Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 90
 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR58 KB banki er a›alsamstarfsa›ili Golfsambands Íslands Fyrsta móti› í KB banka mótarö›inni ver›ur haldi› um helgina á Gar›avelli á Akranesi. Komdu og fylgstu me› bestu kylfingum landsins í návígi flar sem fleir leika listir sínar í har›ri og spennandi keppni. Milli kl. 11.00 og 14.00 á morgun ver›ur bo›i› upp á skemmti- dagskrá, flrautir og golfkennslu fyrir yngstu kynsló›ina. Á milli kl. 14.00 og 18.00 ver›ur bo›i› upp á golfkennslu fyrir byrjendur og lengra komna. Áhorfendum b‡›st einnig a› taka flátt í getraun og spá fyrir um stigameistara KB banka mótara›arinnar. Sigurvegari getraunar- innar hl‡tur fer› fyrir tvo á KB bankamóti› í Turnberry í Skotlandi 5.-8. október. Komdu á Gar›avöll um helgina og fylgstu me› spennandi keppni og taktu flátt í sannkalla›ri fjölskylduhátí›. KB BANKA MÓTARÖ‹IN 2006 1. deild karla: ÞRÓTTUR - FJÖLNIR 0-1 0-1 Pétur Björn Markan. STJARNAN-HK 2-0 1-0 Goran Lukic, 2-0 Björn Másson. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI HK tapaði sínum öðrum leik í 1. deild karla í gær, nú fyrir nýliðum Stjörnunnar en í fyrsta leiknum töpuðu þeir fyrir Leikni. Lucic kom Stjörnumönnum yfir með skoti utan vítateigs í fyrri hálfleik. Björn Másson inn- siglaði svo sigur heimamanna. Til að fullkomna daginn fyrir Kópa- vogsbúum varði Hannes Þ. Hall- dórsson víti frá þeim í síðari hálf- leik. Þá töpuðu Þróttarar fyrir Fjölnismönnum í gær en eftir að Pétur Georg Markan hafði komið þeim yfir með glæsilegu skalla- marki einsettu þeir sér að verjast og halda stigunum. Það tókst þeim þrátt fyrir miklar sóknarlotur Þróttara, þar sem þeir skutu meðal annars í þverslána. - hþh Tveir leikir á dagskrá í 1. deild karla í gær: Annað tap HK gegn nýliðum ATLI EÐVALDSSON Getur ekki hafa verið sáttur með sína menn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 2-1 Kaplakriki, áhorfendur: 1312 Egill M. Markússon (2) 1-0 Sigurvin Ólafsson (40.) 1-1 Bjarni Guðjónsson (víti, 51.) 2-1 Atli Guðnason (75.) FH ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–8 (5–3) Varin skot Daði 2 – Páll Gísli 1 Horn 5–5 Aukaspyrnur fengnar 17–20 Rangstöður 3–4 ÍA 4–3–3 Páll Gísli 5 Kári Steinn 6 Heimir Einarsson 5 *Bjarni Guðjónss. 8 Guðjón Heiðar 6 Igor Pesic 4 Pálmi Haraldss. 5 Þórður Guðjónss. 4 (84. Jón Vilhelm -) Ellert Jón 5 Arnar Gunnlaugss. 6 (37. Andri Júlíuss. 7) Dean Martin 4 (46. Hafþór Ægir 7) *Maður leiksins FH 4–3–3 Daði Lárusson 6 Guðmundur 7 Tommy Nielsen 7 Ármann Smári 6 Freyr Bjarnason 7 Davíð Þór 6 Sigurvin 7 Ásgeir Gunnar 7 (76. Baldur Bett -) Tryggvi 4 Allan Dyring 3 (66. Atli Guðnason 7) Atli Viðar 3 (66. Ólafur Páll 5) FÓTBOLTI „Við töpuðum leiknum gegn Keflavík ósanngjarnt og vorum staðráðnir í að ná sigri í þessum leik og sýna að við eigum heima í þessari deild. Það var kominn tími á okkur, við spiluðum frábærlega og það virkaði vel að spila upp kantana. Þetta var ein- faldlega okkar dagur og varnar- menn þeirra voru þungir og hægir í leiknum. Við höfum fljóta menn fram á við og þeir höfðu ekkert í okkur,“ sagði Viktor Bjarki Arn- arsson, leikmaður Víkings, eftir að liðið vann öruggan 4-1 sigur á Breiðabliki í gær. Bæði þessi lið komu upp úr 1. deildinni í fyrra en hlutskipti þeirra fyrir leikinn var misjafnt. Blikar höfðu unnið báða leiki sína en Víkingar voru stigalausir á botninum. Það voru þó Víkingar sem höfðu nær öll völd á vellinum frá upphafi til enda í gær. Viktor Bjarki braut ísinn með marki úr vítaspyrnu sem var réttilega dæmd þegar Guðmann Þórisson, ungur varnarmaður Blika, braut á Davíð Þór Rúnarssyni. Eftir rúman hálftíma kom annað mark frá Víkingum en það skoraði Hörður Bjarnason eftir hreint magnaðan undirbúning Viktors Bjarka sem dansaði fram- hjá varnarmönnum Blika og renndi boltanum síðan á Hörð sem átti ekki í vandræðum með að skora. Heimamenn voru mun sprækari og léku sér oft á tíðum að gestunum. Marel Baldvinsson fékk úr litlu að moða einn í fremstu víglínu. Víkingar bættu við tveimur mörkum í seinni hálfleik; fyrst slapp Davíð Þór einn í gegn og kláraði vel og hann lagði síðan upp fjórða markið með fyrirgjöf sem Viktor Bjarki skallaði inn og kór- ónaði frábæran leik sinn. Marel náði að minnka muninn með ágætu marki eftir sendingu Nenad Zivan- ovic en markið kom of seint. „Vonandi höldum við þessu áfram í sumar. Nú erum við von- andi komnir á sigurbraut,“ sagði Viktor en Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks var skiljan- lega ekki eins hress. „Við vorum gjörsamlega skotn- ir í kaf. Það vantaði alla karl- mennsku í okkur, seinni hálfleik- urinn var þó töluvert skárri en sá fyrri. Við töpuðum á eigin aula- hætti og þegar menn eru ekki til- búnir í að berjast og sýna dugnað þá er eitthvað að hugarfarinu. Menn voru að láta sóla sig trekk í trekk og þá er greinilegt að þeir eru ekki tilbúnir í þetta,“ sagði Bjarni. „Völlurinn var skelfilegur og erfitt að sýna góðan fótbolta á honum en Víkingar unnu barátt- una og áttu þennan sigur algjör- lega skilinn. Nú ætla ég bara að ná andanum áður en ég fer að vinna í því að reyna að laga hugarfar leik- manna fyrir næsta leik,“ sagði Bjarni. - egm Öruggur sigur Víkings á Breiðabliki í nýliðaslag Landsbankadeildarinnar: Víkingar skutu Blika í kaf VIKTOR BJARKI ARNARSSON Átti frábæran leik gegn Breiðablik í gær. Skoraði tvö mark og lagði upp eitt á snilldarlegan hátt og lék sér að varnarmönnum Blika hvað eftir annað. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Miklar breytingar voru gerðar á Skagaliðinu frá því í tapleiknum gegn KR en aðeins ein breyting var gerð á FH-liðinu sem lagði Val. Bar þar hæst innkoma Þórðar Guðjónssonar sem var kominn inn á miðjuna hjá ÍA en hann bar einnig fyrirliðabandið hjá þeim gulkæddu. Hans fyrsti leikur fyrir ÍA í sumar. FH-ingar voru sterkari úti á vellinum og stýrðu umferðinni en háar sendingar fram völlinn skil- uðu litlu. ÍA reyndi að sama skapi að sækja hratt en var mistækt í aðgerðum. Arnar Gunnlaugsson lauk keppni fyrir hálfleik meiddur sem var synd því honum óx ásmeg- in eftir því sem leið á leikinn og hann var þar að auki óvenju dug- legur að hreyfa sig. Skagamenn náðu oft á tíðum skemmtilegum skyndisóknum en voru sem fyrr miklar klaufar. FH hélt áfram að stýra umferðinni en gekk bölvan- lega að skapa sér færi. Fyrsta markið kom því ekki eftir að FH hafði opnað vörnina heldur með glæsilegu skoti beint úr auka- spyrnu af um 30 metra færi. Glæsilegt mark hjá Sigurvin sem var að leika vel og duglegur að dreifa boltanum út á vængina. Skagamenn tóku Dean Martin af velli í leikhléi og inn á kom Haf- þór Ægir Vilhjálmsson. Það reynd- ist góð skipting því Hafþór fiskaði víti eftir rúmar sex mínútur þegar Ármann Smári braut á honum. Bjarni sendi Daða í rangt horn og skoraði örugglega. Leikurinn dó nánast í kjölfarið og ekkert hafði gerst í háa herrans tíð þegar varamaðurinn Atli Guðnason potaði boltanum inn fyrir línu Skagamarksins eftir hornspyrnu. Atli væntanlega búinn að tryggja sér sæti í byrjun- arliðinu því hinn danski Allan Dyr- ing er ekkert búinn að geta í fyrstu þrem leikjum sumarsins. Þessi meðfæddi markaskorari, að eigin sögn, hefur ekki komið sér í færi allt mótið og er langt frá því að vera líklegur til afreka. Það verður ekki tekið af honum að hann er duglegur að hlaupa en Martha Ernstdóttir getur líka hlaupið mikið og lengi en það þýðir ekki endilega að hún eigi skilið sæti í byrjunarliði Íslandsmeistaranna. Skagamenn náðu ekki að skapa sér mikið það sem eftir lifði leiks nema dauðafæri sem Andri Júlíusson fékk í uppbótartíma en honum tókst á einhvern óskiljan- legan hátt að skalla yfir markið. Þriðji sigur FH í röð því staðreynd og sannkallaður meistarabragur á liðinu enda klárar félagið alla leiki með sigri, sama hvernig það spilar. Það er engin leið að sjá nokkurt lið stöðva FH eins og liðið byrjar þetta mót. ÍA er aftur á móti komið með þrjú töp í röð og þar þurfa menn að skoða sín mál enda hafa verið brestir í vörninni og sóknin langt frá því að vera sannfærandi. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á ömur- lega frammistöðu Egils Más dóm- ara. Hann var vægt til orða tekið lélegur í þessum leik og margir dóma hans algjörlega óskiljan- legir. henry@frettabladid.is Íslandsmeistararnir eru óstöðvandi Íslandsmeistarar FH byrja Íslandsmótið með ótrúlegum látum en í gær vann FH sinn þriðja sigur í röð, gegn helstu keppinautunum, þegar ÍA kom í heimsókn í Kaplakrika. 2-1 urðu lokatölurnar í fjörugum leik þar sem ungur leikmaður, Atli Guðnason, skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn á sem varamaður. SLAKUR Allan Dyring náði sér ekki á strik í leiknum, frekar en aðrir sóknarmenn FH. Íslandsmeistararnir búa yfir þeim kosti að geta spilað illa en unnið samt.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI 1. FH 3 3 0 0 7-1 9 2. FYLKIR 3 2 0 1 4-2 6 3. BREIÐABLIK 3 2 0 1 7-6 6 4. KR 3 2 0 1 3-4 6 5. GRINDAVÍK 3 1 1 1 5-5 4 6. KEFLAVÍK 3 1 1 1 3-3 4 7. VALUR 3 1 0 2 4-4 3 8. ÍBV 3 1 0 2 3-8 3 9. VÍKINGUR 3 1 0 2 5-5 3 10. ÍA 3 0 0 3 4-7 0 FÓTBOLTI „Þetta er gjörsamlega óþolandi. Við töluðum um fyrir leikinn að FH hefði bara skorað úr föstum leikatriðum og svo koma bæði mörk þeirra úr föstum leikatriðum,“ sagði Skagamaður- inn Bjarni Guðjónsson sem átti stórleik í Skagavörninni. „Í úrslitamarkinu voru tveir menn ódekkaðir á fjærstöng og það gengur ekki. Það er slæmt að vera ekki komnir með nein stig og núna verðum við rífa okkur upp.“ Heimir Guðjónsson, aðstoðar- þjálfari FH, var ívið hressari en Bjarni í leikslok. „Mér fannst við fá betri færi en þeir í þessum leik en Bjarni bjargaði tvisvar á marklínu fyrir þá. Við hefðum reyndar getað spilað betur og fengið meira út úr vængjunum en það eru stigin sem telja. Það er sterkt hvað við nýtum föstu leikatriðin vel því það drepur niður anda andstæðinganna og það er öflugt að eiga sterka spyrnumenn eins og Sigurvin og Tryggva. Eins gott að eiga sterka skallamenn eins Ármann Smára.“ - egm Viðbrögð þjálfara eftir leikinn: Gjörsamlega óþolandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.