fyrir NFS. Mælist flokkurinn með rúmlega 47 prósenta. Frjálslyndir og óháðir bæta einn- ig við sig og mælast með 8,5 prósent sem tryggir þeim einn mann. Sam- fylkingin er með tæplega 27 prósent og fengi fjóra menn. Vinstri græn eru með tæplega 14 prósent og fengju tvo menn inn. Framsóknar- flokkur mælist með fimm prósent sem dugar ekki til að ná inn manni. Könnunin fór fram 22. til 24. maí og var svarhlutfall 64 prósent. - sdg Sjálfstæðisflokkur fengi átta borgarfulltrúa: Hreinn meirihluti Ólafur F. Magnússon, Frjáls- lyndum „Samkvæmt undanförnum könnunum höfum við verið með ör- uggt fylgi milli fyrsta og annars manns á lista og þessi niðurstaða breytir engu um þann staðfasta ásetning okkar að ná Margréti Sverrisdóttur inn áður en yfir lýkur. Við finnum fyrir hlýhug borgarbúa og kosningabaráttan hefur verið einstaklega trúverðug og mun að lokum skila enn meiri árangri en sést nú.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki „Það er greinilegt að fylgið er á mikilli hreyfingu og kann- anir sýna fylgi okkar allt frá 43 pró- sentum og upp í 48 prósent þannig að allt getur enn gerst. Samkvæmt þessu missum við þann hreina meirihluta sem aðrar kannanir hafa sýnt og það verður að bíða eftir þeirri könnun sem öllu máli skiptir á laugardaginn kemur til að fá endanlega úr þessu skorið. En ég hef sterkan grun um að við munum bæta við okkur áður en yfir lýkur.“ Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum „Þetta eru mjög athyglis- verðar tölur, ekki síst fyrir þá sök að þarna er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að missa meirihlutann. Þarna er virkilega kominn flötur á að stjórnarandstöðu- flokkarnir í þinginu myndi með sér meirihluta í borginni og ég tel að það sé afar vænlegur kostur ekki síst þegar við erum að fara inn í kosningavetur.“ Björn Ingi Hrafnsson, Fram- sóknarflokki „Við erum að sækja í okkur veðrið en eins og ég hef alltaf sagt er flokkakönnunin á laugardag- inn kemur. Aðrar kannanir sýna betri stöðu en með því er ég ekki að gera lítið úr þessari könnun. Hún sýnir samt fylgisaukningu og endaspretturinn er eftir. Allir geta verið sammála um að við erum í sókn.“ Dagur B. Eggertsson, Sam- fylkingu „Í pólitík snýst þetta um að toppa á réttum tíma og við höfum verið að dreifa skýrum 16 atriða verkefnalista í öll hús og treyst á þann breiða hóp sem að baki framboðinu stendur. Við höfum fulla trú á að við munum sækja fram á lokasprettin- um til að tryggja að við verðum sterk kjölfesta við myndun næsta meirihluta. Valið stendur milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins.“ VIÐBRÖGÐ ODDVITANNA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.