Tíminn - 25.09.1977, Síða 23
Sunnudagur 25. september 1977
23
Mi'liAJL!
Guölaugsson flytur ferða-
þátt meö rimuöu ivafi. (Aö-
ur útv. 12. jan. i vetur).
18.00 Stundarkorn meö ung-
versk-danska fiöluleikaran-
um Emil TelmanýiTilkynn-
ingar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Hvers vegna Reykja-
vlk? Lýöur Björnsson sagn-
fræðingur flytur erindi.
20.00 tslensk tónlist a. „Mild
und meistens leise” eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Haf-
liöi Hallgrimsson leikur á
selló.b. Konsertino fyrir tvö
horn og strengjasveit eftir
Herbert H. Agústsson. Höf-
undurinn og Stefán Þ.
Stephensen leika ásamt Sin-
föniuhljómsveit Islands: Al-
fred Walter stjórnar. c.
„Friðarkall”, hljómsveitar-
verk eftir Sigurö Garðars-
son. Sinfóniuhljómsveit Is-
lands leikur: Páll P. Páls-
son stjórnar.
20.30 Lifsgildi: sjöundi þáttur
Geir Vilhjálmsson sálfræð-
ingur tekur saman þáttinn,
sem fjallar um gildismat I
trúarlegum efnum. Rætt við
séra Þóri Stephensen,
Jörmund Inga og fleiri.
.21.15 Hornaþytur I Háskóla-
blói Unglingadeild lúöra-
sveitarinnar „Svans” leik-
ur: Sæbjörn Jónsson stjórn-
ar. (Hljóöritað f maí I vor).
21.45 „Viö höfum gaman af
þessu’ Sigmar B. Hauksson
ræöir viö Sigurjón Jónsson
skipstjóra á Vopnafirði um
hákarlaveiöar.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
Sigvaldi Þorgilsson dans-
kennari velur lögin og kynn-
ir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Sunnudagur
25. september
18.00 Símon og kritarmynd-
irnar.Breskur myndaflokk-
ur. Þýðandi Ingi Karl Jó-
hannesson . Sögumaður
Þörhallur Sigurðsson.
18.10 Svalt er á selaslóö Vetur
hjá heimskautseskimóum
Siðari heimildamyndin um
Netsilikeskimóana i Norð-
ur-Kanada, og lýsir hún lifi
þeirra aö vetrarlagi. Þýö-
andi og þulur Guöbjartur
Gunnarsson. Aður á dag-
skrá 21. febrúar 1977.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Skóladagar (L) Sænskur
myndaflokkur. 5. þáttur.
Efni fjórða þáttar: Eva
Mattson kemur i leitirnar,
en móöirhennar hefur samt
miklar áhyggjur af liferni
hennar. Kamilia lendir i rif-
rildi heima út af skólanum.
Henni liður ekki vel, og hún
leitar til hjúkrunarkonu
skólans. Katrin býöur Jan
að dveljast eina helgi með
sér i bústað, sem hún á uppi
i sveit. Eva heldur upptekn-
um hætti, og kvöld nokkurt
kemur móðir hennar að
henni, þar sem hún liggur i
vimu. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
21.30 Samleikur I sjónvarps-
sal Erling Blöndal Bengts-
son og Arni Kristjánsson
leika saman á selló og
pianó. Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
21. 50 Þrir þjóöarleiðtogar
Breskur heimildamynda-
flokkur. Lokaþáttur. Joseph
Stalin. Þýðandi og þulur
Gylfi Pálsson.
22.45 Að kvöldi dags Séra Jón
Dalbú Hróbjartsson,
sóknarprestur I Laugarnes-
prestakalli, flytur' hug-
vekju.
22.55 Dagskrárlok
wmm—mmmm^—mmmmmm*
David Graham Phillips:
SUSANNA LENOX
(jdnHelgason ^£010^
j
kæri mig ekki um að hnýsast í einkamál yðar. ,,Hugsaðu
um þitt", það er mín regla". Hún talaði af talsverðum
móði eins og einjver ósýnileg vera hefði haldið hinu
gagnstæða fram, og það mætti allt eins vel búast við því
að hún kæmi þá og þegar fram á sjónarsviðið og léti til
sín taka. Og hún hélt áf ram: ,, Fyrst herra Ellison mælir
með yður, þá ætti öllu að vera óhætt. En þér verðið að
vera komin heim klukkan tíu á kvöldin".
,,Ég skal alls ekki fara út á kvöldin", sagði Súsanna.
,,Þér virðist vera stillt stúlka", sagði frú Wylie með
þeim svip að ráða mætti í, að stúlkur væru sjaldnast það
sem þær virtust vera.
,,Ég er stillt stúlka", sagði Súsanna afdráttarlaust.
,,Ég qet ekki leyft átroðning af ókunnugu fólki. Það
má enginn gestur koma inn i herbergið yðar".
,,Það verður enginn átroðningur". Hún sótroðnaði.
,,Það er reyndar ungur maður að heiman — hann kemur
kannski einu sinni, en hann fer undir eins — hann er á
leið austur á Atlantshafsströnd".
Frú Wylie íhugaði þetta, og Súsanna beið úrskurðarins
milli vonar og ótta. Hún var hrædd um, að hann yrði
henni andsnúinn. Loks sagði frú Wylie:
,,Róbert sagði að þér vilduð fá fimm-dala herbergið.
Ég ætla að sýna yður það".
Þær f óru upp tvo stiga. Sóðaskapurinn f ór vaxandi eft-
ir þvi sem otar dró. Inn af ganginum á þriðju hæð var
lítið herbergi — ofurlitil kytra. Glugginn sneri út að
húsagarðinum. í því var mjór beddi,. lítið borð, agnarlítil
dragkista, þvottaborð af svipaðri stærð og á bátnum, fá-
einir snagar og rósótt forhengi, eldhússfóll, steinprentuð
mynd og óhrein og rif in gólfábreiða. Fúa- og saggalyktin
var megn.
,,Þetta er snoturt og þægilegt herbergi", sagði frú
Wylie. Ég get ekki leigt yður það og látið yður í té tvo
málsverði á dag fyrir fimm dali nema um hásumarið.
Eftir 1. september verðið þér að borga átta dali".
„ Ég verð samt fegin, ef þér vil jið leyfa mér að vera",
sagði Súsanna. Tortryggnin sem skein út úr nærgöngulu
augnaráði konunnar, rændi Súsönnu öllum kjarki. Ljómi
hins mikla ævintýris fölnaði óðum.
„Þér hafið einhvern farangur meðferðis, þykist ég
vita", sagði frú Wylie með þeim raddblæ að auðheyrt
var, að hún bjóst alls ekki við því.
„Ég skyldi hann eftir í lyf jabúðinni", sagði Súsanna.
„Koffortið yðar?"
Það var eins og hnífur hefði verið rekinn í Súsönnu.
„Ég — ég var ekki með neitt koffort — aðeins dálitinn
pinkil.
„ Ja, nú á ég ekki orð til í eigu minni!"
Frú Wylie hristi höfuðið og sletti i góminn. „En þér
getið náttúrulega verið fyrir það, úr þvfherra Ellison vill
það".
„Þakka yður fyrir" sagði Súsanna hæversklega. Hún
hefði ekki þorað að segja sannleikann um vilja herra
Ellisons í þessu efni og taka síðan af leiðingunum af því,
þótt ekki hefði verið öðru til að dreif a en því, að hún vildi
ekki svíkja Róbert, vin sinn í tryggðum. „Ég — ég ætla
að sækja dótið mitt."
„Það er venja mín að láta leigjendurna greiða fyrir
fram", sagði frú Wylie, hvöss á brún.
„Æ-já — auðvitað" stamaði Súsanna.
Hún tyllti sér á stólgarminn opnaði buddu sína og tók
upp f imm dala-seðií. Henrii varð litið f raman i frú Wylie
um leið og hún rétti henni seðilinn. Hún varð dauðhrædd
er hún sá hvernig hún rýndi niður í budduna. Hún hafði
aldrei fyrr séð uppmálaða hina skef jalausu græðgi, sem
borgarlífið fæðir af sér hjá fólki , er berst hatrammri
baráttu til þess að halda virðingu sinni og forða sjálfu
sér frá ömurlegu hlutskipti hinnar fyrirlitnu verka-
mannastéttar.
„Þakka yður fyrir", sagði frú Wylie og hrifsaði seðil-
inn með því látbragði að ætla mætti að hún væri að gera
Súsönnu stórmikinn greiða. „Ég læt alla borga skilvis-
lega. Peninga fyrsta dag vikunnar — eða burt úr mínu
húsi. Ég var tilhliðrunarsöm áður og var hér um bil kom-
inn á hausinn fyrir bragðið".
„ Ég skal ekki verða hér lengur en ég get borgað" sagði
stúlkan. „Ég fer strax að leita mér atvinnu".
„Ja, ég vil ekkert vera að spilla vonum yðar, en það
eru margir atvinnulausir í þessum bæ. Þó býst ég nú við,
að þér getið snúið yður út peninga hjá einhverjum. En ég
ætla að láta yður vita það, að ég geri strangar kröf ur um
siðferði fólks. Ef eó| sé einhver merki þess.„Frú Wyl-
ie lauk við setninguna. Orðin hefðu hvort eð var orðið á-
hrifalaus í samanburði við augnaráð hennar.
Súsanna brá litum, og það fór hrollur um hana. Þvi olli
samt ekki hin meinlega bending um það, hverniq hún
ætti að af la sér peninga svo að hún gæti borgað fæði sitt
og húsnæði því að hún fór fyrir ofan garð og neðan hjá
Súsönnu. Það, sem henni flaug i hug, var þetta: Hvað
skyldi frú Wylie gera, ef hún kæmist að því, að ég er
lausaleiksbarn? — Já, ef f rú Wylie kæmist nú að þvi að
hún átti ekkert ættarnafn — var fædd í svo mikilli
skömm, að allir ætluðu henni allt hið versta, hversu sak-
laus sem hún annars var!
„Þer getið reitt yður á það, að ég er eins og f járinn
sjálfur á hælunum á hverjum kvenmanni, sem gerir sig
eitthvað liklega við karlmenn", hélt matseljan áfram.
„Ég hef aldrei getað skilið það, hvers vegna kvenfólk
sleppir sér út í slíkt". Og þessi kona sem fram á þennan
dag hafði komizt í gegnum lífið án ýkja margra tæki-
færa til þess að „sleppa sér sjálf ri sér út í" neitt vegna
karlmanna leit hvössum og tortryggnum öfundaraugum
á Súsönnu hina fögru. Og svo bætti hún við: ,, Ég vona, að
þér séuð sannkristin".
„Ég er alin upp við kenningar-öldungakirkjunnar",
sagði Súsanna kvíðafull. Þvi fór f jarri að hún f ulltreysti
því að slíkt fólk væri talið til kristinna manna í Cincinn-
ati.
„Það er kirkja sem trúbræður yðar eiga, hér rétt hjá"
sagði frú Wylie. Það lét hún nægja.
Súsönnu fannst einhver ímugustur á öldungakirkjunni
felast í hreimnum. „Það er gott", tautaði hún. Hún vildi
komast sem fljótast á brott. „Nú fer ég að sækja dótið
mitt".
,, Þér getið gengið hérna spottakorn niður f yrir og f arið
með vagninum sem gengur eftir Fjórða-stræti", sagði
húsmóðirin. „Þér skuluð hafa gát á öllu sjálf því að
vagnstjórarnir eru hysknir og gleymnir."
Súsanna hljóp eins hratt og hún gat niður stigana . þvi
að hún vildi komast sem fyrst út úr þessu húsi. Hún varð
undir eins vonbetri, er hún var komin út undir bert loft.
Hún hélt niður að Fjórða-stræti en þegar til kom kaus
hún fremur að ganga en fara með strætisvagninum.
Henni fannst ennþá meira til um þessa götu en hina
fyrri, og nú komst hún að þeirri niðurstöðu, að Sjötta-
stræti myndi vera ein af minni háttar götunum. Því
lengra sem hún komst inn í borgina þeim mun hrifnari
varð hún. Þegar hún var komin gegnum þann borgar-
hlutann, þar sem íbúðarhúsin voru og f yrirmenn óku um