Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 66
 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR34 Stelpur við gefum boltann til ykkar! Stelpudeildin á SKJÁEINUM frá 5. júní - 9. júlí Alla virka daga milli kl. 19 og 22.30 verður dagskráin tileinkuð stelpum. Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland E N N E M M / S IA / N M 2 19 4 6 Oft vill brenna við í fjölmiðlum landsins að þeir sem kenna sig við vinstri stefnu hafi hátt um umhverfismál. En eru umhverfis- mál einkamál vinstrimanna? Svar- ið við því hlýtur að vera nei. Umhverfismál varða alla Íslend- inga og eru því í eðli sínu þverpól- itísk. Þau eru þar af leiðandi ekki einskorðuð við einn flokk eða eina pólitíska stefnu. Náttúruverndar- fólk kemur úr öllum flokkum hvort sem það kýs að kenna sig við hægri, vinstri, miðju eða bara háð málefnum hverju sinni. Við sem byggjum landið eigum það ekki. Við höfum það einfaldlega að láni frá framtíðinni og ættum að umgangast nærumhverfi okkar jafnt sem náttúruperlur í sam- ræmi við það. Við eigum aðeins eina jörð og hún er í okkar umsjá. Það er nauðsynlegt að umgangast þennan lífgjafa okkar af umhyggju og nærgætni. Slíkt munum við fá margfalt launað því náttúran er uppspretta og aflgjafi andans og forsenda nýsköpunar. Umhverfismál varða okkur öll og þess vegna eiga umhverfis- áhrif alltaf að vera höfð að leiðar- ljósi við stefnumótun og ákvarð- anatöku í öllum málum. Margir af frambjóðendum Frjálslyndra og óháðra í Reykjavík hafa árum saman verið í fremstu röð þeirra sem vilja vernda hálendi Íslands gegn gegndarlausri ásælni orku- fyrirtækja í náttúruauðlindir landsins fyrir erlenda stóriðju. Þess vegna eiga umhverfismálin ríkulegan þátt í stefnumálum Frjálslyndra og óháðra í Reykja- vík: F-listinn vill vernda óspillta náttúru í borgarlandinu og standa vörð um ströndina F-listinn vill vernda grænu svæðin í borginni því aðgangur að náttúrutengdum útivistarsvæðum er lífsgæði. F-listinn vill að vist- vænar samgöngur verði raunhæf- ur valkostur fyrir borgarbúa. F- listinn vill endurvekja herferðina „Hrein torg, fögur borg“ því ekki veitir af í ruslaborginni Reykja- vík. Þar þarf að fjölga ruslatunn- um og sjá til þess að þær séu los- aðar. Þá vill F-listinn að flokkað sorp sé sótt heim. F-listinn vill ekki að Ísland verði ruslahaugur fyrir erlenda stóriðju. F-listinn leggst gegn áformum Orkuveitu Reykjavíkur um orkuöflun til stór- iðju á kostnað náttúru landsins. F- listinn leggst gegn áformum Orku- veitunnar um frístundabyggð við Úlfljótsvatn. Þar er einstök nátt- úra og fuglalíf sem ber að varð- veita og tryggja aðgengi allra. Umhverfismál varða alla – allt- af og vonandi munu kjósendur líta til verka þeirra flokka sem þeir hyggjast gefa sitt atkvæði á kjör- dag. Vonandi velja þeir trúverð- ugt fólk sem hefur staðið vörðinn um náttúru okkar ástkæra lands. Gleymum ekki að framtíð okkar byggist á afstöðu og aðgerðum í umhverfismálum, en ekki aðeins innihaldsrýrum yfirlýsingum við hátíðleg tækifæri, sem síðan sér ekki stað í athöfnum þegar á reyn- ir. Kæru kjósendur ef ykkur er annt um umhverfið, setjið x við F, frjálslynda og óháða. Höfundur skipar 4. sæti á lista Frjálslyndra og óháðra í Reykja- vík. Í grænum sokkum UMRÆÐAN KOSNINGAR ÁSTA ÞORLEIFSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI L-listinn, listi fólksins, býður nú fram til bæjarstjórnar á Akur- eyri í þriðja sinn. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna að þeirri hugsjón að gera bæinn okkar betri. Þess vegna mótum við stefnuskrá okkar eftir spurn- ingunni: „Hvernig viljum við að Akureyri verði við lok kjörtíma- bils, árið 2010?“ Umfram allt viljum við efla bæjarfélagið, þess vegna kjör- orð okkar: Afl fyrir Akureyri! Akureyrarbær getur veitt meiri og betri þjónustu þannig að bæj- arbúum líði betur og þeir hafi það betra í lok kjörtímabilsins árið 2010 heldur en nú. Af þeim fjölmörgu verkefnum sem ráð- ast verður í vil ég nefna nokkur helstu. Við viljum bæta skipulag innanbæjarsamgangna og efla almenningssamgöngur með því að hafa frítt í strætó. Dalsbraut þarf að leggja í stokk. Bæta verð- ur aðkomu skemmtiferðaskipa og við höfnum því að skera mið- bæinn í sundur með síki! Ávallt verður að hafa nægar byggingar- lóðir, jafnt fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi. Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu og allri þjónustu, leikskólar verði án skólagjalda og við viljum ekki einkavæða grunnskólana. Öll skólabörn leik- og grunnskóla fái heitan mat í hádeginu. Fram- haldsskólarnir og Háskólinn á Akureyri njóta öflugs stuðnings okkar og við viljum ljúka skipu- lagi háskólasvæðis. Orkuháskól- inn er boðinn velkominn, hann styrkir stórlega háskólastarf á Akureyri! Glerársundlaug verð- ur opin allt árið. Byggjum upp á KA- og Þórssvæðinu. Við viljum byggja akstursíþróttaaðstöðu við Glerá, tryggja fimleikafólki 1. flokks aðstöðu, við munum vinna að því að byggja áhorfendasvæði við íþróttahús Síðuskóla. Lista- hátíð unga fólksins verði árlegur viðburður og bæjarstjórn unga fólksins verður starfandi á hverju ári til að veita okkur hinum eldri aðhald. Stóraukum fjármagn til vímuvarna og for- varna og aukum niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta og æsku- lýðsmálum. Vinnum markvisst áfram að uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim heimilislegt umhverfi. Ráð- inn verður sérfræðingur í öldr- unarlækningum. Við teljum að málefnum fatlaðra sé betur borg- ið hjá sveitarfélaginu en ríki og munum vinna ötullega að því. Umhverfismál bæjarins þarf að taka nýjum tökum. Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið í það horf að sómi verði af og opnunartími gámasvæðis verður endurskoðaður. Glerárgil og strandlengjan meðfram bænum verða gerð að hreinu og vistvænu útivistarsvæði. Við munum vinna markvisst að stuðningi við atvinnulíf í bænum og gera Akureyri fýsilegan kost fyrir ný fyrirtæki. Um leið vilj- um við strax hefja vinnu við að tryggja að þyrlubjörgunarsveit verði hér staðsett og að flugvöll- urinn verði lengdur. Jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í stjórnsýslu Akureyrarbæjar um leið og stjórnsýslan verði gegnsæ. Við viljum að bæjarstjórinn verði ráðinn á faglegum forsendum, en ekki pólitískum. Hér er aðeins það helsta talið af markmiðum okkar í L-listanum. Nú er það undir ykkur komið Akureyringar að veita okkur afl til að hrinda þeim í framkvæmd. Kjósum L- listann, lista fólksins! Höfundur skipar 1. sæti L- list- ans, lista fólksins á Akureyri. Afl fyrir Akureyri UMRÆÐAN KOSNINGAR ODDUR HELGI HALLDÓRSSON BÆJARFULLTRÚI Á AKUREYRI Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu og allri þjónustu, leikskólar verði án skólagjalda og við viljum ekki einkavæða grunnskólana. Öll skólabörn leik- og grunnskóla fái heitan mat í hádeginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.