Tíminn - 25.09.1977, Page 16
16
Sunnudagur 25. september 1977
Kæru lesendur mínir!
Alþýöuspekin kennir okkur aö
orsakir séu til allra hluta. Hún
er oft svo barnslega einföld i
oröum aö viö vörum okkur ekki
á því og botnum þá stund-
umekki til fulls I djúpstæöri
vizku hennar. Mörgum hættir til
dæmis til þess aö leita aö einni
orsök aö sálarlifsflækjum sinum
þegar þær eru raunar fleiri. t
sálarlifinu eru lika einmitt or-
sakir til allra hluta, og þaö fleiri
en ein. 1 upphafinu einu er ein-
göngu ein orsök, frumorsökin.
Um þaö hefur alþýöuspekin
engin orö.fæstorö bera minnsta
ábyrgð. Dugir þar raunar eitt
Orö.
En þegar allt er til oröiö i til-
verunni leggur alþýöuspekin
aftur oröibelg.Allt er þá þrennt
er, segir hön. Skilji það hver
sem skiliö getur. Skilnings og
djúpstæðrar skilgreiningar er
einmitt þörf þegar leitað er á vit
undir-, dul- og yfirvitundar sál-
arinnar. En sleppum nú svona
háfleygu alþýöutali og snúum
okkur að einföldum og jarð-
bundnum visindalegum stað-
reyndum.
Nú lifirtleira fólk, sextiu og
fimm ára og eldra, I Bandarikj-
unum einum saman en áöur fyrr
I heimi öllum. Þessi einfalda
staðreynd hvilir meðal annars á
framförum læknavisindanna á
þessari öld. Þær framfarir eru
meiri en á öllum fyrri öldum.
Sállækningum hefur lika fleygt
fram á öldinni okkar. Þrjár eru
meginstoðið þeirra. Allt er þá
þrennt er, eins og þið munið. Að
minu mati eru þær þessar
þrjár: sálarfræöi, sállækning og
sálgreining. Hér á landi er hún
einnig nefnd sálkönnun. Bæði
heitin eru góð, að þvi er mér
finnst, og bæta þau hvort annað
upp til aukins skilnings og skil-
greiningar, sálgreiningin og
sálkönnunin. Undanfarin ár hefi
ég lagt höfuðáherzlu á það að
afla mér þekkingar og reynslu á
þessum meginstoöum sállækn-
inga.
Fjölmargar hliðargreinar,
svo sem atferlislækningar, hafa
vaxið á þessum meginstofnum.
Sumar hliðargreinanna
hafa reynzt haldgóðar og var-
anlegar. Aðrar hafa verið tim-
anleg fyrrbæri sem náð hafa
skjótri Utbreiðslu en borið rýran
ávöxt og visnað aftur. Megin-
stofnarnir þrir: sálarfræðin,
sállækningin og sálgreiningin
halda áfram hægfara en þrótt-
mikium vexti sinum, jafnt og
þétt. Mun ég i næsta þætti skil-
greina stofna þessa nánar þvi ég
hefi orðið var við að nokkurs
misskilnings gætir hjá fólki um
aðgreiningu þeirra.
Að visu eru þetta ósýnilegir
stofnar en lifinu er nú einmitt
JARÐ
VTA
Til leigu — Hentug i lóöir
Vanur maður vj
Simar 75143 — 32101
Motorola Alternatorar
í bíla og báta.
6/12/24/32 volta.
Platínulausar transistor-
kveikjur i flesta bila.
HOBART rafsuðuvélar.
Haukur og Ölafur hf. Ármúia
32, Simi 37700.
Bílaleiga
Höfum til leigu Vauxhall
Viva.
Sparneytinn, þægilegur,
öruggur.
Berg s.f. Skemmuvegi
16 Kópavogi.
Simi 7-67-22.
Kvöld og helgar simi 7-20-58.
c
Esra S. Pétursson læknir:
Sálarlífið
þannig farið að hið sýnilega er
stundlegtenhiöósýnilega varir.
Sálin sjálf, þó ósýnileg sé, er ei-
lífðarvera, jafnt lifs og liðin.
Kennimenn okkar og annarra
landa, að meðtöldum séra Arna
Þórarinssyni, hafa fullvissað
okkur um að svo sé. En nú daga-
ar einnig I heimi þekkingar-
innar og visindanna um ei-
lifðareðli sálarinnar og kem ég
væntanlega að þvi siðar i grein-
arflokki þessum.
NU hefur talazt svo til, með
áeggjan Þórarins Þórarins-
sonar, ritstjóra og vinar mins,
að ég skrifi mánaðarlegar
greinar i Timann um efni þessi
fyrir almenning. Hefi ég verið
hvattur til þess af öðrum lækn-
um og félögum minum sem
minntust þess að ég hefi áður
samið fyrir Timann og aðra fjöl
miðla. En fyrst og fremst hefi
égsjálfur fundið hjá mérhvöt til
þess að gera þetta. Mér likar að
vinna svona störf fyrir góða og
elskulega lesendur eins og ykk-
ur, en þannig hafa lesendur
minir jafnan reynzt mér, þó
ekki án undantekninga. Fleiri
tildrög eða orsakir liggja til
þess að ég geri þetta einmitt hú,
og kem ég að þvi siðar.
Alþjóðafundir
Við hjónin erum nýkomin
heim aftur úr löngu ferðalagi.
Siðari áfanginn var Súðavik þar
sem við heimsóttum sjöunda og
yngsta son okkar og nafna minn
semþar býr. Fengum við þar hið
dýrðlegasta veður i allri ferð-
inni, sólskin og logn og bliðu og
fádæma landslagsfegurð, þó
viða sé fagurt hér og I öðrum
Esra S. Pétursson.
löndum. Aðaltilgangur farar-
innar var að sækja tvo alþjóða-
fundi, þann fyrri i Berlin fyrir
sálkönnuði og þann siðari i
Honolulu fyrir geðlækna heims-
ins. Báðir voru þeirsjöttu fundir
þessara stofnana, hvorra um
sig. Nú hefi ég um árabil ekki
bara þegið andlega næringu af
þessu tagi heldur lika veitt og
kunni ég þvi betur að flytja
nokkur erindi á báðum stöðum.
Ef til vill mun ég ræða siðar i
greinum þessum eigin erindi
min en nú fyrst vil ég lýsa fyrir
ykkur einum fundinum semég
sat I Hawaii sem varðar einmitt
þennan væntanlega greinar-
flokk okkarog tildrög hans. Var
sá fundur um og fyrir sálgrein-
endur og geðlækna sem semja
og flytja efni fyrir almenning i
fjölmiðlum.
Fundinum stýrði Dr. Fogel
frá New York. Margir geðlækn-
ar, sagði hann, skrifa fyrir
timarit sem hafa milljónir les-
enda. Fólk les um skoðanir
þeirra með ákefð og hafa þær
„ djúpstæð áhrif á lesendur tíma-
ritanna. Auk þess skrifa þeir
greinaflokka i dagblöð og semja
bækur til þess að fræða og upp-
lýsa almenning. Einnig koma
þeir með erindi og framhalds-
þætti i sjónvarp og útvarp, i
þessu skyni. Hér, sem annars
staðar, eru aðrir læknar og
félagar þeirra oft ósammála
þeim og sýnist sitt hverjum eins
og gengur.
Sálkönnuðir og geölæknar
fjalla um atriði sem eru annað
og meira en blákaldar efnisleg-
ar staðreyndir. Hafa þau atriði
ómótstæðilegt og forvitnilegt
aðdráttarafl fyrir almenning,
sagði Fogel hvort heldur
fjallaðerum þroska barna,fjöl-
skylduvandamál, kynlif, notkun
fikniefna og áfengis, glæpi og
sálarlif stjórnmála- og annarra
forystumanna.
Fundur þessi, sagði Dr.
Fogel, mun leitast við að ræða
hvort hvetja beri fleiri sálkönn-
uði og geðlækna til þess að veita
aukna fræðslu á þennan hátt.
Hvaða andsvör fáum við?
Hvaða áhrif höfum við? Hver er
munurinn a fjölmiðlum og
áhrifum þeirra?
Dr. Ogura frá Tokyo sagði að
bæöi geðlæknum, sálfræöingum
og félagsráðgjöfum hætti til
þess að nota stirfið mál með
tæknilegum oröskripum. Yrði
það til þess að torvelda skilning
á máli þeirra, — jafnvel sin á
milli. Ef fjalla á I fjölmiðlum
um hegðun manna sagbi hann,
ber sérfræðingum aö nota ein-
föld, stutt, augljós og skýr orð
sem allir skilja til hlitar, jafnvel
ung börn.
Með þeim hætti má vinna
gegn skilningsskorti og þekk-
ingarleysium sálræn og geðræn
vandamál og stuðla að þvi að
kunngera hið ókunnuga. Þannig
má leiða betur fram i dagljós
vitundarinnar það sem áður var
óljósteða ókunnugt i undir-, dul-
og yfirvitundinni.
Fleiri lækna frá Bangkok og
Kóreu tókuisvipaða strengi, en
Dr. Galdston, sem er barnageö-
læknir frá Massachussets. sagði
að reynsla sin 1 þessum eínum
stafaði frá greinaflokkum sem
hann skrifaði nokkuð óreglu-
lega á tveggja mánaða fresti
fyrirtimarit sem helgaði sig þvi
að hjálpa foreldrum til þess að
ala upp börn sin. Lýsir hann i
greinum si'num eðlilegum
þroskaferli barna og leggur
áherzlu á þau meginatriði sem
foreldrar geta notfært sér til
þessaðhjálpa börnum sinum að
ná betri mannlegum þroska.
Alit lesendanna, sagði hann,
spannaði mestu lofsyrði og hat-
ramma gagnrýni og margt þar
á milli. Ekki voru þvi öll heims-
ins laun vanþakklæti hvað hann
áhrærði.
Mér þótti fundur þessi
skemmtilegur, fróðlegur og
hvetjandi. Alltaf er gott að
heyra um þau vandamál og úr-
lausnir þeirra sem starfsfé
lagar okkar eiga við að striða.
Eins og ég gat um áðan mun
ég inæsta þættivæntanlega leit-
ast við að skýra mismuninn á
sálfræðingum, sállæknum og
sálkönnuðum og lýsa aðferðum
þeirra til hjálpar fólki sem eiga
við erfiðleika og vandamál að
stfíða.Mun sú grein væntanlega
koma 1 fyrsta sunnudagsblaði
Timans i nóvember og þannig
áfram i fyrstu sunnudagsblöð-
um hvers mánaðar.
Ég þakka þeim sem lásu.
Einn glæsilegastiAskemmtistaður Evrópu
Sendum út veiiluretti
fyrir ferminga- og
cocktail-veizlur
Einnig bendum við á okkar glæsilegu húsakynni
sem yður standa til boða til hvers konar mannfagnoðar
Sylvia
Jóhannsdóttir
lærð frá
Gastronomisk
Institut
Köbenhavn
Björn Axelsson
yf ir-
matreiðslumaður
Aðeins það
bezta er
nógu gott:
Köld borð
Cabarett
Síldarréttir
Heitir réttir
Eftirréttir
Brauðtertur
Cocktailsnittur
Kaffisnittur
Dagbjört
Imsland
lærð frá
Den Gamle By
Aarhus
2-33-33 [3 2-33-35 KL.1-4 DAGLEGA
staður hinna vandlátu