Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 26.05.2006, Qupperneq 50
10 Verslunin DUXIANA/GEGNUM GLERIÐ, Ármúla 10 í Reykjavík, hefur um árabil selt gott úrval gæðahúsgagna. Í búðinni er að finna vörur frá heimsþekktum hús- gagnaframleiðendum, sem taldir eru vera fremstir á sínu sviði. Fyrst má geta sænsku dýnanna frá DUX, sem verslunin dregur nafn sitt að hluta til af. Einnig ber að nefna Molteni & Co., eitt virtasta fyrirtæki Ítala á sviði húsgagna, þekkt fyrir fataskápa og veggeiningar. Þá er verslunin með umboð fyrir Boffi, sem er frumkvöðull í bað- og eld- húsinnréttingum. Síðast en ekki síst fæst allt frá hnífapörum upp í sófa- sett frá Lambert, sem er samnefnari fyrir vandað handverk víðs vegar að úr heiminum. Í búðinni fást ein- mitt vörur frá Lambert sem henta vel til útiveru á sumrin og þola vel íslenska veðráttu. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna brot af því besta af slíku í búðinni og ætti að gefa lesendum einhverjar hugmyndir um hvernig má gera garðinn fallegan í sumar. Þekkt hönnun í garðinn Gegnum glerið selur gæðahúsgögn frá heimsþekktum framleiðendum. Þessi fallegi tveggja sæta sófi frá Lambert nefnist Nizza, en stærri útgáfa af honum er einnig fáanleg í búðinni. Sófinn er gerður úr hinu byltingarkennda Hulero efni. Án sessu kostar sófinn 124.000 kr., en með sessu 147.900 kr. LJÓSM/LAMBERT Smart bekkur úr Hulero efni sem kostar 153.00 kr. án sessu. Hægt er að fá hann með svokallaðri „futon“ sessu, en kostur hennar er sá að þótt innvolsið þjappist klessist það ekki saman. Ein besta sessa sem völ er á í dag. LJÓSM/LAMBERT Flottir „fifties“ stólar frá Lambert. Stólarnir eru bandarísk hönnun og hafa verið framleiddir síðan í seinni heimsstyrjöld. Lambert hefur selt þá síðustu 35 ár. Þeir eru úr reyr, styrktir með járngrind og lakkaðir. Án arma kostar eitt stykki 9.860 kr., en 11.769 kr. með örmum. LJÓSM/LAMBERT Hlýlegur bekkur frá Lambert sem nefnist Modesto, gerður úr hnotu. Hann kostar 118.000. Stólar og borð frá Lambert. Stólarnir kosta 59.000 kr. stykkið. Borðið fæst með glerplötu á 196.000 kr., en án hennar á 176.000 kr. Borðið á myndinni fæst einnig kringlótt í DUXI- ANA/GEGNUM GLERIÐ. LJÓSM/LAMBERT Þessi fallegi útiarinn fæst í Gegnum glerið. Þetta er níðþungt pottjárn, sem kubbum er hent í og kveikt í. Minni gerð arinsins kostar 56.000 kr., en sú stærri 70.000 kr. Stanislas Bohic hefur um árabil hannað garða fyrir Íslendinga með glæsilegum árangri. Stanislas segist sjálfur vilja hafa umhverfi sitt fal- legt og því eigi starfið vel við hann. „Ég hanna garða af öllum stærðum og gerðum, fyrir alls konar fólk,“ segir Stanislas. Ferlið frá því að fólk setur sig í samband við Stanislas og biður hann um að hanna garðinn sinn og þangað til garðyrkjumenn, smiðir, píparar og rafvirkjar hafa lokið sínu verki tekur nokkra mánuði. „Fyrst kem ég á staðinn og skoða aðstæð- ur, síðan fer ég á skrifstofuna mína og teikna þetta allt upp. Ég geri gróðurkort, efnislista og margt fleira. Síðan geri ég tilboð, þetta ferli getur tekið allt upp í mánuð,“ segir hann og bætir því við að hann teikni allt frá grasblettum upp í gróðurhús. Stanislas gerir að minnsta kosti þrjár útfærslur af teikningum fyrir hvern garð og svo getur fólk valið það sem því líkar best áður en fram- kvæmdavinnan hefst. Ef fólk kýs að láta fagmenn sjá um framkvæmda- vinnuna í garðinum getur Stanislas útvegað þá. Kostnaðurinn við að fá garða- hönnuð í lið með sér er á bilinu fimmtíu til fimmhundruð þúsund krónur. „Ef ég kem, geri skýrslu og veiti ráðgjöf þá er kostnaðurinn um fimmtíu þúsund krónur. Meðalstórir garðar eru í kringum þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónur.“ Auk þess að hanna garða teiknar Stanislas mikið í kringum sumar- bústaði og segir hann að mikið sé að gera hjá sér um þessar mundir. Stanislas segir reyndar að mikið sé að gera hjá sér allan ársins hring, en auðvitað sé mesti álagstíminn á sumrin. Stanislas verður á faralds- fæti um þessar mundi, en hann mun í maí og júní sjá um garðaráðgjöf fyrir viðskiptavini Húsasmiðjunar um allt land. Vill hafa um- hverfið fallegt Stanislas Bohic gerir það gott sem garðahönnuður. Það getur tekið um það bil tvo mánuði frá því fólk setur sig í samband við hann þangað til fagmenn hafa lokið sinni vinnu garðinum. Stanislas Bohic segist gera a.m.k. þrjár útfærslur þegar hann teiknar upp garðinn. ■■■■ { sumarhús og garðar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.