Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 64

Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 64
16 VISSIR ÞÚ ... að stúdentar við Pretoríu-háskóla í Suður-Afríku bjuggu til lengstu pylsu í heimi. Hún var 10,5 metra löng en þeir bættu metið sem var 6,9 metrar. Stúdentarnir bjuggu til sinn eigin kolaofn og grill til að geta eldað ferlíkið sem var um 60 sinnum lengri en venjuleg pylsa. ... að dýrasti rjómaís í heimi er Serendipity Golden Opulent-rjóma- ísinn. Hann var að finna á matseðli Serendipity 3 veitingastaðarins í New York í september 2004. Hann kostaði þúsund dali eða um 65 þúsund íslenskar krónur. ... að í þessum dýrasta rjómaísrétt var að finna sykruð blóm þakin ætri gullþynnu. Grande passion- kavíar með Armagnac og safa úr blóðappelsínum og ástaraldinum. Fimm kúlur af rjómaís með vanillu- baunum frá Tahítí, þaktar ætri 23 karata gullþynnu. Sykraðir framandi ávextir, tólf gullhúðaðar möndlur og súkkulaði. ... að þessi ísréttur var borinn fram í kristalskál og gullskeið með. ... að dýrasta eggjakaka í heimi heit- ir Grilljóndollara humarfrittata. Hún kostar 65 þúsund krónur og hana er að finna á matseðli Nroma‘s veitingahússins í New York. ... að innihald þessarar eggjaköku samanstendur af eggjum, rjóma, viskíi og humarkæfu; einn heill risa- humar, 280 g kavíar og ein sneidd kartafla. ... að dýrasti hamborgari í almennri sölu kostar um 7.800 krónur og fæst á Bistro Moderne í New York. ... að dýrasta hanastél í almennri sölu kostar 34.350 krónur og fæst á Paris Ritz í Frakklandi. ... að dýrasta vínsflaska sem um er vitað kostaði 13.125.000 krónur og var seld hjá Christie‘s í Lundúnum. ... að dýrasta sterka áfengið er Macallan 60 ára viskí sem seldist hjá Fornum & Mason í Lundunum á 1.375.000 krónur. ... að dýrasti jarðsveppur í almennri sölu er 1.08 kílóa hvíttruffla sem kostar 2.665.000 krónur á Alba á Ítalíu. ... að dýrasta brúðkaupsterta sem um getur var seld í Sotheby‘s í New York. Þetta var sneið af brúð- kaupstertu hjónanna af Windsor frá 1937 og kostaði hún 1.950.0000 krónur. ... að dýrasta vínglas var selt á Bick- wick kránni í Beaune í Frakklandi. Vínið var af gerðinni Beaujolais Noveau 1993 og kostaði glasið 122.750 krónur. ... að dýrasta súkkulaðistykki sem um getur kostaði 58.750 krónur. Þetta var Cadbury‘s súkkulaðistykki úr eigu Roberts Scott sem hann hafði með sér í suðurskautsleið- angri sínum 1901. ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 GASGRILL smíðað úr ryðfríu stáli • Fjórir massívir brennarar úr pottjárni 18,4KW/h • Grindur yfir brennurum úr áli • Grillteinn og rafmagnsmótor • Ábreiða • Hágæða elektronískur kveikjari • Tvö sett af grillgrindum annarsvegar úr krómuðu stáli og hinsvegar úr pottjárni (ein heil plata) • Skápur fyrir gaskútinn og tvær stórar skúffur • 4 hjól 2 með bremsu • Skúffa í fullri stærð undir brennurum sem tekur við fitu • Skúffa á hliðarborði til að geyma t.d. krydd og drykki • Hitamælir á loki • Grillflötur 78 x 46cm • Utanmál með lokið niðri H:124cm B:159cm D:59cm • Afhent samsett ef óskað er. Kynningarverð 99.900 Wolfgang Amadeus Mozart (27. janúar 1756 - 5. desember 1791) var eitt áhrifamesta tónskáld klassískrar tónlistar í Evrópu. Hann fæddist í Salzburg og varð frægur sem undra- barn á fiðlu og píanó. Mozart var afkastamikið tónskáld og samdi um sína stuttu ævi fjölda verka af nær öllum gerðum. Það voru óratoríur (trúarleg verk fyrir einsöngvara, kór og hljóm- sveit), kantötur (verk fyrir söng og hljóðfæri), mótettur (trúarleg verk fyrir kór), sónötur (kaflaskipt einleiksverk), konserta, sinfóníur, strengjakvartetta og -kvintetta og svo auðvitað óperur. Lætur nærri að verk Mozarts séu um 600 talsins en sum þessara verka eru þekktari en önnur. TOPP 5: MOZART 1. Brúðkaup Fígarós 1786. Skopóp- era sem var og er með eindæm- um vinsæl meðal almennings. 2. Don Giovanni 1787. Ópera um spænska aðalsmanninn Don Giovanni og ást hans á Donnu Önnu. 3. Töfraflautan 1791. Ópera um ævintýralega tilveru manna í fuglslíki, vondar drottningar og ást í meinum. 4. Sálumessa í D-moll 1791. Var síð- asta verkið sem Mozart samdi og hann náði aldrei að fullklára það. Nemandi hans að nafni Sussmayr fullgerði síðar verkið sem nýtur mikilla vinsælda. 5. Cosi fan tutte 1790. Skopópera um ástarflækjur og misskilning.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.