Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2006, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 26.05.2006, Qupperneq 49
9 Margir eru nú farnir að spá í hvers konar blóm þeir vilja planta í garðinum, svo hann verði sem fallegastur í sumar. Þeim sem vilja fara óhefðbundn- ar leiðir í vali á garðplöntum skal bent á að bergflétta er falleg klifurplanta sem þrífst ágætlega hérlendis. Bergflétta hentar vel á veggi og aðra „lokaða“ fleti, en skríður ekki vel eftir opinni girðingu þar sem hún þolir illa gegnumtrekk. Til að hylja vegg með þessari sígrænu klifur- plöntu er best að setja um það bil fjórar plöntur á hvern metra. Þótt plönturnar hafi heftirætur sem festa sig á veggi, getur engu að síður verið gott að festa þær aðeins í byrjun svo þær liggi vel að veggnum. Það tekur berg- fléttu nefnilega svolítinn tíma að sjúga sig fasta, einkum á það við slétt yfirborð og timbur. Berg- flétta þrífst á skuggsælum stöð- um, þar sem nægilegt rakastig er fyrir hendi, og blómgast í júní. Óhefðbundin garðplanta Bergflétta getur lífgað upp á garðinn. Eins og sést á myndinni getur bergflétta komið einstaklega vel út á húsveggjum, en þessi sígræna klifurplanta þrífst ágætlega hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hin margrómaða íslenska bjartsýni á það til að leiða fólk langt upp á heiði þar sem hvorki finnst rennandi vatn né rafmagn. Bjartsýnin fær fólk til þess að taka þá ákvörðun að slíkir staðir séu fyrirmyndar bygg- ingarlóðir undir sumarhús. Áður en það getur talið upp að tíu er búið að grafa myndarlegan grunn fyrir hús- inu sem brátt mun rísa, miðja vegu milli Afdala og Öræfa. Hér eru fimm atriði sem vert er að hafa í huga þegar byggja á hús utan alfaraleiðar. 1. Þú gefst fljótt upp án vatns. Komdu þér í samband við næsta bónda eða landvörð og gerðu allt sem þú getur til þess að koma renn- andi vatni að þér. Þangað til getur þú safnað rigningarvatni, það er nóg til af svoleiðis á Íslandi. 2. Þegar búið er að gera ráð- stafanir með vatnið, þá ætti það að vera næsta skref að klambra saman þokkalega vindheldu útihúsi. Það nennir enginn að smíða sumarbú- stað allan dagnin og þurfa svo í lok vinnudags að svara kalli náttúr- unnar úti í náttúrunni. 3. Fyrst að þú ert uppi á heiði þá ætti ekki að vera erfitt að knýja áfram eina litla vindmyllu sem skil- ar þér nægilega miklu rafmagni til þess að lýsa upp húsið þitt með tólf volta straumi. 4. Þegar bygging hússins er komin á fullt þá er gott að fara að huga að því hvernig kynda eigi kofann. Kamínur eru sjarmerandi og gefa góðan hita. 5. Gasofn, gashellur og gasgrill. Þú getur eldað allan mat á gasi og það er algjör óþarfi að eyða milljón í það að fá fullan straum. 220 volta rafmagn er bara fyrir borgarbörn. Eitt atriði í einu og áður en þú veist af ertu búinn að reisa þér fullkominn fjallakofa sem er alveg laus við allt það sem þú hefur ekk- ert að gera við. Í fyllingu tímans er hægt að fara að huga að því að reisa stæðilegra útihús eða jafnvel að fjárfesta í alvöru klósetti. Það fer allt eftir því hversu harðgerður ein- staklingur þú ert. Byggt uppi á heiði Margir sumarbústaðir eru orðnir svo vel útbúnir að fólk er farið að dvelja í þeim á öllum tímum árs. Margir vilja halda hita á húsunum sínum allan veturinn og getur kyndingarkostnaður þá orðið nokkuð hár. Þó svo að íslenska sumarsólin sé ekki svo steikjandi heit að hún þrýsti á sumarbústaðaeigendur til þess að fá sér loftkælingu í húsin sín þá hefur fyrirtækið Celcius hafið innflutning á slík- um kerfum. Kerfið er þó mjög hentugt fyrir íslenskar aðstæður þar sem það er líka öflug hita- miðstöð. Samkvæmt upplýsing- um frá fyrirtækinu geta hús- eigendur viðhaldið því hitastigi sem þeir óska sér með mun lægri kyndingarkostnaði en með hefð- bundnum rafmagnsofnum. Þessi tækni hefur verið að ryðja sér rúms upp á síðkastið og hent- ar hún þeim sérstaklega vel sem vilja halda hita á sumarhúsinu allan ársins hring þar sem orku- nýtni kerfisins er mjög góð. Sniðug leið til þess að kynda sumarhúsið Miðstöðin getur bæði kælt og hitað sumarhúsin ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { sumarhús og garðar } ■■■■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.