Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 54

Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 54
14 „Kirkjugarðinn var farið að nota um það leyti sem Lágafellskirkja var vígð í febrúar 1889,“ segir Jóhann. „Síðan þá er búið að stækka garðinn nokkrum sinnum en hann verður ekki stækkaður meir, frekar en kirkjan sjálf. Elsta merkta leiðið í garðinum er frá 1891, en í honum hvíla nokkrir þjóðþekktir einstaklingar, þeirra á meðal Guðmundur Einarsson, listamaður frá Miðdal. Gamli garð- urinn var aðalgrafreitur sóknar- innar en þar sem hann er að fyllast er kominn nýr grafreitur við Mos- fellskirkju.“ Að sögn Jóhanns fer ekki minni vinna í viðhald á garðinum en á kirkjunni. „Á sumri hverju fæ ég með mér fólk, yfirleitt ungt náms- fólk, til þess að sjá um garðinn,“ segir hann. „Starfið tekur að öllu jöfnu þrjá mánuði. Fyrstu verk- efnin eru tiltekt í garðinum eftir veturinn, sem getur verið nokkuð vandasamt. Til dæmis felst í því að hreinsa beð vel og vandlega og búa þau undir niðursetningu blóma.“ Jóhann segir einnig þurfa að laga krossa sem láti á sjá eftir veturinn og svo séu garðsláttur og almenn umhirða í verkahring starfsmanna garðsins. „Við höfum þrjá garða til að hugsa um, það er að segja Lágafellskirkjugarð og Mosfellskirkjugarð. Sá síðarnefndi skiptist í nýja og gamla hlutann, sem er nokkurra alda gamall,“ segir hann. „Það er því óhætt að segja að okkur falli ekki verk úr hendi.“ Starfið margborgar sig greini- lega því í garðinum er sérlega fallegt um að litast og óskandi að gestir og gangandi taki með sér Þar sem mætir menn hvíla Lágafellskirkjugarður er fallegur staður með langa sögu að baki, samkvæmt Jóhanni Björnssyni, kirkjuverði og framkvæmdastjóra Lágafells- og Mosfellssókna. Lágafellskirkjugarð var farið að nýta upp úr vígslu kirkjunnar árið 1889. Garðurinn er því meira en aldargamall og fer mikil vinna í viðhald á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margir þjóðþekktir einstaklingar hvíla í Lágafellskirkjugarði, þeirra á meðal Guðmundur frá Miðdal, sem er álitinn einn fjölhæfasti listamaður Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Upp úr sameiningu Mosfellssóknar og Gufunessóknar á milli 1885 og 1890 var byggð ein kirkja á Lágafelli. Árið 1956 var byggt við kirkjuna og á aldarafmælinu 1989 var skrúðhússal bætt við hana. Hún verður nú ekki stækkuð meir vegna aldurs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Allra bjartsýnustu blóma- áhugamennirnir voru byrjaðir að gróðursetja sumarblómin fyrir miðjan maímánuð en flestir treysta íslenska vorinu ekki betur en svo að þeir bíða fram að mánaðamót- um maí og júní til þess að vera nokkuð öruggir. Lára Jónsdóttir garðyrkjufræð- ingur segir að skipta megi sumar- blómunum í tvo flokka. Annars vegar séu plöntur sem seldar eru í minni einingum líkt og stjúpur, fjólur, morgunfrú og silfurkambur. Hinn flokkurinn er stærri sumar- blómin eins og vinsælu hengi- plönturnar tóbakshorn, snædrífur og hengilóbelíur svo dæmi séu tekin. „Þegar maður gróðursetur sumarblóm er gott að byrja á því stinga moldina vel upp áður og jafnvel að bæta nýrri mold við þá gömlu,“ útskýrir Lára. „Það er mikilvægt að bera hæfi- lega mikið af áburði í beðin og taka pottinn af plöntunni áður en maður gróðursetur hana í moldina, síðan er bara að vökva vel,“ segir hún og bætir því við að eftir það séu örlög blómsins komin að mestu í hendur veðurguðanna. Enginn sérstakur eindagi er á því hvenær fólk má gróðursetja sumarblómin og því er í lagi að gróðursetja þau svo lengi sem þau fást í blómabúðunum. Ef veðrið helst sæmilegt og engin plantan hlýtur þau örlög að vera troðin undir geta sumarblómin flest stað- ið falleg fram í september. ,,Svo vil ég líka benda á að svalirnar eru kjörinn staður til að geyma sumarblóm í pottum. Það er hægt að búa til lítinn blómagarð með nokkrum fallegum sumar- blómum á svölunum hjá sér,“ segir Lára að lokum. Í fullum skrúða Nú er sá tími ársins þegar allir henda sér á fjóra fætur og byrja ýmist að rífa upp gömul blóm eða gróðursetja ný. Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali, fór yfir nokkur mikilvæg atriði í tengslum við sumar- blómin með blaðamanni. Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gular stjúpur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dalíur úr Blómavali. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■■■■ { sumarhús og garðar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.