Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 76

Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 76
 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR44 Í kvöld verður óperan Le Pays flutt í porti Hafnarhússins við Tryggvagötu. Ópera þessi er eftir franska tónskáldið Joseph-Guy Ropartz og eina ópera heimsbók- menntanna sem gerist á Íslandi en er samin af erlendu tónskáldi. Verkið var samið á árunum 1908- 1910 en þar segir af samskiptum fransks skútusjómanns við eyja- skeggja og örlagaríku ástarævin- týri hans. Skúta strandar í ofviðri en sjómaðurinn Tual kemst af og er honum bjargað af bónda í nágrenninu. Dóttir bóndans hjúkr- ar sjómanninum til lífs og fella þau hugi saman með hádramatísk- um afleiðingum. Enginn prestur er á svæðinu svo þau sverja eiða sína við kviksyndi eitt og heita því að láta kviksyndið gleypa sig verði tryggðarrof þeirra í millum. Síðar verður dóttirin verður barnshaf- andi en sjómaðurinn fær heimþrá og æðir af stað þegar hann fréttir að landar hans séu staddir á Seyð- isfirði en þá verður kviksyndið á vegi hans og hann ferst á þeim örlagabletti. Efnið er byggt á sönnum atburðum sem áttu sér stað við strendur Íslands árið 1873 en óperutextinn er saminn upp úr smásögunni „L‘Islandaise“ sem kom út í smásagnasafni rithöfund- arins Le Goffics árið 1910. Tónlistin er samin í anda síð- rómantíska tímabilsins og minnir um margt á verk Puccinis og Richards Strauss en hefur verið lýst sem fagurri og dramatískri. Sungið er á frönsku en texta óper- unnar verður varpað á skjá til hag- ræðis fyrir áhorfendur. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur óperuna ásamt þremur af ástsælustu söngvurum landsins, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Bergþóri Pálssyni og Gunnari Guðbjörns- syni, en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin leikur á þessum sér- staka tónleikastað. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Stefán Baldursson en Kurt Kopecky stýrir hljóm- sveitinni. Um ljósahönnun sér Björn Bergsteinn Guðmundsson en útlit og búninga annast Filippía Elísdóttir. Lára Stefánsdóttir dansari kemur einnig fram í sýn- ingunni og bregður sér í ýmis hlut- verk, þar á meðal í hrafnslíki. Aðeins tvær sýningar verða á óperunni, í kvöld kl. 20 og hin síð- ari á morgun laugardag kl. 16. - khh ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� �������������� �������� ��������������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ��������� ��� �������� ���������� ���������� ��� �������� ������ ����������������������������������� �������� ��������������� �������� ������������������ ������������� �������� ��������� ������������� �������� ��������� Stuðbandalagið frá Borgarnesi í kvöld Spænski leikstjórinn Pedro Almo- dovar hefur gert stormandi lukku á kvikmyndahátíðinni í Cannes með nýjustu mynd sinni Volver. Myndin þykir líkleg til að hreppa Gullpálm- ann á sunnudaginn en hún keppir við 19 aðrar myndir um þau eftir- sóttu verðlaun. Gagnrýnendur hafa keppst við að lofa Volver og segja að með henni leiti Almodovar aftur til róta sinna og myndin flokkist með því besta sem hann hefur gert. Meðaleinkunn myndarinnar í sam- antekt tímaritsins Screen Daily er 3,4 en meðaleinkunn myndanna sem kepptu um Gullpálmann í fyrra var 2,16 þannig að Almodovar er vel yfir því. Leikstjórinn Alejandro Gonzal- es Inarritu er að mati gagnrýnenda líklegastur til að ógna Almodovar en mynd hans Babel, með Brad Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverk- um, hefur einnig fengið prýðilega dóma. Southland Tales, eftir Richard Kelly, er almennt talin mestu vonbrigði hátíðarinnar en þessi ungi leikstjóri vakti mikla athygli árið 2001 með Donnie Darko og þá vöknuðu strax upp spurning- ar um hvort honum myndi takast að fylgja henni eftir með sannfærandi hætti. Southland Tales er því miður ekki svarið sem fólk vað að vonast eftir. Fast Food Nation eftir Richard Linklater þykir ekki nema miðl- ungsgóð mynd og þó að Ken Loach hafi fengið þolanlega dóma fyrir The Wind That Shakes the Barley var búist við meiru frá þeim trausta leikstjóra. Þá þykir finnski leik- stjórinn Aki Kaurismaki ekki skila neitt sérstöku dagsverki með Laita- kaupungin Valot, eða Ljósin í húm- inu, en hann var forseti dómnefnd- arinnar í fyrra. Volver skartar Penelope Cruz í aðalhlutverki og þykir hún sýna stórleik og með viðtökunum sem hún er að fá í Cannes má segja að Evrópa sé að bjóða hana velkomna heim en hún hefur á undanförnum árum starfað í Hollywood með æði misjöfnum árangri. Almodovar fer ekki leynt með aðdáun sína á Cruz en hún lék síðast fyrir hann í All About My Mother árið 1999. „Ég vissi alveg að hún myndi valda þessu hlutverki og það er eins og að horfa á allt aðra manneskju þegar maður ber hana saman við Holly- woodmyndirnar,“ sagði Almodovar í samtali við Fréttablaðið í Cannes. Penelope Cruz er ekki eini leik- arinn sem hefur öðlast heimsfrægð og vinsældir eftir samstarf sitt við Almodovar þar sem Antonio Band- eras á svipaða sögu. Þegar Almodovar var spurður að því hvort hann myndi næst sækja Banderas frá Hollywood sagðist hann ekki telja það líklegt. „Ég myndi gjarnan vilja vinna aftur með hæfileikafólki sem ég hef unnið með áður og Antonio og Vict- oria Abril koma strax upp í hugann en ég held að ég hafi ekki lengur efni á Antonio.“ thorarinn@frettabladid.is Almodovar þykir sigurstranglegur PENÉLOPE CRUZ Í miklu uppáhaldi hjá Almodovar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Föðurlandið í Hafnarhúsinu HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 23 24 25 26 27 28 29 Föstudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kvennakórinn Crescento kemur fram í Norræna húsinu.  20.00 Hljómsveitirnar Mount Eerie (áður The Microphones), Woelv og Micah Blue Smaldone spila á Kaffi Hljómalind ásamt söngkonunni Lay Low.  21.00 Þröstur Jóhannesson flytur tónleikadagskrána Aðra sálma í Fríkirkjunni í Reykjavík. ■ ■ SKEMMTANIR  00.00 Dúettinn Sessý og Sjonni leikur á Paddy’s í Reykjanesbæ. Svöl tónlist úr öllum áttum og gargandi gleði. Frítt inn. ■ ■ LISTAHÁTÍÐ  11.00 Masterklass í Íslensku óperunni á vegum sönghópsins I Fagiolini.  17.00 Sönghópurinn I Fagiolini flytur tón- og leikverkið L’Amfiparnaso eftir ítalska tónskáld- ið Orazio Vecchi í Íslensku óper- unni. Sögumaður er Hilmir Snær Guðnason.  19.00 Benedikt Erlingsson flytur einleik sinn Mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu í Borgarnesi.  20.00 Franska óperan Le Pays verður flutt í porti Hafnarhússins af Sinfóníuhljómsveit Íslands og þremur einsöngvurum. Leikstjóri er Stefán Baldursson en Kurt Kopecky stýrir sveitinni. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. FRANSKA ÓPERAN LE PAYS EÐA FÖÐURLANDIÐ VERÐUR FLUTT Á LISTAHÁTÍÐ Í KVÖLD Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverkum Kötu og sjómannsins Tual. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.